Vikan - 27.01.1966, Page 19
■ hafa verið kallaðir ýmsum nöfnum, allt frá villimönnum að síðustu amerísku hetjunum. Þeir eru á
aeirm. Hakakrossar og önnur nazistamerki eru ópólitísk, en notuð eingöngu í þrjózku vi'ð almenningsóíitið. Eitt merki sem þeir eru mjög hreyknir af er
fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður nálgast bæinn er flatneskj-
an og breiðar sveitagötur sem liggja hver um aðra þvera.
Fyrsti kapituli af sögu „Engla Helvítis" hófst hér árið 1950. Flestir
meðlimanna komu frá lágtekjufólki og höfðu litla sem enga menntun
eða uppeldi. Ef, eða þegar þeir fengu sér einhverja vinnu, var það
venjulega við einhver þjónustustörf, í verksmiðjum, á brautarstöðv-
um eða á bílaverkstæðum. Mjög fáir gátu stundað skrifstofustörf.
Flestir fóru frá einum stað til annars og unnu ekki nema þeir nauð-
synlega þyrftu. Framfærslukostnaður þeirra var yfirleitt ekki hár, þar
sem þeir bjuggu oftast margir saman. Sumir neita algeralega að vinna
og lifa þá á vinstúlkum sínum, sem hafa atvinnu eða þeir hreinlega
stela sér til framdráttar.
Lögreglan heldur því fram að „Englarnir" séu sniðugustu mótor-
hjólaþjófar ríkisins og þeir eru snillingar í að setja þessi tæki saman
úr lausahlutum, sem þeir komast yfir á ferðum sínum. Alla vega nota
þeir þá peninga sem þeir komast yfir í einum tilgangi og undirstrika
það með klæðnaði sínum. Þessa nazista einkennisbúninga nota' þeir
í þeim tilgangi að láta bera á sér og þeir eru einskonar sameiningar-
merki sem hópar þeim saman og þeir verða „eitthvað".
— Ef þú kemur til einhvers staðar þar sem fólk getur séð þig, er
um að gera að vera nógu viðbjóðslegur, sagði einn „Engillinn" frá
Berdoo. — Við erum bastarðar fyrir heiminum og við álítum annað
fólk bastarða.
Mótorhjól eru aðaltækið sem þessi lýður notar til að framkvæma
frelsi sitt og vald. Harley-Davidson 74, sú tegund sem flestir „Engl-
arnir" nota er hrollvekjandi tryllitæki, sem hægt er að aka á 100
mílna hraða á klukkustund; samanþjappað afl sem hægt er að gera
allskonar brellur með, flýja á ofsahraða undan óþægindunum sem
elta þig, með vini og vinkonur fyrir aftan og framan og allt í kring
til að verja þig; til að ryðjast í gegnum þessa leiðinlegu veröld, sem
er þér eingöngu fjötur um fót, skilur ekkert eftir og vonast ekki eftir
neinu í framtíðinni, lifir eingöngu í nútímanum og æðislegum spenn-
ingi.
„Englarnir" nota eiginlega ekkert af þessum mótorhjólum nema
uppistöðuna. Þeir þrýsta sætunum niður, rífa í burtu allt króm og
skraut, setja sínar eign uppfinningar í staðinn fyrir upphaflega hluta
tækisins. Nokkrir þeirra eru svo fljótir að breyta þessum mótorhjól-
um að þeir leika sér að því á tveim klukkutímum og þegar þeir hafa
farið höndum um þessi tæki líkjast þau einna helzt mjóslegnum,
hættulegum villidýrum.
Margir „Englanna" hafa týnt lifinu á þjóðvegunum og flestir hafa
orðið fyrir alvarlegum slysum. Þeir neita því algerlega að nota hlífð-
arhjálma eða nokkuð, sem gæti orðið þeim til hlífðar í falli. Þeir vilja
lifa í eins nánu sambýli við dauðann og mögulegt er, og það er þetta
háskaspil sem lokkar til þeirra þá fáu sem koma frá vel stæðu og sið-
menntuðu fólki. „Við erum heiðarlegir hver við annan og við getum
líka treyst hver öðrum", sagði einn af Oakland-Englunum við
mig. „Eg er búinn að ganga í gegnum allt þetta skóla og fjölskyldu-
þras. Það er óþolandi. Eg er feginn því að „Englarnir" tóku mig ( fél-
agið! Ég vil aldrei verða neitt annað en „Engill" og þar við situr"!
„Englarnir" gera mikið til að sýna að þeir séu ekki háðir þjóð-
félagsskipulaginu, en þeir hafa sitt eigið skipulag. Þeir kjósa forseta,
varaforseta, ritara, gjaldkera og liðþjálfa sveitanna og þeir borga
VIKAN 4. tbl. JQ