Vikan


Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 13

Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 13
SFTIR florence hecht frá. — Hérna, borðið þér þetta nú strax, áður en það kólnar. Þetta er lifur og laukur og það verður hart eins og grjót þegar það kóln- ar. — Sagði hún yður að ég væri hrifinn af lifur með lauk? Sér til mikillar ánægju mundi hann eftir að það var til pylsuendi í ísskápnum og eitthvað af brauði. — Það þykir öllum gott að fá lifur og lauk. Maðurinn minn sál- ugi, guð blessi minningu hans, fékk ekkert betra. Hann sagði að það væri sérlega gott á erfiðum tím- um. Lifur er holl og styrkjandi. — Já, ég hefi oft heyrt það. Blessuð konan mín sáluga sagði þetta líka . .. Hún varð sorgmædd á svipinn. — Jæja, frú Karp, þakka yður mjög vel fyrir. Þetta var fallegt af yður. — Ó, það var ekki neitt! Ef yð- ur vantar einhverntíma eitthvað sem ég gæti hjálpað yður með, þá vitið þér hvar ég er, 4A, við hliðina á lyftunni. Frú Schneider, Mollý var svo góð við mig þegar ég missti manninn, að það væri ekki mikið þótt ég rétti yður ein- hverntíma hjálparhönd. — Þakka yður hjartanlega fyrir, og góða nótt frú Karp. Hann beið meðan hún kvaddi og sneri sér við og hann heyrði gyllt- ar hælkappalausu töflurnar klappa gólfið. Svo sneri hún sér aðeins við og veifaði til hans, hálfkjána- lega, eins og smástelpa. í myrkr- inu leit hún út fyrir að vera um fimmtugt. Hann setti keðjuna aftur fyrir og flýtti sér sem mest hann mátti með lifrarfatið að ruslafötunni. Ja, ef þessi lifur væri nóg til að gefa styrk, en það þurfti nú meira til. Nei, blóðið varð eins og vatn í æðum hans þegar hann hugsaði um öll þau tækifæri sem hann hafði orðið að láta sér úr greipum ganga. Þjónusta í þágu hins opinbera hafði veitt honum nokkra sjálfsvirðingu. Svo var að leggja eyri við eyri til að kosta þrjár dætur til háskóla- náms og spilatímar fyrir allar dæt- urnar höfðu hirt hádegisverðarpen- ingana hans í mörg ár. En það var þess virði, sagði Mollý, hin stolta móðir, og lét sóla gömlu skóna sína upp aftur og aftur. Og nú fékk hann balsam í sorg sína, lifur og lauk og vingjarnlegt bros frá frú Karp. Þetta hjálpaði álíka mikið og blóðgjöf hjálpaði dauðum manni. Það var bezt að drífa þetta í ruslafötuna og þvo fatið. Hann gerði það, vel og vand- lega og var að hugsa um að skila ílátunum strax. En, nei það var bezt að láta það b(ða, því að það var eins víst að frú Karp kæmi eftir þeim á morgun, eins og það að hann var viss um að fá brjóst- sviða, þegar hann væri búinn með pylsuna sína og brauðið. Um morguninn stóð Estella yfir Framhald á bls. 29. VIKAN 10. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.