Vikan


Vikan - 27.01.1966, Síða 18

Vikan - 27.01.1966, Síða 18
Þegar þeir aka öskrandi inn í borgir og bæi, eru þeir hrein ógnun og um leið líkastir lygasögu. Þei móti öllu og öllum, nema sjálfum sér og svo reka þeir smiöshöggið á með því að gefa sér nafnið . . ...-W_Í\_ Útlitið er mjög þýðingarmikið. — Ef þú kemur til einhvers staðar þar sem fólk getur séð þig, er um að gera að vera nógu viðbjóðslegur, segir einn talan „13", sem tóknar 13. stafinn í stafrófinu, sem er „m" og það þýðir aftur ó móti „marijuana". Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég gekk inn í „Blue Baze", var að ég hefði villzt inn í eitthvert viðbjóðslegt barnaboð. Þarna voru um það bil 15 menn, innan við tvítugt og fimm eða sex af lags- stúlkum þeirra, standandi upp við barinn, sitjandi í kringum lítið dansgólfið, hangandi upp við hljómplötusjólfsalann eða skotbakkana, eða dinglandi út ó svölunum þar sem mótorhjólin, svört og silfurlit glóðu í Ijósinu fró dyragættinni. Stúlkurnar, með kalkhvít andlit, dökk gleraugu, í níðþröngum buxum og treyjum héngu þarna líka. Karl- mennirnir voru í svipuðum druslum, einskonar einkennisbúningum, en þeir voru skreyttir allskonar merkjum: vængjum, hakakrossum, „Luftwaffe" merkjum, pjötlum með ómóluðum hauskúpum og vængj- uðum hjólmum, bætur með tölunni „13". Þetta skraut lýsti skringi- lega í gulleitu Ijósinu og allt bar þetta einna helzt svip af hlægilegu grfmuballi. Ég var þarna með tveim lögreglumönnum, Larry Wallace lögregluforingja og öðrum sem ekki var í einkennisbúningi, frá San Berardino lögreglustöðinni í Kaliforniu, og ég átti sjálfur að látast vera lögregluþjónn. Eg var að sjá í fyrsta sinn meðlimina úr félags- skapnum „Englar Helvítis", mest umtalaða og hrollvekjandi mótor- hjólaklúbb Kaliforniu. Einn af „Englunum", feitur, hrokkinhærður, með þykkar varir, hall- aði sér upp að hljómplötusjálfsalanum, með annan handlegginn utan um hálsinn á lítilli stúlku með hálmgult hár, og ruggaði sér, en alls ekki í hljómfalli við músikina. — Hæ, sagði hann, þó ekki við neinn sérstakan, — hvernig væri það að við færum öll í steypibað saman? Stúlkan hló, heldur hrjúfum hlátri, ýtti honum frá sér og flutti sig að hópnum sem stóð hinum megin við billiardborðið. Þeir sem voru Jg VIKAN 4. tbl. að spila hlógu og bölvuðu við hvert skot. Einn „Englanna" sem var með sítt fitugt hár og alskegg, þurfti alltaf að hlaupa í kringum borð- ið eftir hvert velheppnað skot, til að kyssa alla. „Mamma, mamma, mamma", gargaði hann og smellti með fingrunum upp i loftið. Utan við dansgólfið voru þrjú pör sem þömbuðu bjór og sögðu brandara hvert við annað; ein af stúlkunum fór út á dansgólfið og vaggaði sér í takt við músikina, en var snarlega þrifin til baka af herranum, þreklegum pilti með tattóveruð akkeri á upphandleggnum, hún skríkti af ánægju og hlassaðist niður í kjöltu hans. „Englar Helvítis" hafa verið á ferli um 15 ára skeið, en þeir komu fyrst fyrir alvöru fram í sviðsljósið þegar þeir ruddust öskrandi og óvænt inn í Monterey skagann í Kaliforniu, á verkamannafrídegi ár- ið 1964. Samkvæmt blaðafréttum voru þeir um 300 og komu allsstað- ar að úr Bandarikjunum. Þeir voru skeggjaðir, síðhærðir, afkáralegir á alla lund, orðljótir, háværir og ógnvekjandi og allir báru þeir einkennismerki: hakakrossa, vængi og því um likt og allir voru í stuttum einkennisjökkum, merkt- ir með tölunni „1", sem átti að tákna það að þeir tilheyrðu „Utlög- unum", þeim félagsskap, sem ekki var skrásettur í „Sambandi amer- (skra mótorhjólaeigenda". Þeir voru á einni af þessum æðislegu hópferðum sínum, þar sem þeir settust að á strjálbýlum stað til að halda partý, eitt af þessum óskaplegu partýum, sem striða á móti almennu velsæmi og enda í ofsalegum drykkjulátum, eins og það fræga partý sem var næstum búið að ganga frá smábænum Hollister í Kaliforniu það herrans ár 1947, eða það sem æddi um götur Laconia N.H. ( júní síðastliðnum. Fontana er syfjulegur smábær í San Bernardino héraðinu, og það

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.