Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 7
I
Tökum til dæmis þegar Rodogone
egypski í myndinni fer að finna
Desgres til að segja honum að
Calemdaein verði á markaðinum
á þessum ákveðna degi, þetta var
aldrei svona í sögunni. Og hvern-
ig Pilipp er við Angelique í
myndinni, hann er eins og hver
annar playboy en í sögunni þá
var hann algerður kvenhatari og
Angelique var að ganga á eftir
honum með allt. í kvikmyndinni
vildi hann allt nema giftast
henni. Og svo get ég alls ekki
fellt mig við að hafa Pilipp svona
svarthærðan, hann sem átti að
vera með ljóst hrokkið hár í sög-
unni, en það er bara eins og
Angelique sjálf, hún er græn-
eygð en með brún augu í mynd-
inni.
Svo spurði ég þig líka í haust
hvemig skriftin væri og þú svar-
aðir því ekki þá. Viltu svara því
núna?
Með fyrirfram þökk.
Anna.
Það er auðveldara að halða at-
hygli manna við langa sögu á
bók en kvikmyndatajaldi. Til
þess að halda við spennunni á
kvikmyndatjaldi þarf viss atriði,
sem kvikmyndaframleiðendur
kunna á fingrum sér. Það er
vegna þessara atriða, sem fram-
leiðendur Angeliquemyndanna
hafa breytt fáeinum atriðum frá
því, sem myndin segir til um,
svo sem að gera spennandi atriði
úr fundi Rodogones og Desgrez-
ar, og það hlýtur þú að sjá, að
tilhugalíf þeirra Angelique og
Philippes hlyti að hafa orðið ær-
ið bragðdauft á hvíta tjaldinu,
hefði sagan sjálf verið látin ráða.
Ég sagði þér hins vegar fyrir jól,
að nýja Angeliquekvikmyndin
væri að mínu viti betri hinni
fyrri, og það stendur. Hún er til
muna samfelldari og meiri heild
en sú fyrri, sem stiklaði aðeins
á því allra stærsta.
... Ég gat ekki annað en glott
yfir sögu Kristmanns: Framhjá
gamla bænum. Hún var eitthvað
svo týpisk fyrir hann. Ég veit,
að Kristmann hefur krimt með
sjálfum sér, meðan hann var að
móta það í orðum hvað strákur-
inn var sljór og ómögulegur ...
... Þarna var Kristmanni Guð-
mundssyni rétt lýst. Við, kon-
urnar, við verðum hundgamlar í
snarheitum, en hann, karlmenn-
ið, hann verður alltaf ungur
og ferskur, þótt við verðum að
fituflykkjum við hliðina á hon-
um í áætlunarbíl ævistritsins ...
Blóm ffypir
bpéffin
Það var skaði fyrir stúlk-
una „Hjálparþurfi", sem
sendi okkur bráðvel skrif-
að bréf um daginn (og
svarið kemur innan
skamms), að hún skyldi
ekki gæta þeirrar sjálf-
sögðu kurteisi að láta nafn
og heimilisfang fylgja með
bréfi sínu. Því þá hefði
hún fengið blóm að laun-
um.
VIKAN hefur sem sagt
ákveðið að taka upp bá ný-
breytni í samráði við
blómabúðina Dögg í Álf-
heimum, að verðlauna bezta
bréf í Póstinn hverju sinni
— þó með því skilyrði, að
bezta bréfinu fylgi nafn og
heimilisfang, sem jafn-
framt verður þá birt í Póst-
inum. Jafnhliða er lýst eft-
ir góðum, innlendum skop-
sögum, broslegum atvikum
úr daglega lífinu, hnyttn-
um tilsvörum og því um
líku. Verða beztu sögurn-
ar verðlaunaðar með blóm-
um jafnhliða beztu bréfum
í Póstinn.
Það er sama hvar þið
eruð á landinu, blómin
verða send til ykkar frá
VIKUNNI og DÖGG, svo
þið skuluð bara byrja að
skrifa. Hvort heldur það er
bréf til Póstsins eða góð
skopsaga, er utanáskriftin
þessi: VIKAN (Pósturinn),
Pósthólf 533, Reykjavík.
FRAM HJÁ GAMLA BÆNUM.
... Enn er Kristmann gamli að
gutla við að skrifa. Ég er ekki
frá því, að sagan eftir hann, sem
þið voruð með í blaðinu 30. des-
ember hafi verið einhver bezta
smásagan, sem hann hefur búið
til. Það er gaman að fá svona
kunningja í blöðin annað slag-
ið.
NILFISK
verndar gólfteppin -
því að hún hefur nægilegt sogafl og afburða
teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir
teppin, kemst undir lægstu húsgögn og
DJÚPHREINSAR jafnvel þykkustu teppi full-
komlega, þ.e. nær upp sandi, steinkornum,
glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem
berast inn, setjast djúpt í teppin, renna til,
þegar gengið er á þeim, sarga undirvefnað-
inn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt.
NiLFISK slítur alls ekki teppunum, þar sem
hún hvorki burstar né bankar, en hreinsar
aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu
sogafli.
hreinsar hátt og lágt -
því henni fylgja fleiri og betri sog-
stykki, sem ná til ryksins, hvar sem
það sezt, frá gólfi til lofts, og auka-
lega fást bónkústur, hárþur
málningarsprauta, fatabursti
þægilegri -
því hún hefur stillanlegt sogafl, hljóðan gang,
hentuga áhaldahillu, létta, lipra og sterka
slöngu, gúmmístuðara og gúmmíhjólavagn, sem
„eltir" vel, en hægt er að taka undan, t.d. í
stigum.
hreinlegri -
því tæmingin er 100% hreinleg og auðveld,
þar sem nota má jöfnum höndum tvo hreinleg-
ustu rykgeyma, sem þekkjast í ryksugum málm-
fötu eða pappírspoka.
traustari -
því vandaðra tæki fæst ekki — það vita þær,
sem eiga NILFISK — og jafnvel langömmur, sem
fengu hana fyrir mörgum áratugum og nota
hana enn, geta ennþá fengið alla varahluti á
stundinni, því þá höfum við og önnumst við-
gerðir á eigin verkstæði. Gömlu NILFISK ryk-
sugurnar voru góðar, en þær nýju eru ennþá
betri.
NILFISK HEIMSINS BEZTA RYKSUGA!
O KORMERUP HAWSEM F
S í M I 2-44-20 - SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK
Undirrit. óskar að fá sendan NILFISK myndalista með upplýsingum
um verð og greiðsluskilmála.
Nafn: ...................................................................
Heimili: ..............................
Til: FÖNIX S.F. Pósthólf 1421, Reykjavík.
V-4
VIKA.N 4. tbl. rj