Vikan


Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 6
Tízkulitir ársins frá Paris og um allan heim koma frá Lady Rose í öllum litbrigðum rósarinnar. Lady Rose býður yður nagla- lökk, varaliti, Eyliner, augn- skugga, hárlakk, Make- Up, augnabrúnaliti, o. fl. í litum sem ilma af feg- urð rósarinnar. Reynið hinar fallegu snyrtivörur frá Lady Rose, sem er merki ungra stúlkna i dag. ÚtsölustaSir: RejrkJavfk: Snyrövöruverziunin, Laugaveg 76, Hmbjörk, Hafnarstrætl 7, Sápuhúsið, Lækjargötu Z. Útl á landi: Edda, Keflavlk, HEILDSÖLUBLRGÐIR: Strandberg, Vestmannaeyjum, Drífa, Akureyri, Drxfandi, Akranesi, Verzl. Guðrúnar Rögnvalds, Sigluf., Fönn, Neskaupstað, Verzl. Jóns Gíslasonar, Óiafsvík, Axeisbúð, Sandgerði, Bókabúð Grindavíkur. Móberg s.f. Laugaveg 28B. — Pósthólf 1311. — Reykjavík. BLÓM VIKUNNAR. Kæra Vika! Sæl og blessuð og þökk sé þér fyrir þitt ágæta lestrarefni, og sér í lagi fyrir krossgáturnar, þær eru mín skemmtilegasta dægra- dvöL Alltaf kemur ykkur eitthvað nýtt og skemmtilegt í hug, Viku- mönnum. Blóm fyrir bezta bréf- ið, það er nokkuð sem flestir hljóta að hafa áhuga á, ég þar á meðal. En þá er bara vandinn stóri, um hvað bréfið á að fjalla. Ég sé ekki betur en flest bréfin, sem í Póstinum birtast séu ein- hverskonar kvörtunarbréf, og varla er hægt að verðlauna slíkt. Eða er kannske ætlunin að verð- laima bréf um sjansleisið, kvört- un yfir tengdamömmu, eða skrif um ótryggð eiginmannsins. Æ, nei Vika min, því vil ég ekki trúa, því að þá gæti ég ekki haft minnstu von. Og nú spyr ég þig, hvað þarf efni bréfsins að vera svo hægt sé að öðlast Daggar- blómin að gjöf. Ég er drunga hugans háð hvergi opin smuga. Veittu mér nú Vika ráð vel sem mættu duga. S. P.S. Ég veit hvemig skriftin er. Það er nú svo, kæra S, að það er ekki hægt að gefa ákveðna forskrift að bezta bréfinu, og við sjáum í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að veita blóm fyrir bréf um þau efni, sem þú telur upp, ef þau eru t.d. mjög hnytti- lega skrifuð, eins og oft vill verða, og þeim fylgir nafn og heimilisfang (sem að sjálfsögðu fer ekki lengra, sé þagmælsku óskað um það atriði.). Annars er bréfið þitt ágæt hugvckja, og Blóm Vikunnar færð þú — ekki hvað sízt kannski fyrir vísuna. BEINASKJÁLFTI. Kæri Póstur! Ég leita til þín í vandræðum mínum eins og flestir aðrir. Því er þannig varið: Vinkona mín lenti fyrir bíl fyrir skömmu og það var á hinni hættulegu Miklu- braut. Síðan slysið varð, hef ég verið svo hrædd við bíla, að ég hef skolfið á beinunum þegar ég fer yfir götu. Ekki þori ég held- ur að fara yfir Miklubrautina. Segðu mér nú Póstur góður, hvort ég á að leggja í að fara yfir Miklubrautina? P.S. Ég, þessi sem varð fyrir bílnum og önnur vinkona mín, (sú sem var með stelpunni þeg- ar hún varð fyrir bílnum) við erum allar hræddar, að fara yfir þessa ólukkans götu. (Miklu- brautina). Hvernig er skriftin? Elín Sigmarsdóttir, Heiðargerði 52, Reykjavík. Hvað heitið þið sem svarið bréfum í Póstinum? Sama. Það er til undirgangur undir hana, á móts við Lönguhlíð. Þar er sæmilega öruggt, maður verð- ur ekki fyrir bíl. Ef það er of langt fyrir ykkur að fara þangað, í hvert skifti sem þið þurfið að fara yfir Miklubrautina, get ég ekki kennt ykkur annað ráð betra en að fara eingöngu yfir, þar sem merktar gangbrautir eru, og líta vel í kring um ykkur áð- ur. Sé allt í lagi, enginn bíll kominn of nærri, held ég að þið eigið að leggja í að reyna fara yfir götuna. — Skriftin er sæmi- Icga læsileg, svo sem ekki Ijót, en hreint ekki falleg. — Við heit- um Póstur I, Póstur II, Póstur III, Póstur IV, Póstur V, Póstur VI, Póstur VII, Póstur VIII — og fleiri rómverskir tölustafir eru ekki á ritvélinni minni. AÐ FARA EÐA VERA ... Póstur minn! Kenndu mér nú eitthvað ráð — í hasti! Svoleiðis er mál með vexti, að ég er orðin ástfangin, en veit þó ekki, hversu alvar- legt það er. En einn er þó ljóður á ráði mínu, en það er, að ég er eiginlega búin að ákveða að fara út í lönd í sumar og dvelj- ast þar í ca. 10 mánuði. Það var ákveðið í fyrrasumar, en þá þekkti ég nú ekki „unga herrann“. Ég er nú ekki viss, hvað ástin er mörg stig hjá mér, en kær- astinn er alveg óður og segir að ég eigi að hætta við allt saman og vera kyrr hjá honum. Allar vinkonur mínar segja, að ég eigi að gera eins og hann seg- ir, því þetta sé svo góður strák- ur, og ég sé orðin svo gömul að ég eigi að reyna að komast á fast! En ég er nú bara tæpra 18 vetra

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.