Vikan


Vikan - 27.01.1966, Qupperneq 13

Vikan - 27.01.1966, Qupperneq 13
asta málverk veraldar var að finna. Hún fann aldrei Monu Lisu. I fjar- lægð skoðaði hún Sigurbogann, en hætti sér ekki of nálægt, vegna of- boðslegrar umferðarinnar. Þetta var allt og sumt sem hún hafði upplifað í þessari sögufrægu og glaðværu borg. Antonia andvarpaði og tróð þessari óþolandi bók niður í tösku sína. Ef hún gengi mjög hægt kringum allan garðinn kæmi hún ekki nema nokkrum mínútum of snemma í hádegismatinn. Hún hugsaði með hryll- ingi um hljóðlátan matsalinn á hótelinu og herra Guidot, litla forstjór- ann, sem spurði hana alltaf sömu spurningarinnar: — Mademoiselle hef- ur skemmt sér vel í dag, er það ekki? Hún varð æ leiðari og hugsaði með sér: — Hvar eru nú frönsku vís- urnar og blettótti málarasloppurinn, Antonia Harvey? spurði hún sjálfa sig. Hún smellti lásnum á töskunni sinni reiðilega og sagði upphátt: — Asninn þinn, þú ert alger og óforbetranlegur asni! — Fyrirgefið þér, fröken. Antonia hrökk við og snerist á hæl, hún hafði algerlega gleymt mann- inum sem sat á hinum enda bekkjarins. Hann hafði verið svo hljóðlátur að hún var alveg búin að gleyma honum og nú varð hún vandræðaleg, fór hjá sér og roðnaði út að eyrum. — Mér þykir þetta leiðinlegt . . . það er að segja, ég tók ekki eftir . . . ég var bara að tala við sjálfa mig. — Jæja, haldið þá bara áfram. Það hafa allir rétt til að tala við sjálfa sig við og við. í raun og veru er enginn sem skilur mann betur en maður sjálfur. — Eg er á sama máli, sagði Antonia. Hann var Ameríkani, það fannst henni liggja í augum uppi. Það var eitthvað framandlegt við föt hans og hljóminn í röddinni. Hann var ekkert sérstaklega laglegur, ekki há- vær, eins og amerískir ferðamenn eru venjulega, ekki heldur hávaxinn eða burstaklipptur, en það var einhver skemmtilegur svipur í augum hans og í viprunum við munninn. — Ef satt skal segja hefi ég talað töluvert við sjálfa mig, síðan ég kom til Parísar. Franskan mín er svo léleg. Hann brosti. — Er það þessvegna sem þér kölluðuð sjálfa yður asna? — O, nei. Astæðan fyrir þvi að ég kallaði sjálfa mig asna er ein- faldlega sú að ég skyldi vera að flækjast til Parísar, sagði hún. — Finnst yður ekki gaman að vera í París? — Jú, hér er allt fallegt, en . . . Hún hikaði við. — Það er ekki eins og ég bjóst við. Og svo bætti hún við: — Þau vöruðu mig líka öll við þvi. — Þau? — Vinir mínir . . . Lisa systi rmín. Og þau höfðu alveg á réttu að standal — Hversvegna? spurði maðurinn og Antonia sagði honum alla söguna. — Það er fyndið, hugsaði hún hálfri stundu síðar, — þegar hún fór að hugsa um það, hafði hún oft hitt fólk sem var með sama merkinu brennt og hún, að ganga dreymandi um meðal fólksins, sem alltaf var að flýta sér. Það voru ekki margir, það var þó einstaka sinnum sem slíkt fólk varð á vegi hennar, eins og skínandi regnbogi, sendur af himnum. Það var til dæmis gamli maðurinn í forngripabúðinni heima ! London og unga konan sem kom í bókasafnið á hverjum þriðjudegi. Og núna var kominn í hópinn grannvaxinn Ameríkani, Tom Bannister að nafni, send- ur eins og af himnum í þennan yndislega garð í París. — Ég er líklega búin að missa af hádegisverðinum, sagði hún. — Er það nokkuð vandamál? — Nei, alls ekki. Við erum vön að fá gamla steik. Tom hló. — Þá gerir það ekki svo mikið til. Þér verðið að koma og borða hádegisverð með mér í staðinn. Antonia hikaði, en aðeins andartak. — Þakka yður fyrir, þakka yður kærlega fyrir. Það væri dásamlegt. Meðan þau borðuðu komst hún að því að Tom Bannister var í við- skiptaerindum í Parfs. Hann var bóksali ! Connecticut, það fannst Antoniu sérstaklega skemmtilegt að heyra og hún sagði honum það. Hann hafði líka fornbókasölu og hafði miklu meiri áhuga á þeirri grein bóksölunn- ar, því eldri sem bækurnar voru, þv! betra. Hann kom til Evrópu á hverju ári til að leita að og kaupa gamlar bækur og ! þetta sinn hafði hann verið sérstaklega heppinn með viðskipti sín í París. Nú var hann á leið suður á bóginn til að komast á bókauppboð sem hann var búinn að heyra um. — Það hlýtur að vera spennandi, sagði Antonia og hún meinti það innilega. Hún gat svo vel hugsað sér hann fara varfærnum höndum um gamlar og dvrmætar bækur. Eftir hádegisverðinn gengu þau eftir þröngum götum Montparnasse. Þau litu inn í forngripaverzlanir, listmunabúðir og litlar skemmtilegar búð- ir sem höfðu allskonar smávarning á boðstólum. Þau gengu niður að ánni til að skoða söluborð bóksalanna. Margir höfðu lokað fyrir vetur- inn, en nokkrir harðgerðir götusalar voru ennþá með gamlar bækur s!n- Framliald á bls. 30. VIKAN 4. tbl. jg

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.