Vikan


Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 45

Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 45
Kemur úf mánaöarlega Ffölbreytt aö effni Fæst á næsta blaðsölustað eða bókabúð Kostar 40 kr. heftið. Árgangurinn kr. 400. byssunnar, sem La Valére hafði gef- ið honum. Hún small með tóma- hljóði og Ashford œpti aftur: — Nei, Bobby! Nei! og hljóp í óttina til þeirra. La Valére öskraði til hans að fara aftur til baka, en Ashford hljóp í áttina til eina mannsins, sem hann elskaði í heiminum, eina mannsins, sem hann þoldi ekki að skammast sín fyrir, sem honum var óbærilegt að gengi á bak orða sinna. Hann hljóp á milli Craig og La Valére og Craig velti sér betur upp að skelinni við gosbrunninn og greip andann á lofti, þegar hann rak brotna fingurinn í brúnina. Pucelli hrópaði einhverja viðvörun, meðan Craig þreifaði fyrir sér með hendinni og fann byssuna, sem hann hafði falið fyrir Turner. Fing- ur hans krepptust um hana, þegar La Valére skaut, og Ashford æpti í síðasta sinni og féll síðan eins og tré við fætur La Valére. Craig horfði á hann falla, en hugur hans neitaði að viðurkenna það. Hann gat ekki um annað hugsað en að La Valére hafði svikið hann og gefið honum tóma byssu. Hann minnti sjálfan sig á, að brjálæð- ingar hagræða sínum eigin rogl- um, eftir því sem bezt blæs. Svo skaut La Valére aftur, og kúlan skall á þessum Ijóta gosbrunni, fá- einum þumlungum frá höfði hans. Hægra megin var Pucelli að kom- ast í skotfæri til þess að gera út um málin, og Pucelli hafði sjálf- virka byssu, sem gat spúð úr sér kúlunum eins og vasaútgáfa af vé1- byssu. Hægt, með mikilli nákvæmni, miðaði Craig á La Valére og skaut hann ( gegnum hjartað. Undrunin speglaðist á andliti hans, þegar hann dó. Pucelli tók að skjóta, um leið og La Valére féll. Stórar, þungar kúlur féllu á gosbrunninum, og Craig klúkti undir honum og heyrði þær þjóta framhjá. Hann lá grafkyrr og svo leið ein mfnúta, svo hljóð- lát, að hann heyrði úrið sitt tifa. Svo skaut Pucelli aftur, einu sinni, og kúlan fór mjög nærri og Craig hreyfði sig ekki. Að lokum stóð Pucelli upp og kom fram úr skjóli sínu, hreyfði sig af mikilli varkárni og hendur hans voru báðar um Mauserbyssuna. Craig hleypti af, þegar Pucelli kom upp á gangstfg- inn. Þetta var bezta skot ævi hans. Það varð að vera það. Kúlan lamd- ist inn í handlegg Pucellis og stóra Mauserbyssan féll til jarðar. Craig stóð á fætur. Pucelli stóð og riðaði fyrir framan hann, og þegar Craig beygði sig áfram og tók upp byss- una, hélt hann aðeins áfram að riða. Craig fann þreytuöldurnar skella yfir hann, þegar hann neyddi sjálfan sig til að halda áfram. — Þú ert fffl, sagði hann rámur. — Fáviti. Ef þú hefðir komið heið- arlega fram, hefði ég dáið. Þið eruð allir vitlausir. Hversvegna þurftuð þið að hafa rangt við? Pucelli kreppti hendina um hand- legginn. — Ég vildi þetta ekki, sagði hann. — Ég ætlaði að drepa þig sjálfur. Einvígið var hugmynd La Valére. Hann var sjentilmaður. Hann spýtti út úr sér orðinu. — Nú förum við aftur heim í hús- ið og þú talar við Duclos, sagði Craig. — Það þýðir ekki að mót- mæla. Gerðu það. Pucelli horfðist í augu við Craig og hlýddi. Hin leiðin var dauðinn og hann vissi það. Duclos leið dásamlega. Fallegar stúlkur, mikilvægir menn voru á hans valdi. Byssan hans var tákn valdsins, veldissproti hans, svo lengi sem hann hélt henni, hlýddu allir honum. Það var gott; dásam- legt. Og hann miðaði henni á stúlk- una. Það var jafnvel enn dásam- legra. Þegar skotin gullu og allir hrukku við, þurfti Duclos ekki ann- að en að lyfta byssunni nokkra sentimetra, og þá voru allir kyrrir og hlýðnir einu sinni enn. Byssan var stórkostleg. Og þessi fluga La Valére að heyja einvígi, kannski hún hafi ekki verið svo vitlaus, þegar allt kom til alls. En það varð að nota byssuna virðulega. Gera sér grein fyrir formi og regl- um. Hönd Duclos hreyfðist og byssu- hlaupið snerti háls Sophie, rann niður með öxl hennar og yfir stolt, fallegt brjóstið. Lffið var stundum mjög gott. Það var gott núna. Fyrir aftan hann sagði rödd Puc- elli. — Það er allt í lagi Duclos. Komdu út. Höfuðsmaðurinn vill tala við þig. Duclos andvarpaði og hörfaði hægt frá stúlkunni. Góðu stundirnar voru aldrei langar. Allt í einu breytt- ist andlit stúlkunnar og það kom undrun í það. Síðan kviknaði í þvf ný hamingja. Allt of seint tók Duclos að snúa sér við. Eitthvað hart skall aftan á höfði hans og hann féll, byltist einu sinni og var svo kyrr. — Þú átt mig, sonur sæll, sagði Turner. — Hvenær sem er, hvar sem er. Nefndu það bara. Sophie hljóp til móts við Craig og stóð þar og skalf óviðráðan- lega, þar til styrkur snertingur hans vakti með henni nægilega örygg- iskennd til þess að hún gat tekið að gráta og hún þoldi að Ifta á Duclos, þar sem hann lá í hrúgu á gólfinu og Pucelli skalf ( stól. Larry tók byssu Duclosar. — Hvar er hinn náunginn? spurði hann. — Hann er dauður, svaraði Craig, og sagði þeim hvað fyrir hafði komið. Nono varð æfareiður. Framhald f næsta blaði. Heilsa og fegurð í baðkerinu. Framhald af bls. 47. í tíu mfnútur, en burstið svo húð- ina með baðbursta eða hörðum svampi. Farið svo í kalt steypibað og hvflið ykkur á eftir í minnsta kosti hálftíma. Ef þið farið f bað á hverjum degi, eigið þið ekki að vera leng- ur en tíu mínútur í einu og helzt styttri tíma, því að annars verður húðin of slöpp. Hitinn á vatninu á ekki að fara yfir 37 stig. Á eftir á að fara f kalt steypibað, en ef þið treystið ykkur ekki til þess eða þolið það ekki, má láta helming heita vatnsins renna úr kerinu og fylla það sfðan aftur með köldu, meðan þið liggið f kerinu. Lfka má nudda sig vel á eftir með klút undnum upp úr fsköldu vatni. Burstanudd í vatninu er ákaflega hollt og styrkjandi. Byrjið á fót- unum og haldið áfram upp eftir. Notið til þess feita og góða sápu, það nreinsar oð örvar blóðrásina. Farið ekki í bað strax eftir mál- tíð, helzt ekki fyrr en tveim tímum eftir að borðað er. Hvíld er mjög mikilvæg eftir að farið er í bað. Hafið vatnið ekki of heitt, sérstaklega ef einhverju sterku er bætt f vatnið, því að þá verðið þið þreyttari eftir böðin en áður. Hugsið um hárið, þegar farið er f bað. Gufan eyðileggur lagning- una og liðað hár hrekkur f smá- krullur. Vefjið það þvf upp í rúll- ur áður en farið er f baðið eða festið bylgjurnar með spennum. Notið þétta baðhettu, sem ekki þrengir að höfðinu, eða vefjið stóru frottéhandklæði um höfuðið. Eftir að baðhettan eða handklæðið er tekið af, er rétt að láta rúllurnar eða spennurnar vera f enn um stund, þannig að gufan f hársverð- inum geti þornað. Hreinsið andlitið vel áður en far- ið er í bað og smyrjið góðu kremi á það. Þegar húðin er orðin heit í baðinu, smýgur kremið sérlega vel inn í húðina í gufunni, og sama er að segja um andlitsgrímu. And- litshúðin er mjög móttækileg fyrir öllu f baðinu og er sjálfsagt að notfæra sér það. VIKAN 10. tbl. 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.