Vikan


Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 15
— Mér þykir fyrir þvf, sagðf Craig. — Ég sagði þér, hvernig þetfa myndi verða. — Getum við ekki bara farið burt? Er það alveg ómögulegt? — Hittumst eftir viku, sagði hann og beygði sig niður til að kyssa hana, en hún sneri höfðinu undan. Craig yppti öxlum og fór í frakk- ann. Þag tjóaði ekki að þrótta meira um þetta, og það var kom- inn tími til að fara. 12. kafli. Klúbbur Loomis var óumflýjan- lega f St. James og þangað fór Craig til að borða með honum nið- ursoðnar rækjur, kalt kjöt og salat, eplabúðing, ost og hálfpott af bjór. Sem matur var þetta varla fram- bærilegt, en Loomis hældi honum fyrir látleysið. — Þú getur fengið allan þennan útlenda skepnumat í Nissa, sagði hann. — Þetta er til að róa þig. Þýzkur matur örvar þig. Þetta er undirstaða. — Þarf að róa mig? spurði Craig. — Ég veit það ekki. Það þarf að róa mig. Ég hef fréttir handa þér. Pucelli er að þreifa fyrir sér í júdóklúbbunum. Hann er að leita að Hakagawa. — Áfram, sagði Craig. — Við látum hann ekki komast of langt, sagði Loomis — hafðu ekki áhyggjur af því. Ef hann fer að hitna, finnum við eitthvað at- hugavert við vegabréfið hans og sendum hann heim, nema . . . hann horfði fast á Craig, — nema þú viljir sjá um hann sjálfur? — Nei, svaraði Craig. — Eins og þú vilt, svaraði Loomis og réðst grimmdarlega á kjötið sitt. — Ég geng út frá því, að þú ætlir að gera þetta viðvik fyrir okkur? — Já, svaraði Craig, — en að- eins St. Briac. Það er allt og sumt. — Grierson 'sagði, að þú hefðir talað lengi við McLaren í gærkvöldi. Var hann að prédika yfir þér? — Hann prédikar yfir öllum, sagði Craig. — Hann verður að gera það. Hann trúir ekki sfnu eigin guðspjalli. — Hefur hann snúið þér? — Nei, svaraði Craig. — Hann er uppskafningur — eins og ég. Og hann veit það. Hann hefði ekki getað snúið mér. Nú er Tessa blönd- uð í málið, svo ég verð að gera það sem þú vilt. Það er eina leið- in til þess að hún verði örugg. — Þú gætir yfirgefið hana, svar- aði Loomis. — Það er það eina, sem ég gæti ekki gert. Fyrir utan að halda á- fram svona. Þegar ég hef átt við St. Briac er ég laus. — Ég fer ekki fram á meira en St. Briac, svaraði Loomis. — En það getur verið, að hina langi að ná í þig. Þessir drengir eru of- stækismenn. Þeir kunna sér ekkert hóf. Þessvegna segi ég, að þeir :séu brjálaðir, en þegar kemur að skipulagningu, eru þeir með eins imiklu viti og þú og ég og snjallir eins og apar. Þeir vinna í hópum eins og kommúnistar. Þeir eru ekki of stoltir, og taka hugmyndirnar Ihvaðan sem þeir fá þær. St. Briac er morðdeildin. Fimm menn. Vara- imaður hans er kallaður La Valére, Iheimskingi, en flinkur með byss- una. Duclos og Pucelli — ég kem að þeim rétt strax — sjá um skít- verkin. Cadella hjálpaði þeim, þangað til þú sást fyrir honum. Síðan koma tveir eða þrír menn, sem eru lífverðir fyrir St. Briac, og það er alit og sumt. Þetta er hópur, sem er sjálfum sér nægur. Og þeir trúa á hefndina, sonur sæll. Pucelli er Korsíkubúi, og sömu- leiðis var móðir Duclosar frá Kor- síku. Skaðaðu einn þeirra, og þú færð þá alla um hálsinn. Skaðaðu yfirmanninn, og þú kemst að raun um, að þú átt ekki svo gott með að sleppa. Þeir eru það, sem hægt væri að kalla tryggir honum, eða svo hef ég heyrt. — Það hef ég líka heyrt, sagði Craig. — Ég verð að taka þá ó- hættu. Loomis beit á víxl í epli og ost. — Þú virðist hafa heyrt sitt af hverju, sagði hann. — Hvaðan færðu þetta allt. — Frá Aröbunum, svaraði Craig, — þeir hafa sitt eigið kerfi. Meira að segja mjög gott. Og þeir þurftu að halda mér lifandi. Þeir þurftu á því að halda, sem ég færði þeim. — Langar þig að segja mér frá þeim? — Nei, svaraði Craig. — Eins og þér þóknast. Loomis ýtti diskinum frá sér. Svo sagði hann hátt, þvert ofan f það, sem hann hafði áður látið sér um munn fara: — Drottinn minn, þetta var hræðilegt. Gamli yfirþjónninn, alheyrnar- laus, svaraði: — Þakka yður fyrir, sir. Síðan gekk Loomis á undan inn f lesstofuna, þar sem þrír aldraðir menn sátu og hrutu. — Þeir eru líka heyrnarlausir, sagði hann. — Samt er ekki vert að tefla á tvær hættur. Hann hringdi á þjóninn og bað um kaffi inn í ritstofuna. Þetta var stór salur, mannauður, þéttskipaður játvörðskum skrif- borðum með þykkum bréfsefna- bunkum eins og klúbbsstjórnin hefði ekki enn komizt að því að Edison hafði fundið upp símann. Þjónninn kom með kaffið og Loom- is stundi upphátt. — Hræðilegt, hræðilegt, sagði hann. — Af hverju éturðu þá hér? spurði Craig. — Ég er vanur þeim og þeir eru vanir mér, svaraði Loomis. — Þeg- ar þú nærð mínum aldri, verðurðu vanafastur. Þú missir svegjanleik- ann. — Hvenær viltu að ég fari? Sjpurði Craig. — Það er það sem ég á við, :sagði Loomis. — Þú ert alltaf að flýta þér. Þú getur aldrei rabbað ium neitt. Ég hef ofnæmi fyrir því •að æða svona áfram. En þú vilt e.kki samræmast mér. Þú ert of sjálfsélskufullur, sonur sæll. Hann gretti sig. — Þú getur farið um leið og ég er búinn að ganga frá ö.llti. Grierson fer með þér. — Treystirðu mér ekki? — Hvernig get ég gert það? ispurði Loomis geðvonzkulega. — Hann getur líka verið mjög gagn- ilegur. Og það virðist vera, að hon- lum geðjist að þér, þótt guð megi vita hversvegna. Það eru vandræð ii.n með Grierson, að honum fer alltaf að þykja vænt um fólk. Craig kveikti í sígarettu. — Þú íleggur að þér að vera kvikind llegur, sagði hann. Loomis seildist í sígarettu úr pakka Craigs, án jþess að honum væri boðið. — Ég skal segja þér nokkuð, sagði hann. — [ bókunum er ég rík- iisstarfsmaður. — Aðstoðarráðuneyt- isstjóri. Allir álíta, að ég hafi verið settur á hilluna, vegna þess að ég er svo fjandi ruddalegur. Það eru ekki þrjátíu manns í heiminum, sem vita jafn mikið um mig og þú, og þeir eru allir á borð við þig. Þeir geta ekki svikið mig. — Það væri hægt að neyða þá til þess, svaraði Craig. — Fyrr eða síðar verður einhver neyddur til þess, svaraði Loomis. — Þegar hann gerir það, veit ég af því og verð undir það búinn. Þang- að til er þetta tóm gleði og gam- an. Mundu aðeins þetta, sonur sæll: Ég er nafnlaus, vegna þess að ég vinn vel mitt starf. — Að láta drepa fólk? — Stundum. Ekki oft. Þetta starf er aðeins afleiðing af tímunum. Þegar ekki er um aðra leið að ræða, nota ég þessa, ef ég álít það rétt- lætanlegt. Til þess er ég. — Veldur það þér óþægindum? — Nei, svaraði Loomis um hæl. — Ekki nema mér mistakist og mér mistekst ekki oft. — Og mér mis- tekst ekki að þessu sinni. Ef St. Briac deyr ekki, deyr fjöldi fólks í hans stað, og það verður allt betra fólk en hann er. Segðu mér nú eitthvað um hann aftur. Craig endurtók það, sem Bakr hafði sagt honum í litlu veit- ingastofunni skammt frá Jardin du Pharo í Marseilles. Það hafði verið heitt í veitingahúsinu en bouilla- baisse hafði verið vel matreitt og vínið var gott. Hvort sem Ben Bakr var Múhameðstrúarmaður eða ekki, hafði hann drukkið sinn skammt. Hann þarfnaðist þess; hann var í lífsháska tuttugu og fjóra klukku- stundir á sólarhring. St. Briac hafði enn ekki komizt að því hver hann var, en Ben Bakr hafði komizt á slóð Pucellis og á þann hátt hafði Framhald á bls. 43.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.