Vikan - 27.01.1966, Page 45
Eignist nýja vini!
Pennavinir frá 100 löndum óska eftir
bréfaskriftum við yður. Upplýsingar á-
samt 500 myndum verða send til yðar
án endurgjalds.
CORRESPONOENCE CLUB HERMES
Berlin 11, Box 17, Germany
Hafið þér gaman af jöfnum? -
Hér eru tvær-. Auglýsing = sala.
Auglýsing í VIKUNNI = meiri sala.
VIKAN, auglýsingadeild
Símanúmerið er 35320
aði Craig. — En ég voga það ekki.
Sprengjur drepa of marga. Rifill?
— Við höfum hugsað þetta vand-
lega, sagði Grierson. — Rifill gæti
komið til greina, en St. Briac er
stöðugt ó verði og hefur menn í
kringum sig. Eina leiðin til að vera
öryggir, er að komast nærri hon-
um, og ef við gerum það, getum
við ekki verið með riffla.
— Markbyssa þó, sagði Craig. —
Til dasmis Colt Woodsman. Geturðu
útvegað mér slíka?
• Loomis kinkaði kolli.
— Grierson hefur undankomu-
leiðina, sagði hann. — Hann getur
sagt þér sjálfur frá henni. Aðeins
eitt enn. Ef þeir ná í þig, veiztu
hvað gerist. .
Craig kinkaði kolli.
— Við skulum gefa þér pillu,
sem þú getur notað ef til þess kem-
ur. Ef þú getur ekki náð til að nota
hana, munu þeir komast að öllu
um mig. Hann yppti öxlum. — Það
væri óþægilegt, en ekki heimsendir.
Samkvæmt stjórn hennar hágöfgi
er Loomis ekki til. Án þess að rísa
úr sæti, hneigði hann sig mjög
formlega fyrir Craig.
— Eg óska þér alls góðs, sonur
sæll. Alls góðs, sem til er.
13. kafli.
Craig flaug til Parísar í Cara-
velle þotu frá Air France. Hann leit
út og hagaði sér eins og þreyttur,
auðugur ferðamaður. Hann dvaldi
eina nótt á hóteli skammt frá Rue
de Rivoli, drakk í börunum í
Champs- Elysées, heimsótti Louvre
og Musée Rodin, Deux Magots og
spilavítið. Hann daðraði við stúlk-
ur, keypti handa þeim drykki, dans-
aði við þær, stakk þær af. Þegar
hann var viss um, að enginn elti
hann, fór hann að hitta Grierson
og lét hann æfa aftur og aftur,
það sem hann hafði lært hjá Haka-
gawa. Svo hvarf Grierson um stund
og kom aftur með tösku úr slitnu,
svörtu leðri. í henni voru tvær Colt
skammbyssur .38, Luger Craigs, og
Colt Woodsman skammbyssan sem
Craig hafði beðið um. Woodsman
er langhleypt vopn, markskamm-
VERTU EKKI SVONA
FllLL. SG VAR
BARA AÐ BIÐJA
UM BARNAVAGN.
byssa, mjög nákvæm. Hún á að
vera það. .22 skotin hafa mjög
lítin stöðvunarkraft, nema þau hitti
á réttan stað. Craig hafði æft sig í
þaula áður en hann fór frá London.
Hann var orðinn vel kunnugur vopn-
inu. Hann tók það upp og vó það
í hendi sér. — Nú getum við farið,
sagði hann.
— Við verðum fyrst að útvega
þér bíl, sagði Grierson. — Eg pant-
aði handa þér Alfa-Romeo.
— Notum við ekki þinn bfl?
— Nei, svaraði Grierson. — Lag-
ondan er kyrr í London, hún er of
áberandi fyrir svona vinnu. Ég fékk
mér Mercedes, hraðskreiðan, ekki
of áberandi, með vinstrihandar
stýri.
— Eins og Alfan?
Grierson kinkaði kolli.
— Hann hefur skipulagt þetta vel,
sagð Craig. — Það er gott.
Framhald í næsta blaði.
Leiðréfting
í grein Hannesar Jónssonar
félag-sfræðing-s um samkvæmis-
siði, siðfágun og kurteisi í öðru
tölublaði Vikunnar 13. janúar sl.,
voru nokkrar prentvillur og mis-
sagnir og leiðréttast hinar mein-
legustu þeirra hér með:
1) Texti undir mynd á bls. 20
er villandi og var saminn og
prentaður án samráðs við höf-
undinn. Á bls. 151 —155 í bók-
inni Samskipti karls og konu
birtir höfundur skematískar
teikningar og skýringar um borð-
röðun. Vísar hann til þess til
leiðréttingar missögnunum und-
ir mynd Baltasar á bls. 20.
2) Á undan áttundu Iínu að
neðan í þriðja dálki á bls. 20 féll
eftirfarandi klausa út úr grein-
inni: „Sem dæmi um hversu
djúptæk þessi gullna siðaregla er
má geta þess, að við viljum ekki
að aðrir ljúgi að okkur og á þess-
um siðræna gagnkvæmnisgrund-
velli ljúgum við ekki að öðrum;
við viljum ekki að á okkur sé
ráðizt og við meidd eða lífi okk-
ar stofnað í hættu og á gagn-
kvæmnisgrundvelli ráðumst við
heldur ekki á aðra; við viljum
ekki að aðrir steli frá okkur,
maki okkar drýgi liór eða aðrir
eyðileggi eigur okkar eða baki
okkur tjón, og á þessum siðræna
gagnkvæmnisgrundvelli gerum
við öðrum ekki það illa, sem við
vildum ekki að þeir gerðu okk-
ur. Og ... “
3) í 23. línu að ofan í fyrsta
dálki á bls. 21 er orðð „gagn“
en á að vera GEGN.
4) f 11. línu að neðan í fyrsta
dálki á bls. 36 hefur cftirfar-
andi setning fallið niður, en hún
á að koma á eftir orðinu „ábætis-
réttur“: „f lok máltíðar, fram-
reitt á hægri hlið gestsins“.
Vegna þessara mistaka og
fleiri villna, sem ekki eru eins
slæmar hvað efnið snertir, hefur
höfundur óskað eftir því, að
þeim, sem áhuga hafa á efni
greinarinnar, sé bent á fimmta
kaflann í bókinni SAMSKIPTI
KARLS OG KONU, þar sem
ýtarlega er fjallað um þessi mál.
Þá var í 1. tbl. Vikunnar 1966
viðtal við hjónin Huldu Emils-
dóttur og Jóhann Pétursson, sem
ranglega var nefndur Guðjón í
greininni. Og loks var í því sama
blaði rangnefnt föðurnafn Jón H.
MAGNÚSSONAR, forstjóra Vök-
uls h.f., og leiðréttist allt þetta
liér með.
VIKAN 4. tbl. 45