Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 50
fallegar
sisléttar
gardinur
Gardisette hefir alla kosti:
* Ljós og sólekta * síslétt *
Teygist ekki * Auðveit í þvotti
* Krumpast ekki * Auðvelt
að sauma * Mölvarið * Lítur
út sem nýtt órum saman *
Dregur ékki í sig tóbaksreyk
* Einstœð ábyrgð: Verksmiðj-
an ábyrgist yður fullar bætur
fyrir hyern meter, ef Gardisette
gluggatjöld krumpast eða þurfa
straujun.
® — ns. vanmarh
göngu í Pont-Neu£? Það er vegna þess, að Flipot á að taka próf sem
pyngjuþjófur.
I tilefni af þessu hafði Flipot farið úr sínum venjulegu tötrum og farið
í fjólubiá vel sniðin föt og harða skó, sem hann var óstöðugur á. Hann
hafði jafnvel sett á sig línkraga, og skólataska fullgerði dulbúninginn.
Hann leit út eins og hver annar verkamannssonur.
Jactance var að gefa honum síðustu ráðleggingarnar
— Hlustaðu nú, stráksi. I dag áttu ekki aðeins að stela pyngju, eins
og þú hefur oft gert áður, heldur ætlum við að vita hvort Þú ert nógu
snjall til að sleppa, ef að upp kemst, og taka dótið með þér. Skilurðu það?
—• Jamm, svaraði Flipot.
Flipot saug óstyrkur upp í nefið og strauk um það með annarri fínu
erminni hvað eftir annað.
Félagar hans virtu vegfarendur vandlega fyrir sér.
— Sérðu, þarna kemur maður, sem horfir aðeins á sína fallegu fylgi-
konu. Þau eru gangandi — Það var heppilegt. Hefurðu séð hann, Flipot?
Þarna er hann, stendur fyrir framan Stóra-Matthieu. Nú er tíminn
kominn! Hér eru tækin þín, stráksi, og farðu svo að koma þér af stað!
Með hátíðlegri hreyfingu rétti Jactance drengnum nett skæri, og ýtti
honum inn i mannfjöldann. Hinir félagarnir voru þegar komnir í þvög-
una umhverfis Stóra-Mathieu.
Þjálfuð augu Jactance fylgdust nákvæmlega með augum lærlingsins.
Allt í einu rak hann upp óp:
— Passið yður! Monsieur! Hæ! Monsieur! Það er verið að stela
pyngjunni yðar!
Vegfarendur litu í áttina, sem hann benti og tóku til fótanna. Peony
æpti:
— Yðar hágöfgi, gætið yðar! Það er stráklingur að ráðast á yður!
Aðalsmaðurinn greip um pyngju sína og rakst Þar á hönd Flipots.
— Hjálp! Pyngjuþjófur! æpti hann.
Fylgikona hans rak upp ákaft óp. Allt ætlaði um koll að keyra. Fólk
æpti, hló, greip hvað í annað. Sló hvað annað, meðan menn Calembreda-
ine æstu upp hópinn með hrópum og sköllum.
— Ég hef náð honum! Þetta er hann!
— Náið honum! Hann er að sleppa!
— Þarna! Hérna!
Börn tróðust undir og grétu. Það leið yfir konur. Sölustallar voru
felldir. Rauðar sóihlífar flugu út á Signu. Ávaxtasalarnir reyndu að
verja sig með því að kasta eplum og appelsínum í fólkið. Hundar þustu
inn i þvöguna og slógust milli fóta fólksins.
Fallegi Strákur gekk frá einni konunni til annarrar, þreif konur heið-
arlegra borgara um mittið, kyssti þær og klappaði þeim hér og þar af
einstakri frekju fyrir framan augu reiðiþrungra eiginmanna, sem reyndu
án árangurs að berja hann. Högg þeirra lentu á sjálfum þeim til skipt-
is, og enginn vissi hver sló hvern.
Meðan öll þessi læti stóðu, voru Jactance og félagar hans önnum kafn-
ir við að stela pyngjum, tæma peningakassa verzlananna, og grípa
skikkjur. Stóri-Mathieu stóð uppi á pallinum og lét hljómsveitina leika
eins hátt og hún gat, brá sverði sínu og öskraði:
— Áfram strákar. Verið hraustir. Þetta er gott fyrir heilsuna.
Angelique hafði leitað sér skjóls á þrepunum uppi við styttuna. Hún
hélt sér i girðinguna og grét af hlátri. Þetta var einmitt hið rétta há-
mark þessa dags. Nákvæmlega það, sem hún þurfti til að fullnægja hvöt
sinni til að gráta og hlægja, þessari hvöt, sem hafði knúið hana, allt
síðan hún vaknaði í heyinu út frá atlotum ókunna mannsins.
Hún sá föður Hurlurot og móður Hurlurette halda fast hvort í annað,
meðan þau hröktust til og frá í ólátum eins og risavaxin kúla af ó-
hreinum tötrum. Hlátur hennar jókst, hún var rétt að kafna. Nei, hún
var að deyja úr hlátri....!
— Hvað er svona skemmtilegt, skækja? sagði lág rödd við hliðina á
henni. Hönd greip um úlnlið hennar. Þú Þekkir ekki grimaud. þú finn-
ur lyktina af honum, hafði Peony sagt. Þá nótt hafði Angelique lært að
finna það á lyktinni, þegar hætta var yfirvofandi. Hún dró úr hlátrin-
um og setti upp sakleysissvip.
— Það er svo gaman að sjá allt þetta fólk, sem er að slást, án þess
að vita hversvegna.
— Og kannske Þú vitir það, eða hvað?
Angelique laut niður að andliti lögreglumannsins og brosti. Allt í einu
greip hún föstu taki um miðsnes hans og sneri upp á. Þegar hann rykkti
höfðinu aftur á bak undan sársaukanum, sló hún fast á framstætt barka-
kýlið með handarjaðrinum. Framhald í nœsta blaOi.
öll réttindi áskilin. — Opera Mundi, París.
f FULLRI ALVÖRU
Framhald af bls. 2.
og svo miklu undan skatti, eða
ég er farinn" . Og það mundi
heldur ekki þýSa neitt fyrir hann
að minnast á það að fá allstóra
upphæð greidda fyrir það eitt
að taka verkið að sér.
í þesum efnum rikir neyðar-
ástand. Húsbyggjanda, sem býr
i bráðabirgða leiguhúsnæði og
borgar fyrir það 40 % af kaupi
sinu, er nokkur vorkunn þó hann
leggi áherzlu á að framkvæmdir
dragist ekki von úr viti. Þessi
alltof mikla eftirspurn eftir
mönnum i fámennum stéttum
byggingariðnaðarmanna hefur
líka haft afsiðandi áhrif. Vinnu-
svik þykja næstum sjálfsagður
hlutur og loforð eru einskis
virði. Þessar stéttir hafa þvi
miður ekki haft nægilega sterk
bein til að þola góða daga.
Drengir góðir, ykkur hefur
verið gefin aðstaða í skjóli laga,
sem þið hafið misnotað. Afleið-
ingarnar eru hörmulegar og þó
varla fyrirsjáanlegar. Nú verð-
ur að taka í taumana þó seint
sé. Þegar þið hafið mægilega
lengi misboðið þolinmæði
manna, gæti farið svo að skjól-
garður laganna hryndi.
Hin hlið byggingarkostnaðar-
ins, verð efnisins, tollarnir og
þáttur ríkisins, verður ekki gerð
að umtalsefni hér, en grein um
það efni birtist bráðlega í Vik-
unni. GS.
gQ — VIKAN 50. tbl.