Vikan


Vikan - 27.01.1966, Qupperneq 31

Vikan - 27.01.1966, Qupperneq 31
Louvre-safnsins og nú var hún ekki í neinum vandræðum með að finna Monu Lisu. Annan daginn var ausandi rign- ing og vatnið streymdi eftir götu- ræsunum. — Við skulum forða okkur inn ó eitthvert safnið, sagði Tom, og þau lentu inni ó safni nýtízku mál- verka. — Mér þykir það leiðinlegt, sagði Antonia, — en ég kann ekki að meta þessa nýtízku list. Hún minn- ir mig svo á Lisu. — Systur þína? — Já, hún á svo mikið af þess- konar málverkum í íbúðinni sinni í London. Eins og þessa. Hún benti á bleikan ferhyrning, sem var doppaður með svörtum klessum. — Henni finnst svona málverk dásam- leg. — Drottinn minn, sagði Tom. — Já, aumingja Lisa borgaði of- fjár fyrir svona myndir. Einhverra hluta vegna voru þau gripin óstöðvandi hlátri, svo að safnvörðurinn fór að veita þeim athygli. — Fljót, hrópaði Tom. — Við verðum að flýja, eins og skratt- inn sé á hælunum á okkur. Og þau hlupu eins hratt og þau gátu, en voru samt að kafna af hlátri. Þau komust inn í höggmyndasal og þar fannst þeim líka allt svo dásamlega skemmtilegt, meira að segja geysi- stór hvít höggmyndarhlussa upp á ein tólf fet. En þarna voru þau komin í hreinasta völundarhús. Getum við komizt þarna inn? spurði Antonia á milli hláturskvið- anna. — Ætli við verðum krafin um aðgangseyri? Þau skriðu í gegnum gat á hlið- arveggnum, eins og þjófar á nóttu. — Kannske býr einhver hérna, sagði Antonia. — Okkur verður kannske boðið í te, sagði Tom. Og svo fóru þau aftur að hlæja. — Ég veit ekki hversvegna mér finnst allt svo fyndið, sagði Antonia, tók andann á lofti og hélt fast í handlegginn á Tom. — Sama hér, sagði Tom. — Það hlýtur að vera eitthvað í ioftinu. Svo tók hann andlit hennar í lófa sinn og lyfti því upp að sér. — Mér finnst þú dásamleg, sagði hann blíðlega. — Hreint og beint stórkostleg. Svo beygði hann sig niður og kyssti hana mjúklega og ósköp létf á munninn. Svo komust þau út og gengu gegnum göturnar, hreinþvegnar af regninu, heim að hóteli Antoniu, og hlógu alla leiðina. — Mademoiselle skemmtir sér vel? sagði hóteleigandinn eins og venjulega, en nú varð hann undr- andi þegar hann sá Ijómandi augu Antoniu og hún svaraði: — Ó, já, sagði hún. — Ég skemmti mér mjög vel, og hún svaraði meira að segja á frönsku. Þriðja kvöldið sagði Tom að nú mættu þau til með að heimsækja Montmartre. þér fáið fSeiri rakstra með Silver Gillette, en nokkru öðru rakblaði og pegar pað kemur betra blað, en Silver Gillette, pá verður nafnið Gillette á því. pað bezta í rakstri hefur ávalt komið frá Gillette. Silver Gillette er ryðfría rakblaðið,sem gefurstöðuga mýkt og raunverulega langa endingu. SILVER GILLETTE-GEFUR FLEIRI RAKSTRA EN NOKKURT ANNAÐ BLAÐ. — En þar er allt fullt af amerísk- um túristum, sagði Antonia, en greip svo fyrir munninn og skamm- aðist sín, þetta var ekki háttvísi gagnvart honum. — Það er alveg öruggt, sagði Tom glaðlega. — Ég er að hugsa um að fara þangað til að hitta þá. Montmartre, hugsaði Antonia, hlaut að vera himnaríki. Auðvitað var þar allt fullt af ferðamönnum og verðlagið eftir því, en sami sem áður hlaut það að vera himnariki að fá að upplifa kvöldstund þar. Minjagripabúðirnar voru fullar af ómerkilegu drasli, en þau keyptu hvort handa öðru lítið, gyllt líkan af Eiffelturninum. Svo komu þau að tröppum Sacré-Cour, flóðlýstum í haustmyrkrinu og þaðan sáu þau yfir Ijósadýrð Parísarborgar. Hóp- ur af ungu fólki sat þarna dreift um þrepin, hjúfraði sig hvert að öðru vegna haustkuldans sem lagð- ist yfir. Einn var að spila á gítar og hinir tóku undir angurværan söng. Antonia fann að hún var að því komin að gráta. — Hversvegna ertu svo hrygg? spurði Tom blíðlega. — Ég veit það ekki. Þetta er bara allt svo fallegt. Og ég verð að fara heim eftir tvo daga. Það kom allt ( einu í huga minn. — Og ég þarf að fara suður á bóginn til að komast á þessi bóka- uppboð. — Ég veit það, sagði Antonia. Hún fálmaði hjálparvana eftir vasa- VIKAN 4. tbl. gj

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.