Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 11
en). í þeirri deild er þeim kennt að haga
sér vel í skóla og lcennt að læra, ásamt
smá lexíum, svo sem að telja upp að 100,
þekkja stafina og litina. Mörg börn
kunná þegar lexíuna áður en þau byrja
í undirbúningsdeild, svo ég held að bezta
atriðið við ]>á deild sé hegðunarkennsl-
an. Þeim er kennt að bíða í röð í mat-
sölunni eftir mjólk og smákökum, svo
allt fari ekki í uppnám, þegar þau koma
í fyrsta bekk og þurfa að borða hádeg-
ismat í skólanum.
Hér kennir liver kennari einum bekk
öll fögin, sem er nauðsynlegt til að kenn-
ararnir geti þekkt börnin nógu vel til að
geta fyllt út slík einkunnarspjöld. Eg er
hrædd um að ég yrði í vandræðum ef
ég ætti að fylla út slíkt spjald yfir liegð-
un stráksa míns hér heima.
Undirbúningsdeildarbörnin eru ekki i
skólanum nema 2% tíma á morgnana,
þ.e. nógu lengi til að svína út fínu strau-
uðu fötin sem mamma puntar þau í, en
ekki alveg nógu lengi til að hún hafi gagn
af friðinum. Eg tel samt að það sé mjög
þýðingarmikið og gott fyrir börn að
byrja sína 22ja ára skólagöngu á þennan
auðvelda og skemmtilega liátt. Þau fá
þá hugmynd inn í litlu kollana sína að
skólnr séu staðir þ ar sem allt.af er eitt-
hvað nýtt að ske og skemmtilegir hlutir
koma fyrir.
Foreldrarnir taka mikinn þátt í skóla-
lífinu hér, á margvíslegan hátt, aðallega
mæðurnar. f byrjun skólaárs heldur
kennarinn Mæðrafund fyrir mæður
barnanna, sem hún á að kenna þann
veturinn. A slíkum fundum skýrir kenn-
arinn mæðrunum frá verkefni vetrarins
og aðferðum þeim, sem hún ætlar að
nota, síðan svarar hún spurningum
mæðranna. Falli einhverri móðurinni ó-
hemju illa við kennara þann, sem barn
hennar á að vera hjá, er hún frjáls með
að tala við skólastjóra og fá barnið
flutt í annan bekk. Slíkt kemur fyrir,
en ekki oft.
Á þessum fundi er svo líka kosinn
bekkjarmóðir, og þrjár aðstoðarbekkj-
armæður, úr hópi frambjóðenda, og fer
það allt fram á mjög demokratiskan hátt.
Störf þessara bekkjarmæðra eru svo að
annast allan undirbúning og rekstur
allra skemmtana, sem haldnar verða
’yfir veturinn, fyrir hönd bekkjarins. Þær
koma svo saman á fund með bekkjar-
mæðrum annarra bekkja og lcjósa yfir-
umsjónarkonu (Chairman) fyrir hvert
tilstand sem vera á, og skipta verkum á
milli bekkjanna.
Þegar hver bekkur hefur fengið sitt
verkefni fyrir tilsetta hátíð, leita svo
bekkjarmæðurnar til annarra mæðra í
bekknum með hjálp við verkefnin. Það
er að sjálfsögðu svo hverri móður frjálst
að játa eða neita að taka þátt í þessu
starfi, eftir því sem þeim sýnist og þær
hafa tíma til.
Eg hef lært alls konar pappírsföndur
og heildsöluinnkaupsreglur í sambandi
við slík störf, svo ekki sé nú minnzt á
hinar skrautlegu rauðu hjartalöguðu
smákökur, sem cg lœrði að baka í fyrra,
því það varð mitt verkefni fyrir Yalen-
tine’s Hay.
Einnig er starfandi í hverjum skóla
félagsskapur sem nefnist P.T.A. (Par-
ents Teacher Association) og þar í taka
feðurnir virkan þátt. Á fundum þessa
félagsskapar er fjallar um skólamál al-
mennt á mörgum sviðum, bæði fjárhags-
legum og menntunarlegum.
Enginn er kritiskari á amerísku þjóð-
ina, en Ameríkanar sjálfir. Það er eins
og gagnrýnin fari í öldum yfir landið
Framhald á bls. 41.
EINKENNI, HEGÐUAJ, VAN/.
UE6ÐUA/________________6 yiKUR
i 3 3 $ 6
SJÁtFSTICHÍN V
GEGNIR FUÖTT OG VEL +
ER KURTEIS +
LEIKUR OG VINNUR VEL MEÐ ÖÐRUM +
TEKUR TILLIT TIL EIGNA ANNARRA +
TEKÓR EFTIR +
VINNU OG LÆRDÓMS VENJUR
ER SJÁLFSTÆÐUR +
NOTAR TÍMA OG EFNI VEL +
GERIR EINS OG HONUM ER SAGT +
ER VANDVIRKUR +
TEK'IR ÞÁTT í ATHÖFNUM BEKKJARÍNS V
MEÐAL HEGDUNAREINKUNN E
Ég held að ekkert skýri betur hvað geng-
ur fyrir sig í slíkum undirbúningsdeildum
en einkunnarspjöld þau sem börnin fá þar.
Þeim eru gefnar einkunnir á 6 vikna fresti,
eins og öllum öðrum bekkjum, og líta ein-
kunnaspjöldin svona út:
Merkin sem kennarinn setur í dálkana þýða
svo: E = Exellent = Prýðilegt, G = Good
= Gott, P = Passing = Nógu gott, U =
Unsatisfactory = Ekki nógu gott, -)- =
Above Average = Meira en meðalgott, V =
Average = Meðalgott, -f- Below Average =
Minna en meðalgott.
Við allar þessar einkunnir bætast svo ein-
kunnir í stærðfræði, lestri, landafræði o.s.frv.
í hærri bekkjunum.
VIKAN 4. tbl. -Q