Vikan


Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 17
Ekkert slíkt á sér stað í Róm og þess vegna flytja jafnvel Holly- woodstjörnur þangað; taka sig upp fró þúsund fermetra villum ! Bev- erly Hills og fó inni í íbúðum uppi á hæðinni Monte della Farnesina, sem er nýlegt snobbhill með út- sýni yfir Tíber og norðurhluta borg- arinnar. Þar borga menn húsaleigu svo sem sæmir höfðingjum; mér var sagt að vegleg íbúð á þessum stað mundi vart vera leigð á minna en hálfa milljón líra á mánuði, eða eitthvað nálægt 35 þúsund íslenzk- um krónum. V> iá. W Via Appia, hinn eidforni vegur suður frá Róm. - 5 - Piazza della Rotunda, lítið torg með snoturlegum gosbrunni. Það verður allt í einu fyrir manni í þröng gamalla húsa og opinberar áhorfendanum það byggingarverk fornaldarinnar, sem mér finnst mikilfenglegast í Róm: Pantheon, hof allra guða. Það er svo trölls- legt í einfaldleik sínum og undir- strikar það sem Ásmundur Sveins- son sagði í blaðaviðtali nýlega, að einfaldar línur gefa alltáf hugmynd um monúmentala stærð jafnvel þótt raunveruleg stærð sé ekki svo ýkja mikil. Pantheon var byggt á dögum Hadríanusar, þess mæta keisara og gáfumanns sem dáði Platon og reyndi að gera að veruleika draum hans um heimspekilega sinnaðan valdhafa. Þegar Pantheon var byggt, árið 125, þá voru íbúar Rómaveldis taldir vera 80 milljónir. Enginn keisari þekkti ríki sitt eins vel og Hadríanus og hann hefur með réttu verið kallaður fyrsti túr- isti veraldarsögunnar. Hann var sífellt á ferðalögum og ferðalög voru tímafrek í þá daga. Hann dáð- ist að fegurð náttúrunnar ( hinu smæsta blómi jafnt sem tign fjall- anna. Hann leitaði uppi og rann- sakaði staði, sem tengdir voru sögu Rómverja og fyrirrennara hans í embættinu. Hvar sem hann kom, leitaðist hann við að kynnast kjör- um fólksins og stundum ferðaðist hann einungis sér til skemmtunar. Það var á þeirri tíð óþekkt. Hann var eins og Tertullian kirkju- faðir segir: „Rannsakari allra leynd- ardóma og merkilegheita." Það er dálítið athyglisvert, að Hadríanus var ekki Rómverskrar ættar; hann var fæddur á Spáni og þegar Trajanus keisari, sem verið hafði Hof Vestumeyjanna á Forum. dugandi herstjóri, stóð frammi fyrir því að fá honum völdin í hendur, þá hugsaði hann sig um tvisvar, því honum fannst hann ekki líkleg- ur til stórræða. Það kom líka fljótt í Ijós, að hermennska og sigrar á vígvöllum höfðu ekkert gildi fyrir Hadríanus. Hann lagði áherzlu á að styrkja útlínur ríkisins og byggði til dæmis múrvegg þvert yfir Eng- land, 120 km langan og 6—7 metra háan-. Honum kom ekki til hugar að fara með ófrið á hendur nein- um, en lét hersveitir sínar taka á móti, ef ráðizt var inn fyrir tak- Nútíma umferð við gamlar rústir. mörk ríkisins. Eftir einn slíkan sigur, sem raunar var nú ekki mikilfeng- legur, bauð Oldungaráðið honum að efna til sigurfarar í Róm að fornum hætti. Hadríanus lét að vísu sigurgönguna fara fram, en á vagn sigurvegarans setti hann styttu af fyrirrennara sínum, Trajanusi, í stað þess að standa þar sjálfur. Hann sá vel fánýti slíkra hluta,- hann vissi vel, hversu skammgóður vermir sigrar höfðu verið. Aftur á móti réðist hann í það á fimmtugs- aldri að klífa eldfjallið Etnu á Skil- ey og jafnan hafði hann með sér arkitekta og byggingarmeistara þar sem hann fór og þeir skildu eftir sig byggingarverk, sem standa þann dag í dag. Heimspekingur- inn í keisarastólnum safnaði að sér listaverkum hvaðanæva úr ríkinu og byggði svo stórkostleg íbúðar- hús sér til handa í Tívolí austan við Róm, að annað eins hafði ekki þekkzt. En hann hafði andlega veilu, sem ágerðist með aldrinum. Þar fékk allur hans auður og völd engu um breytt. Honum var það svo mik- ið í mun að vera fremstur að allri þekkingu í listrænum og bók- menntalegum efnum, að þar þoldi hann naumast neinar mótbárur. Þegar veila hans ágerðist, tók hann að vinna óhappaverk. Hann lét taka af lífi byggingameistarann Appollodorus frá Damaskus, vegna þess að þeir voru ekki sammála. Appollodorus var mikill og geðrík- ur listamaður, sem hafði sett sinn svip á Róm og byggt fyrir Trajanus keisara. Þetta er mikill blettur á þessum mikilhæfa manni. Svo kom eitt af öðru; ! Jerúsalem hafði hann stofnsett rómverska nýlendu og reist Júpitershof á stað, sem var heilag- ur ! augum Gyðinga. Það leiddi til uppreisnar, sem var barin niður með ótrúlegri grimmd. Þess vegna var það útlagt sem réttlát reiði Jahves, þegar Hadríanus gerðist upp úr þv! svo þungt haldinn af andlegri vanlíðan, að hann hætti ferðalögum með öllu. Þess ! stað jók hann íburðinn við villu sína í Tívolí og hugðist búa sér það himnaríki, sem varð honum ein- ungis að víti ! mótlæti hans og sjúkleika. Að lokum kom svo, að hann sárbændi þræla sína að ráða sér bana. Hann lézt 62 ára gamall árið 138. - 6 - En nú ætlaði ég að bera mig að lýsa Pantheon, einu af byggingar- verkum Hadríanusar. Ég veit ekki til þess, að það sé kunnugt, hver arkitektinn var, nema Appollodorus hafi verið þar að verki. Svo er sagt að þarna sé stærsta hvolfþak, sem enn hefur verið byggt; undursam- leg sm!ði úr höggnum sandsteini og opið upp úr miðjunni. Eftir þv! sem fróðir menn segja, hefur það gert byggingu hvelfingarinnar að mun erfiðari. Þegar páfinn hafði fengið Michelangelo til þess að standa fyrir byggingu á hvelfingu Péturskirkjunnar, þá er sagt að þessi fjölgáíaði meistari Endur- reisnarinnar hafi fyrst rannsakað Pantheon og mælt síðan: „Þessa hvelfingu hafa englar byggt en ekki menn." Ekki veit ég með vissu, hvort þetta er rétt, að hvolfbak Pantheon sé hið stærsta í heimin- um. En húsið sjálft er hringlaga, 43 metrar í þvermál og það eru líka 43 metrar frá gólfi og upp undir hvelfinguna, þar sem hún er hæst. Þetta hús, sem upphaflega var byggt hinum rómversku guðum til dýrðar, var síðar á öldum gert að kristinni kirkju og nú er Pantheon ein af kirkjum Rómaborgar. Þar hefur lengi verið gnótt guðshúsa og Nikulás ábóti á Munkaþverá full- yrðir í sinni lýsingu, að enginn sé Siðdegisstund á spönsku tröppunum. Fornbckasalarnir taka allt með sér á kvöldin. svo fróður, að víst sé að viti um allar kirkjur í Rómaborg. Þó voru íbúar Rómar á hans dögum eitt- hvað færri en ibúar Reykjavíkur eru nú. Pantheon er hinn fullkomna and- stæða Péturskirkjunnar. Þar er ekk- ert flúr eða skraut; hrikalegar Kórintusúlur mynda röð við inn- ganginn og síðan er maður undir þessari áhrifamiklu hvelfingu og sér bláma himinsins upp um opið. Þessi bygging ætti að vera endan- leg sönnun þeáS, að íburður er ekki það áhrifamesta til þess að fram- kalla hrifningu eða lotningu fyrir almættinu og því undri sem lífið er. Ef einhver mannaverk eru þess umkomin, þá eru það þau ein, sem bera andagift vitni. Pantheon er eitt af þeim vorkum, forneskjulegt og ofurmannlegt. Allt ! einu kváðu við orge'.tón- ar-. Ave Miaría eftir Schubert. Hljóm- arnir bárust upp um hvelfinguna. Fólkið þagnaði og leit ósjálfrátt upp. Tíminn nam staðar í hrifn- ingu augnablikanna. Svo dóu tón- arnir út; það var líkt og þeir seytl- uðu úop um op hve'fingarinnar. Við gröf Rafaels voru ný blóm. Hann var jarðaður ! Pantheon somkvæmt eiain ósk. Hann dó á föstudaginn langa árið 1520, á 37. afmælisdegi sínum. - 7 - Mörg þúsund bækur hafa verið skrifaðar um það l!f sem hrærðist og þá pragt, sem séð varð á For- um Romanum, Rómartorgi. Hvert sem litið er þaðan, hvar sem drep- ið er niður fæti, hvert sem hugan- um er rennt, þá verða atvikin, mannvirkin og sagan með svo fyrir- ferðarmiklum hætti, að maður gef- ur það frá sér að reyna að lýsa því. í þetta skipti hafði ég litinn tíma til að skoða Forum, en fyrir tveim árum varði ég einum degi til þess að reika um þennan stað, sem er fremur landslag en borg. Á næsta leyti er stórborgin, þar sem líf nútímans gengur sinn gang með tilheyrandi hávaða, en Forum er eins og friðsæl sveit með Þing- vallastemningu. Það er auðveld- ara en ég hélt að imynda sér, að miðpunktur heimsins hafi verið ná- kvæmlega hér — og sé jafnvel ennþá hér. Þarna er ræðupallur- inn, Rostrum, þar sem mælskusnill- Fram.hald á bls. 43. VIKAN 5ÖI tw. — 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.