Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 30
i 111
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF STUTTUM OG
SÍÐUM SAMKVÆMISKJÖLUM
Laugavegi 59. — Sími 18646.
þess að fegurð hennar var svo óvenjuleg. Slétt, fallegt hðrund hennar
hafði hvorki bólur né sprungnar æðar. Hún virtist alltaf vera slétt púðr-
uð, svo iýtalaust var hörund hennar, og litla nefið bar engin merki
vindrykkju eða ofneyzlu matar. Litaraft hennar undirstrikaði augun
á sama hátt og gullrammi eykur á ljóma dýrra steina. Hár hennar var
ef til vill ekki eins ljóst og hár Madame de Montespan, en í staðinn
hafði það eðlilegar bylgjur og hreinan, mjúkan glans.
—■ Enginn maður getur horft á þetta hár, án þess að hann langi til
að strjúka það, hafði Athénais einu sinni látið út úr sér í afbrýðis-
semikasti.
Angelique hafði ekki augun af óvini sínum og fylgdist með augna-
ráði Athénais í speglinum. Svo beygði hún sig niður og hvíslaði í eyra
hennar: — Duchesne dó í nótt sem leið, fyrir hendi launmorðingja.
Með nokkurri aðdáun tók hún eftir því, að Madame de Montespan
hreyfði hvorki legg né lið, en hélt áfram að horfa með næstum ó-
svífnislegri ró í spegilinn.
—• Hmm, sagði hún. — Það hefur enginn sagt mér þetta.
— Það veit enginn um þetta nema ég. Langar þig að vita, hvernig
þetta gerðist? Hún hélt áfram að aðskilja ljósa lokkana og vefja þá
hvern á fætur öðrum utan um svartviðarsivalning.
— Hann var að koma út úr húsi Malvoisin. Hann hafði flutt henni
skilaboð, og í staðinn fékk hann hjá henni lítinn poka og flösku. Þetta
mun enginn fá að vita — nema þú segir frá þvi. Varaðu þig, kæra vin-
kona, þú setur roðann allt of ofarlega á kinnarnar.
— Svínið þitt, sagði Montespan milli samanbitinna tannanna. —
Hóran þín! Skepnan þín! Hvernig vogarðu. . . . Hvernig vogarðu að
gera þetta!
— Hvað þá um þig? Angelipue kastaði greiðunni og svartviðarsívaln-
ingnum á snyrtiborðið. Hún greip um mjúkar, hvítar, holdugar axlirnar,
sem konungurinn hafði svo gaman af að kyssa og gróf neglurnar i þær
með ólgandi reiði.
— Hvað vogaðir þú ekki? Þú ætlaðir að drepa son minn.
Andardráttur beggja var ör, þegar augu þeirra mættust í speglinum.
—■ Þú ætlaðir mér að deyja, hræðilegum, skammarlegum dauða. Þú
kallaðir yfir höfuð mitt alla bölvun djöfulsins sjálfs, en djöfullinn hef-
ur snúið því gagnvart Þér. Hlustaðu nú vandlega. Duchesne er dauður.
Hann segir aldrei frá. Enginn þarf nokkurntíman að vita, hvert hann
fór síðastliðna nótt og í hvaða erindagjörðum, og hver skrifaði bréfið,
sem hann afhenti La Voisin.
Það kom skelfing í augnaráð Madame de Montespan: — Bréfið! sagði
hún með breyttri röddu. — Brenndi hann ekki bréfið?
— Nei! Hún endurtók lágt: Manneskjan er ennþá lifandi og kon-
ungurinn verður ástfangnari af henni með hverjum degi. Loforð þin
eru ekki virði þeirra peninga, sem ég hef borgað þér — meira en þús-
und écus fram til þessa fyrir lyf, sem hvorki flytja ást né dauða.
Athénais fölnaði en hún brást við með hinu miskunarlausa viljaþreki
sem alltaf hélt henni gangandi. Hún reif sig stolt úr taki Angelique.
— Slepptu mér, ófreskjan þín! Þú ætlar að drepa mig!
Angelique tók aftur upp greiðuna, meðan Madame de Montespan
teygði sig í púðrið og púðraði naglaförin á öxlum sínum. — Hvað verð
ég að gera til að fá bréfið aftur? Framh. í næsta blaöi.
öll réttindi áskilin. —Opera Mundi, Paris.
Draumurinn rættist í París Framhaid af bis. 13.
ar á boðstólum. Þeir brostu hlýlega
til þeirra og virtust una sér prýði-
lega innan um gömul landabréf,
gamlar nótur og slitnar gamlar
bækur.
Tom keypti gamalt landabréf
handa Antoniu, svo gamalt að það
sýndi borgina, þegar hún var ekki
mikið stærri en eyjarnar ó Signu.
— Eg get ekki tekið við þessu,
sagði Antonia, þetta er alltof dýrt,
en dósamlegt er það.
— Ég heimta að þú takir við
því. Þetta er aðeins þakklætisvottur
fyrir að borða með mér hódegis-
verð.
— Jæja þá, sagði hún og tók
varlega við því. — Þá skal ég líka
varðveita það vel.
— Villtu koma með mér út í
kvöld, borða og drekka kampavín,
sagði Tom.
Hún varð allt í einu vandræða-
leg. Henni varð það Ijóst að hún
var í gamalli bleikri kápu, sem
sannarlega var ekki falleg og hár-
ið á henni var úfið og ósnyrtilegt.
— Ég hlýt að líta hræðilega út,
sagði hún. — Villtu í raun og veru
að ég komi með þér?
— Ó, góða Antonia, hann tók
fast um handlegg hennar og þrýsti
hann hlýlega. — Hversvegna held-
urðu að ég sé að biðja þig um að
koma með mér?
Hún fann hvernig hún fylltist
einhverri óþekktri glaðværð og kát-
ínu. — Þetta vissi ég alltaf, ég fann
það á mér að eitthvað dásamlegt
mundi henda mig, ef ég færi til
Parisar, sagði hún án þess að hugsa
sig nokkuð um.
Þau sungu hástöfum á leið sinni
um göturnar og Tom gaf gömlum
betlara fimm franka. — Þetta er
alltof mikið, sagði Antonia, Þetta
æsir hann bara til að halda áfram
á betlarabrautinni.
— Mér er alveg sama, sagði
Tom. — í kvöld mundi ég gefa
röktum þorpara fimm franka, ef ég
næði til hans. Hann beygði sig að
henni og hló.
— Ég má ekki gleyma þessu,
hugsaði Antonia. — Ég verð að
muna hvert einasta atvik. Þetta
hendir mig aldrei aftur.
Þau upplifðu þrjá dásamlega
daga eftir þetta, tíminn spannst á-
fram eins og silfurþráður og París
var allt sem hún hafði vonað, dá-
samleg töfradís, sem vafði hana að
hjarta sínu. Þau drukku kaffi á
gangstéttarveitingahúsum, borðuðu
heitar eplaskífur á leið sinni um
göturnar. Þau gengu um sali
3Q VIKAN 4. tbl.