Vikan


Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 2

Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 2
I fullri alvöru: Misbeiting í skjóli laga Það er mál manna, að fátt kyndi undir verðbólgunni svo sem byggingarkostnaðurinn. Stór bluti þjóðarinnar stynur undir drápsklyfjum hans; hann sýkir lit frá sér svo allt kerfið er und- ir lagt. Byggingarkostnaðurinn ákvarðast af tvennu: Annars veg- ar verði á byggingarvörum og hins vegar vinnulaunum. Eink- um þar liggur meinsemdin graf- in, sem stjórnarvöldin verða að uppræta. í sambandi við nýlega afstaðið verkfall prentara var á það bent, að ekki væri það merkileg stétt, sem stofnaði aðstöðu iðnaðar síns i voða. Hvað má þá segja um þær stéttir, sem stofna fjár- málum þjóðarbúsins í voða? fðnaðarmannalöggjöfin átti á sínum tíma að verða til jiess að vcrnda liagsmuni þeirra manna, sem legðu á sig nám í iðngrein- um sinum. í skjóli þessara laga þrifst nú þvílík ósvifni, að það fer að verða tímabært, að athuga gaumgæfilega, livort þessi lög þjóni tilgangi sinum. Aðstaða hinna ýmsu iðngreina er mjög ólílc. í sumum þeirra er til dæmis afar erfitt að koma við hinum illræmda uppmæling- artaxta. En þær stéttir eða rétt- ara sagt klíkur, sem í skjóli laga geta ákveðið það sem þeim sýnist og jafnvel lokað fyrir inngöngu nýrra meðlima, þær eru eiris og hver önnur mein- semd í þjóðarlíkamanum, sem stjórnarvöldunum ber skylda til að reyna að lækna. Þýðingarmesta sporið til þess að stöðva verðbólguna, væri án efa það að koma í veg fyrir það rán, sem húsbyggjendur eru beittir og lækka þar með bygg- ingarkostnaðinn. Ef iðnaðar- mannalöggjöfin yrði felld úr gildi, mundi talsverður fjöldi svonefndra fúskara koma inn í starfsgreinar eins og múrverk og húsasmíði. Ef menn vildu heldur fá í vinnu faglærða menn, þá þeir um það. En úr því nnmdi ekki þýða neift fyrir einn múr- ara að segja: Heyrðu góði, það eru tiu húsbyggjendur sem bjóða í mig. Við skulum bæta svo og svo miklu ofan á uppmælingar- taxtann og við skulum stela svo Framhald á bls. 50. GEFJUN bydur nýja þjónustu ! Fáict þér fatnad vid ydar hæfi ? >0 Vér saumum fyrir ydur nskasniíid Saumum adeins ur 1.flokks efnum Klæískerar sja um þjonustuna \/£r nRrum bad möaulfiat GÆ Ð I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.