Vikan


Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 16
Eftir EVADME D’ OUVEIRH Það var vetrarmorgun, sex dögum fyrir jól órið 1915 að ítölsk kona staulaðist eftir óhreinni götu í Belleville, austarvert í fátækrahverfi París- ar. Gatan var auð og mannlaus, en tveir lögregluþjónar sem komu á móti konunni tóku eftir þessari óstyrku veru og hröðuðu sér til hennar. Hún náði því rétt að stynja upp vandræðum sínum, en síðustu orðin köfnuðu í kvalastunu. Lögregluþjónarnir studdu hana að næsta Ijóskeri og það skipti engum togum, andartaki síðar heyrðist barnsgrátur. Edith Piaf hafði gefið frá sér fyrsta tóninn á götum Parísarborgar. Mörgum árum síðar seldust plötur hennar í milljónaupplagi, eins og t.d. „Milord" og rödd hennar töfraði allan heiminn. En þrátt fyrir alla þessa frægð var harmleikurinn aldrei langt frá þessari öskubusku, sem fædd var við göturæsið og alin upp í hóruhúsi, þangað til hún fór út á götuna til að syngja fyrir smápeninga sem fólk henti til hennar, á leið sinni framhjá. Hún var stöðugt eitthvað veik, hafði eymsli í lungum og lungnapíp- um. Svo fékk hún lifrarsjúkdóm og varð að gangast undir átta uppskurði. í ofanálag varð hún tvívegis fyrir bílslysi. Hún missti alla peninga sína árið 1961, eftir að hafa verið veik um lengri tínna, og fór að syngja aft- ur löngu áður en hún var orðin heil heilsu. Það voru hafin samskot til að hjálpa henni, en sú tilraun tókst ekki vel. Hún þekkti öll stig eiturlyfjanautnarinnar og það var ekki fyrr en ár- ið 1960 að hún var algerlega laus við þau hryllilegu eftirköst sem eit- urlyfjanautnin hefir í för með sér. Það var maður að nafni Vaember, sem hjálpaði henni og Edith hélt því fram að hann hefði bjargað lífi sínu eitt sinn, þegar hún var að lotum komin á söngferð um Normandi. Hann tók af henni allar pillur og sprautur og sleppti ekki af henni hendinni fyrr en hún var alveg laus við afleiðingarnar af þessum hryllilega lesti. Edith hefir sjálf lýst með sterkum orðum þessu tímabili ævi sinnar, sem hún var eiturlyfjaneytandi: „Þegar ég var tvítug var ég vel þekkt hjá lögreglunni, vegna þess að ég var alltaf með götuskrílnum. Lögregluþjónarnir hirtu mig oft og hentu mér inn í „Svörtu Maríu", og einu sinni varð ég fyrir skammbyssuskoti á einni knæpunni. Þegar ég var mest dáð fyrir söng minn, hagaði ég mér eins og skepna í fjögur ár. Fólk sá mig froðufella og öskra af þörf fyrir eiturlyf, það sá mig standa milli leiktjaldanna og sprauta eitrinu í mig, gegnum fötin. Eg lá oft á fjórum fótum og fálmaði í leit að sprautunni, sem ég geymdi alltaf undir rúminu. Eg var hreint rekald og stundum fékk ég þá hugmynd að stytta mér aldur". En hún hafði þrek til að rísa upp úr þessari niðurlægingu. Edith Piaf var ekki fædd til glæsilegra llfskjara. Faðirnn, Jean Gass- Jg VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.