Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 21
Mjög algeng sjón. Þessir eru á leið til
Bass Lake.
Þarna eru „Englarnir" á litlu svæði í
Bass Lake, umkringdir af 100 vopn-
uðum lögreglumönnum og blóðhund-
um.
ar flöskur og það sem hendi hefir verið næst. Yfir og undir voru krot-
uð merki, hakakrossar og því um líkt. A einn vegginn hafði einhver
skrifað Ijóð.
Nóbúarnir, sem voru heiðarlegt fólk og bjuggu þarna rétt hjó,
sögðu að húsið hefði verið leigt ungri stúlku, sem virtist vera ábyggi-
leg. Morguninn eftir að hún flutti inn kom mótorhjólasveitin æðandi.
Þetta voru tuttugu til tuttugu og fimm manns, að stúlkunum meðtöld-
um og partýið stóð í tvær vkur, þá kom lögreglan, án þess að vera
kölluð. Enginn af nábúunum hafði maldað í móinn eða klagað. Einn
nábúinn, sem bjó rétt hjá og hafði ekki fengið einnar nætur svefn
allan þennan tíma skýrði frá því hversvegna enginn hafði kvartað:
„Það er ekki hægt að stöðva svona herdeild. Við hefðum ekki haft
roð við þeim, þeir eru eins og villidýrahjörð".
Eg fékk svolítið nákvæmari hugmynd um hverskonar tilfinningar
„Englarnir" geta vakið, þegar ég kom í hverfið við San Francisco
flóann og fór að kynnast Oakland-deildinni og foringja hennar, Ralph
(Sonny) Barger. Barger er 26 ára gamall og hefur verið „Engill" síðan
hann var 16. Eg hafði hringt til hans og ákveðið að hitta hann heima
hjá honum. Hann býr með „gömlu konunni" sinni, dökkhærðri, grann-
vaxinni stúlku sem heitir Elsie og tveim litlum börnum ( rúmgóðu
gömlu húsi, sem stendur vð rólega götu í East Oakland. Barger er
bringubreiður, hefur langar þreklega handleggi al-tattóveraða; al-
skegg og sítt rauðleitt hár gera hann heldur ófélegan í útliti. Hann
horfði á mig, köldum tjáningarlausum brúnum augum. — Gamla kon-
an er úti, sagði hann. — Ég er að koma frá lögfræðingnum mínum.
Ég hefi verið kærður fyrir árás og á að mæta fyrir rétti eftir nokkrar
vikur, en ég hefi nóg vitni og skal svei mér ná mér niðri á þeim!
Oll voru húsgögnin slitin og skemmd, en það var þægilegt þarna
inni og hafði bersýnilega verið vel hreinsað nýlega: það voru nokkrar
ódýrar, innrammaðar landlagsmyndir á arinhillunni og nokkrar myndir
af börnunum. Hvar sem litið var voru verðlaunagripir, stórir bikarar
á trésökklum, myndastyttur, gyllt leikfangamótorhjól, allt voru þetta
verðlaun unnin af Oakland-englunum í kappakstri og á sýningum.
Þarna var nazistafáni beint á móti grind með tveim rifflum og á hlið-
arborði stækkuð mynd af Sonny, þar sem hann góndi æpandi á mynda-
vélina.
Við töluðum saman í hálftíma eða svo og einu sinni sagði Sonny
glottandi: — Það hefur enginn fundið sig knúðan til að skrifa neitt
gott um okkur, ja — við höfum heldur aldrei gert neitt gott til að
skrifa um. Andrúmsloftið breyttist töluvert þegar fimm aðrir „Englar"
litu inn. í fyrstu gerðu þeir sér far um að sýna mér lítilsvirðingu,
þeir töluðu yfir höfuðið á mér og til hliðar við mig og beindu tali
sínu beint til Sonny. Talið snerist aðallega um stór „kúpp" sem þeir
höfðu nýlega gert. í hvert sinn sem heyrðist í b!l sem hægði á sér
fyrir utan ruku þeir út að glugganum. Einn þeirra, fýlulegur, svart-
skeggjaður unglingur, Buzzard að nafni, var með hatt og göngustaf,
sem hann hafði nælt sér ( einhversstaðar, hann veifaði þessum staf
Framhald á bls. 37.
VIKAN 4. tbl. 21