Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 17
ion, sem var akrobat frá Normandí var sjaldnast heima hjá fátækri fjöl-
skyldu sinni, og áður en Edith var tveggja mánaða hafði móðir hennar
yfirgefið hana. Amma hennar tók hana að sér og reyndi eftir megni að
sinna henni, en hún rak, ásamt frænku sinni, nokkurskonar skemmti-
stað sem í rauninni var ekki annað en hóruhús.
Þegar þessi bláeygða, dökkhærða telpa var þriggja ára varð hún blind
og algerlega háð umhverfi sínu. Faðir hennar og amma og reyndar all-
'ar stúlkurnar í „fyrirtækinu" gerðu allt sem þær gátu fyrir hana, því
að öllum þótti vænt um þessa litlu stúlku.
Svo liðu þrjú ár í algeru myrkri. Læknarnir sögðu að það væri ekki
hægt að hjálpa henni. Svo var það á fjórða árinu, frá því hún varð blind,
þegar hún var sjö ára, að fyrsta kraftaverkið skeði. Vændiskonurnar sem
bjuggu í húsinu höfðu aurað saman til að vesalingurinn litli gæti komizt
til hinnar heilögu Theresu í Lisieux.
Á þessari pílagrímsferð báðu allir án afláts. Kraftaverkið skeði, litla
stúlkan fékk sjónina aftur og þakklætistárin fylltu augu allra sem þekktu
.til hennar.
Þegar hún kom aftur til Parísar kom nýtt vandamál á daginn. Það var
ekki svo auðvelt að hafa fjörugt og glaðlynt barn hlaupandi um húsið
innan um vændiskonur og gesti þeirra. Til þess að róa hana, svo að hún
iekki truflaði gestina var henni stöðugt gefið nóg af víni.
Um tíma gekk hún í alþýðuskólann í Bernay, en hún fór þaðan mjög
fIjótlega og ferðaðist þá um með sirkusi föður síns. Hann vildi láta hana
læra loftfimleika, en það tókst ekki, og þá fékk hún að syngja, sér til
mikillar ánægju. Hún var alltaf ánægð, þegar hún fékk að syngja, eins
°g hun seinna sagði: — Það er eitthvað innra með mér, sem knýr mig
til að syngja.
Fimmtán ára gömul varð hún ástfangin í fyrsta sinn, í sextán ára
gömlum pilti, Petit Louis, sem vann í verksmiðju í París. Faðirinn var mjög
óánægður með þetta og skammaði hana í tíma og ótíma. Það varð til
þess að ungu skötuhjúin flýðu saman, heldur en að láta skilja sig að . . .
Þau lifðu ósköp vesælu lífi, en þau voru hamingjusöm, að minnsta
kosti um stundarsakir. Þau bjuggu á hanabjálkalofti og áttu hvorki disk
né bolla, en borðuðu dósamat beint upp úr dósunum. Svo voru þau rek-
in af loftinu og flæktust um á götum Parísar í þrjá sólarhringa. Edith
fékk vinnu f verksmiðju við að sverta skóhlífar. En alltaf söng hún, hún
gat ekki annað, jafnvel í vinnunni gat hún ekki látið það vera að syngja,
vinnufélögum sínum til mikillar ánægju.
Hún missti fljótt þetta starf og reyndi nú allskonar yinnu. Hún fór á
fætur klukkan 4 á nóttunni til að bera út mjólk, hún skúraði gólf og fór
í sendiferðir. Svo skildu þau Petit Louis og Edith og hún fór að syngja
til að hafa ofan af fyrir sér.
I þrjú ár söng hún á götum Parísar. Þetta voru erfið ár; stundum var
hun berfætt og alltaf i ræfslegum fötum. Fólk henti peningum til henn-
ar úr gluggum sem greiðslu fyrir sönginn. Vegna hávaðans frá bílum,
járnbrautarlestum og fólki, varð hún að temja sér að syngja hátt, til að
yfirgnæfa hávaðann.
Og svo var það árið 1933, þegar hún var átján ára, þá skeði annað
kraftaverkið. Klædd gamalli peysu, þunnum' pilsgopa, með gatslitna skó
á fótunum stóð hún á Rue Troyon og söng mjög vinsælan söng. Voldug
rödd hennar töfraði alla sem framhjá gengu og óku og það orsakaði
öngþveiti í umferðinni, því að allir stönzþðu til að hlusta.
Louis Leplee, eigandi skemmtistaðarins „Cerny" [ París, ruddist allt f
einu í gegnum mannþröngina. Hann greip í handlegginn á Edith og
sagði: Hallo, stulka min, komdu með mér, það eru nokkrir vinir mfnir
sem hefðu gaman af að hitta þig.
Aður en liðnar voru tiu minútur stóð hún fyrir framan sína fyrstu raun-
verulegu áheyrendur.
í því sérstaka andrúmslofti sem einkennir þessa litlu næturklúbba Parfs-
ar söng hún, ennþá í sömu fatagörmunum sem hún var í á götunni, götu-
vísurnar sem hún kunni svo vel. Á fremsta bekk sat Maurice Chevalier
og hann var sá fyrsti til að klappa fyrir henni og hrópa af aðdáun, og
svo ætlaði allt um koll að kevra.
Og þannig byrjaði frægðarferill þessarar litlu grannvöxnu stúlku, með
fallegu augun og hrokkna hárið. í fyrstu var það Parfsarborg og síðan
allur heimurinn, sem þrýsti henni að hjarta sér.
Hún fékk auknefnið „Spörfuglinn" og í París var hún líka kölluð
„La Mome Piaf". Þessi furðulega kona, sem ekki þekkti eina einustu nótu
ferðaðist um allan heim og söng þekktustu vísur og söngva Frakklands.
Hún lék í kvikmyndum, í fyrsta sinn árið 1945 í kvikmyndunum „Etoil
chante toujours", „Les Amantes de demai" og „French Cancan".
En í ástalífinu var hún ekki eins heppin. Hún var f eðli sínu kvenleg
°g mikil tilfinningamanneskja, enda umkringd af karlmönnum allt sitt
líf. Hún sagði sjálf: - Þegar ég elska einhvern karlmann sýni ég honum
það hiklaust og það bindur endi á allar flækjur.
Fyrsta reglulega ástarsorgin dundi yfir hana þegar hnefaleikameistar-
inn Marcel Cerdan fórst í flugslysi yfir Asoreyjum árið 1949. Hún sagði
Framhald á bls. 40.
Edith elskaði hnefaleikameistarann Marcel Cerdan. Hann
fórst í flugslysi yfir Asoreyjum órið 1949. Hún var lengi
að ná sér eftir það áfall.
Svo hitti hún söngvarann Jacques Pill og giftist honum
í New York. Marlene Dietrich var brúðarmey.
Hún skildi við Pills árið 1957, en 1962 giftist hún Theo
Sarapo. Þá var hún 46 en brúðguminn aðeins 23.