Vikan


Vikan - 27.01.1966, Page 28

Vikan - 27.01.1966, Page 28
ANGELIQUE OG KONGURINN Biðjið um MTUMM FÁST í REYKJAVÍK: OCULUS, Austurstræti LONDON, Austurstræti STELLA, Bankastræti VERA, Hafnarstræti AÐALBÚÐIN, Lækjartorgi TÍBRÁ, Laugavegi GYÐJAN, Laugavegi SÍSÍ, Laugavegi ÞORSTEINSBÚÐ, Snorrabraut TEDDÝBÚÐIN, Laugavegi FÁST UTAN REYKJAVÍKUR: Akranes: Verzlunin Huld Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga Ólafsvík: Verzlunin Sunna Stykkishólmur: Verzlun Sigurðar Ágústssonar ísafjörður: Verzlunin ísól Verzlunin Iðunn Sauðárkrókur: Verzlunin Skemman Akureyri: K.E.A. Amarobúðin Verzlunin Drífa (naturajma) Heimsfrægt vörumerki (Forðist eftirlíkingar). HEILDSÖLUBIRGÐIR: NATURANA-umboðíö Laufásvegi 16. — Sími 18970. Siglufjörður: Verzlunin Túngata 1 Dalvík: Verzlunin Höfn Ilúsavík: Kaupfélag Þingeyinga Verzlunin Askja Neskaupsstaður: Verzlunin Fönn Hafnarfjörður: Verzlun Bergþóru Nýborg Keflavík: Verzlunin Fons Verzlunin Edda Verzlunin Steina Verzlunin Þorsteinsbúð Framhald af bls. 25. endast alla hennar ævi. Milli hennar og þessa ævintýramans, sem hún þekkti svo lítið, myndi lltaf verða dauðavein hins myrta Duchesne og skellurinn af líkinu, sem kastað var í ána Signu. — Þögn mína? Ég hef notað hana í þágu fólks, sem átti það siður skilið en þér. En jafnvel innanverður flöskubotn minnir mig ekki á það, sem ég ætla að gleyma. — Þakka þér fyrir, Malbrant. Á morgun mun ég senda þig aftur til Saint-Denis með peningana, sem ég þurfti að borga, síðan ferðu til Saint-Cloud. Ég vil, að Florimond njóti áfram verndar þinnar. Nú máttu fara, sofðu vel. Hann hneigði sig að hermannasið og sneri sér við. En áður en hann lokaði dyrunum á eftir sér, leit hann á hana með samblandi af ótta og aðdáun. Þó skelfdi hún hann ekki. Hann óttaðist, að hún sýndi veikleikamerki. Sumir geta gengið yfir valköst, án þess að það snerti þá hið minnsta. Hann þekkti fjöldamarga slíka. „Hina konuna“ til dæm- is. En þessi var öðruvísi, þótt hún kynni vel að berjast. 27. KAFLI Konungurinn var enn ekki kominn frá messu, þegar Angelique bland- aði sér í hóp hirðmannanna, sem biðu eftir konungsfólkinu i Stjörnu- salnum í Versölum. ■ Hún vonaði, að ekki hefði verið tekið eftir fjarvist hennar, þegar hirð- ' in fluttist frá Saint-Germain til Versala. Hún kom til Versala snemma um morguninn, eftir að hafa snyrt sig vandlega til að hylja þreytu og geðshræringar undangenginnar nætur. Hún hneigði sig fyrir fólki á hægri og vinstri og spurði eftir ýmsum. Þannig fræddist hún um ferðina til Flandres til að fylgja Madame af stað í heimsókn hennar til Charles II af E'nglandi. Ýmsir voru undrandi yfir því, að Angelique skyldi ekki hafa farið líka. Þeir sögðu, að Madame myndi koma fljótt til baka, og málaleitan hennar hefði fengið góða byrjun. Hin holduga Mademoiselle de Querouaille, sem prinsessan hafði tekið með sér, myndi ekki draga úr möguleikum Madame til að sannfæra hinn unga Charles II um, að hann ætti að forðast Þríveldasambandið og teygja fram vinarhönd í átt til Lúðvíks XIV, sem hann var í mægðum við. Madame var vel kunnugt um smekk bróður síns fyrir kvenfólki. Hann virtist taka magn- ið fram yfir gæðin. Þjónar konungsins fóru framhjá, berandi silfurlita og gyllta potta af ávaxtamauki og skálar með ferskum ávöxtum. Angelique heyrði einn þeirra gera athugasemd um fjarveru Duchesne. Hún reikaði frá hópi hirðmannanna og horfði út um gluggana i stóra salnum, Þetta var fallegur dagur. Á flötinni sást, að garðyrkjumennirnir höfðu ekki svik- izt um sitt verk. Hún minntist fyrsta morgunsins, sem hún hafði séð þá að störfum, þegar Barcarole stóð við hlið hennar, og dagurinn fædd- ist yfir Versölum og hún hafði ekki áhyggjur af nema einum manni. Svo gerði hún hnykk á höfuðið og sneri sér í átt til suðurálmunnar. Eftir að hafa farið í gegnum margar dyr, kom hún inn í íbúð, sem einnig vissi út að garðinum. Madame de Montespan var við snyrtiborðið í hinni litskrúðugu dyngju sinni. Hirðmeyjarnar hjöluðu í kringum hana, en þögnuðu, þegar þær sáu Angelique. — Góðan daginn, kæra Athénais, sagði Angelique glaðlega. Hjákona konungsins sneri sér við á útsaumuðum silkistólnum. — Öjá, sagði hún. — Hvað get ég gert fyrir þig? Áður fyrr hafði hvor um sig reynt að skara fram úr hinni í skrípaleik hins vopnaða friðar. Nú ómakaði hvorug þeirra sig við að látast, jafn- vel þótt fleiri væru við. Athénais de Montespan horfði með bláum aúgum á keppinaut sinn. Hún efaðist ekki andartak um, að þessi vingjarnlega kveðja væri inngangur að einhverju verra. Angelique settist á lítinn sófa, og breiddi úr pilsum sínum. Hún tók eftir, án þess að gera sér grein fyrir því, að sófinn var klæddur með sama efni og snyrtiborðsstóllinn og lausu stólarnir. Húsgagnið var fallegt, en hinn blái litur þess var í æpandi ósamræmi við grængullna veggina. Hún myndi verða að láta breyta því. — Ég hef athyglisverðar fréttir að færa þér. — Einmitt? Mademoiselle Desæillet fölnaði. Stóra skjaldbökuskeljagreiðan perlu- skreytta, sem hún var að greiða hár húsmóður sinnar með titraði i hönd- um hennar. Hinar stúlkurnar litu með undrun á hana. Madame de Montespan sneri sér aftur að speglinum. — Jæja, við biðum, sagði hún kuldalega. —- Það eru of margir hér. Aðeins þú átt að heyra þetta. — Viltu, að ég sendi konurnar í burtu? Það er ómögulegt. — Ef til vill, en það væri nú samt betra. Madame de Montespan sneri sér aftur við. Hún sá eitthvað í svip Angelique, sem hún hafði ekki búizt við að finna þar. Hún hikaði. — Ég er ekki fullklædd, og það er ekki búið að greiða mér. Konung- urinn bíður þess, að ég fylgi honum á göngu hans um garðana. — Hafðu ekki áhyggjur. Ég skal lita eftir hárinu á þér, og þú getur púðrað þig á meðan, sagði Angelique. Hún tók sér stöðu fyrir aftan Madame de Montespan og leysti fim- lega úr fléttum hennar, fléttum, sem voru á litinn eins og þroskað hveiti. — Ég skal greiða þér samkvæmt nýjustu fyrirmynd Binets. Það mun fara þér einstaklega vel. Láttu mig hafa þetta, stúlka mín, sagði hún við Mademoiselle Desæillet og tók greiðuna úr höndum hennar. Athénais bandaði frá sér með annarri hendi. — Leyfið okkur að vera einum, konur! Angelique greiddi hárið slétt, skipti því með greiðunni og vafði sið- an með snöggri hreyfingu öðrum helmingnum um höfuð Athénais. Þannig lá það mjög fallega. Hennar eigið hár virtist næstum dökkt, borið saman við gullinn blæ keppinautar hennar. — Viltu gera svo vel að rétta mér hárnálar. Athénais de Montespan hafði auga á keppjnaut sínum í speglinum. Ángelújue var ennþá fegurri og hættulegri en nokkru sinni fyrr, vegna 28 vikan 4. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.