Vikan


Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 29

Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 29
drenginn út úr. Flipot var vandræðalegur á baksvipinn. Hann renndi fiskinum milli handa sér og tvisté, og gaf þannig til kynna með hreyf- ingum sínum, að fiskurinn væri að brenna hann. En maðurinn virtist ekki upp á Það kominn að leyfa honum að sleppa. Að lokum yppti hann öxlum og gekk leiðar sinnar, og hvarf brátt i mannþvöguna. Angelique sá Flipot taka til fótanna í áttina frá henni. Stundarkorni seinna kom hann aftur í ijós og gaf henni merki um að koma. Angelique fór i humáttina á eftir honum og náði honum I dimmu skoti. — Hvað á þetta að þýða? spurði hún. — Hvaða maður var að tala við þig ? — Ég veit það ekki.... Fyrst í stað treysti ég honum ekki.... Hérna er fiskurinn yðar, Madame. Það er heilmikið eftir, ég missti bara svo- lítið á hlaupumnn. -— Um hvað var hann að spyrja? — Hver ég væri. Hvaðan ég kæmi. Fyrir hvern ég ynni. Ég sagði bara: — Ég veit það ekki. Svona, svona, sagði hann. — Heldurðu, að ég trúi því, að þú vitir ekki, hvað húsbóndi þinn heitir? Haltu svona áfram, og þá veit ég hver getur fengið þig til að svara — lögreglan. Og ég sagði bara áfram: — Já, Monsieur. Nei Monsieur, ég veit það ekki.... Þá varð hann kvikindislegur i framan: — E’kki vænti ég að það sé Marquise du Plessis-Belliére, sem er þarna yfirfrá? Hvar heldur hún til? Hvað átti ég að segja? — Hvað sagðirðu? — Ég spann upp nafn á annarri krá. Hvita hestinum. Það er alveg hinum megin í borginni. — Komdu! Þegar þau flýttu sér upp eftir þröngu strætinu, reyndi Angelique að ráða fram úr gátunni. Var lögreglan á hælum hennar? Hversvegna? Var hugsanlegt að flótti hennar hefði komizt svo fljótt upp, og Desgrez hefði sent snuðrara sína á eftir henni? Allt i einu hélt hún, að hún hefði dottið ofan á það rétta. Monsieur de Vivonne hafði tekið eftir henni i hópnum á hafnarbakkanum, þegar hann kom í land dag- inn áður. Þá hafði hann ekki munað nafn hennar þegar i stað, en komið andlitið kunnuglega fyrir sjónir. Nú hafði hann munað nafn hennar, og hafði sent þjón sinn að leita að henni aftur. Var það af forvitni? Af vináttu? Eða af virðingu fyrir hirðmanni konungsins? Hver sem ástæðan var, langaði hana litið að hitta hann, en hafði ekki áhyggjur af Því, þótt hann spyrðist fyrir um hana. Vivonne var of oft burtu frá Versölum, til þess að vera fyllilega heima í smáatrið- um hirðlífsins, og vissi sjálfsagt ekkert um nýjustu fréttir af Madame du Plessis-Belliére, hinni konunglegu hjákonu framtíðarinnar. Hún var viss um það.... nema maðurinn hefði verið sendur af prestinum, eina manninum, sem vissi að hún var 1 Marseilles. Ef til vill hafði hann einhver skilaboð að færa henni um Ali Metkub eða Mohammed Raki. En hefði svo verið, myndi presturinn hafa sent sendiboða sinn til Gullna hornsins, úr því að hann vissi hvar hún hélt til. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framhald í nœsta blaOi. Bless Mollý! Framhald af bls. 13. honum og hristi hann upp af fasta svefni. — Pabbi, pabbi! — Hvað, hvað er að? — Ég hefi alltaf verið að reyna að nó ( þig í síma. Hversvegna svaraðirðu ekki? — Það hlýtur að hafa verið í- stungan, ég hefi óvart dregið hana úr sambandi, laug hann. — Ó, vesalings pabbi, mikið ertu nú hjólparvana. Ég var alveg dauð- hrædd. Ég hefði bara getað fengið hjarta . . . Jæja, úr því að ég er komin er bezt að ég útbúi þér morgunverð. En svo verð ég að hlaupa. Ég skildi barnið eftir hjó nóbúunum og það er klukkutíma ferð út í Brooklyn. — Mér þykir þetta leiðinlegt, Estelle. Þetta er alltof löng ferð til einskis. Þetta voru nú meiri von- brigðin. Hér er ég stólhraustur, ekki einu sinni með kvef, svo þú getir hitað te eða sítrónuvatn fyrir mig. — Jæja þó, gamli minn, þar sem þú ert svona hraustur er bezt að þú komir heim með mér. Ég skal gefa þér gott að borða og svo geturðu gist hjó okkur . . . — Nei! svo bætti hann við í blíð- um rómi: — Nei, en þakka þér samt fyrir. Ég hefi svo mikið að gera í kvöld . . . Hann renndi aug- unum um herbergið og kom auga ó gamla bókakassann, sem hann hafði sett út í horn. [ þessum kassa voru bækur eftir Tolstoi, Gogol, Dostoevski, Shakespeare, sumt hafði hann lesið, sumt hafði hann aðeins litið yfir og geymt til betra næðis. Nú gat hann farið að njóta þessa alls, — eða var hann orðinn of gamall, — of sljór? — Max, — Max! farðu nú að hátta. Þú getur lesið þetta á morg- un. Nú gat hann farið að lesa, Mollý kallaði ekki lengur. En það var meira en ár síðan að hann var byrjaður að dotta yfir bókunum, löngu áður en hún fór að kalla. — Hvað, hvað ertu að segja? Estelle horfði á hann með undrunar- svip, en spurði samt einskis meir. — Jæja, Schneider Soldán, það er kominn tími til að þú farir á fæt- ur. Ég skal taka til meðan þú ert að borða. Hún var farin að tína upp fötin hans, laga skóna, brjóta skyrtur saman og láta sokkana hans í þvottakörfuna. — Mollý, ertu að horfa á? Ertu ennþá að stjórna? Estelle kallaði: — Pabbi . . . Hversvegna gátu þær aldrei lát- ið dótið hans í friði. Þessi raf- knúna rakvél var eins og sláttuvél. Þegar hann var sextíu og þriggja ára höfðu þær rænt hann gamla rakhnífnum og látið hann fá þetta óféti í staðinn. Eldhúsið var með árunum orðið eins og sýningarborð ( verzlun. Öll þessi áhöld stóðu undir plasthlífum, nema brauðrist- in. — Jæja, kom hún? kallaði Est- elle. — Hver? kallaði hann til baka. — Frú Karp. Færði hún þér kvöld- verð? — Ja-á. — Dásamleg kona. — Að hvaða leyti? Hún er brúða, lifandi brúða. Eggin voru of harðsoðin, brauð- ið brennt og kaffið þunnt. Hvað gerði það til, hún var sú eina sem hafði getað spilað á hljóðfæri. — Spilarðu nokkurn tfma Mozart- sónötuna, þú veizt, þessa sem þú spilaðir á hljómleikunum? Hún hafði fengið verðlaun og hún spilaði vel, það hafði verið þess virði að sleppa þúsund há- degisverðum. — Hver heldurðu að hafi tíma er bara þyrstur. til slíks? Hún tók diskana af borð- inu meðan hún talaði. Fjögur börn hafði hún fætt. Mjaðmirnar, sem áður voru svo grannar voru nú orðn- ar ansi viðamiklar undir ódýrum bómullarkjólnum. Síðasta barnið hennar Mollýar, Ijóshærð prinsessa, sem hann ók ( barnavagni á sunnu- dögum. Ó, prinsessa, segðu mér hvort þú ert hamingjusöm, með fá- tæka en heiðarlega kennaranum þínum? Þarna stóð slagharpan ennþá, upp við vegg, minnismerki um horfnar stundir, stolt og ánægju. — Estelle, spilaðu þessa sónötu fyrir mig, spilaðu hana núna. Hún kom hlaupandi með votan klút í höndunum. Augun voru gal- opin af undrun og hún sagði lágt, en hálf reiðilega. — Þú hlýtur að vera að gera að gamni þínu. Það er naumast þú valdir hentugan tíma . . . ! — Pínulítið, aðeins upphafið, Est- ella. — Nei. Það voru rauðir dílar í kinnum hennar. (Var hún að hugsa hvort ég væri annaðhvort orðinn vitlaus eða farinn að ganga í barn- dóm.) Svo varð röddin mild og hálf barnaleg. — Pabbi, ég hefi ekki snert hljóðfæri í mörg ár. Fingurnir . . . sjáðu hendurnar á mér! Hún breiddi út hendurnar, sem voru rauðar og þrútnar, eins og á þvottakonu. — Það er alveg satt, pabbi minn, fingurnir eru alveg stífir . . . Hann fylgdi henni til dyra. Hún var stór, eins og Mollý og kyssti hann á ennið. — Farðu svo út pabbi minn og fáðu þér frískt loft. — Ég sé til, hafðu engar áhyggj- ur. Ég hefi mikið að gera. Þegar hún gekk út að lyftunni opnuðust dyr innan á ganginum og frú Karp kom fram, klædd til að fara í bæinn, öll í bleikum p(f- um. Hún hélt á ráptuðru ( annarri hendinni og veifaði til hans með hinni. Hann veifaði á móti. Svo fylgdust konurnar að inn í lyftuna og hvísluðust á. Ef að þær hafa verið að bralla eitthvað samsæri, ætlaði hann að vona að Estelle væri svolítið smekklegri en Ruth. Klukkan sjö lá kvöldið framund- an, næðisamt kvöld vonaði hann. Hann fór að finna til svengdar og leit inn í ísskápinn. En hann var eins og skápurinn hennar mömmu Hubbard, varla bein handa hundi. Hann fann samt hálfa dós af síld, linan tómat og ostbita. Það var fullt af matsölustöðum ( nágrenn- inu og svo stóð hann hér eins og fífl og beið eftir því að hún kæmi. Klukkan fimm hafði hann mætt henni við bréfakassann, hann var að koma inn, hún að fara út og heilsaði honum kuldalega: — Gott kvöld, herra Schneider. Ekkert bros, hún veifaði ekki einu sinni, en strunsaði fram hjá. Hann fann ilm- inn af henni. Gat það verið að hún hefði verið reiðileg á svipinn? Hann hafði farið út ( skemmti- garðinn um morguninn. Veðr!ð var VIKAN 10. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.