Vikan


Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 40

Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 40
fyrir glampa í augum hans, bar- áttugleði. Síðast á árinu 1945 var stofn- að hið þekkta flugfélag „Braathens SAFE". Manni dettur ef til vill í hug að stafirnir SAFE sé enska orðið sem þýðir öryggi, en svo er ekki, þessir stafir merkja „SOUTH-AM- ERICAN & FAR EAST AIRTRANSPORT A/S". Stofnféð var fjórar milljónir norskra króna, og svo byrjuðu erf- iðleikarnir fyrir alvöru. — Það er sagt cð þið þekkið orðið „mótbyr" í féiagi yðar. Það heyrist stöðugt í blöðum og útvarpi að beiðni yður um þessi oc| hin sérleyfi hafi verið t.eitað . . . — Já, það er ekki hægt að segja að mér hafi beinlínis verið hamp- að þegar stjórnarvöldin fjallu um umsóknir mínar. I nálega tutrugu ár hefi ég barið höfðinu við stein- inn, en mér finnst ég hafi unnið fyrir því að fá svolítið *neira ol- bogarúm! Það getur verið að mér hafi misheyrzt, en mér fannst ekki laust við biturleik í rödd þessa manns, sem hafði fært ríkiskassa Noregs svo margar milljónir og sem hefur verið svo góður sendiherra föður- lands síns, hvar sem hann hefur farið. Nú var hann kominn að því umtalsefni, sem ég fann að hann hafði brennandi áhuga á: Að Nor- egur verið flugumferðarþjóð. Og svo fæ ég að heyra um eitt af „heimsmetum" hans. Hann var nefnilega sá fyrsti sem skipulagði landflug til Hongkong. Með því að fljúga þannig styttist flugtíminn töluvert. Enn þá einu sinni hafði þessi norski höfðingi rutt brautina! Hann kom á fót skrifstofum víða um heim og var stöðugt á ferð- inni sjálfur, til að afla nýrra sam- banda eða til að ræða við forráða- menn þeirra sem hann hafði, og alltaf var Marja með honum, hann fer helzt ekki neitt án hennar. Meðal persónulegra vina hans eru framámenn um allan heim, bæði í stjórnmála og viðskipta heiminum. Hann er jafn eðlilegur innan um konunga, keisara, forseta og stóriðjuhölda eins og skrifstofu- fólkið heima í Noregi. Hann er virðulegur í framkomu, mjög ákveð- inn en líka ákaflega vingjarnleg- ur. Hann er einn af þeim mönnum sem veit hvað hann vill og segir það umbúðalaust. Það er kunnugt að fyrir nokkr- um árum var hann beðinn um að taka sæti f rfkisstjórninni, en Braat- hen neitaði því. — Ég vil vera frjáls. Sem stjórn- armeðlimur hefði ég ekki getað notið frelsis á þann hátt sem ég óska. Svo leiðir hann talið liðlega að flug-vandamálunum. — Þrátt fyrir það að flugfélcg mitt er eldra en SAS, og að ég hafði sérelyfi á Hongkong leiðinni, missti ég það. Þetta mál endaði raunar á athyglisverðan hátt, þar sem forsætisráðherran gerði þetta A-6 4-3-2 y A-8-6-5 ♦ K Jf, 8-6-5 K-D-9-8 y K-G-9-2 ♦ 4 * K-D-10-2 A 7-5 y io y D-G-10-9-7-6-2 4» A-9-3 A °-10 y D-7-4-3 y A-8-5-3 4. G-7-4 að stjórnarfrumvarpi, og það er eiginlega óþekkt fyrirbæri, þegar um einkafyrirtæki er að ræða. Það er ekki allt með felldu f norskum flugmálum í dag. Lítið þér bara á flugkostnaðinn við að fl/t|a sjó- mennina. Hér eru yfir 70.000 sjó- menn, en í Svíþjóð er aðeins þriðj- ungur og í Danmörk fimmti hluti af þeim fjölda. Þá sjáið þér að mikill hluti af þjóðartekjum okkar fara í vasa nágrannaþjóðanna ár- lega. Ég reikna með að með þessu höfum við tapað fleiri hundruð milljónum króna, og það eru mikl- ir peningar fyrir smáþjóð eins og okkur. Til að breyta þessum sorg- legu staðreyndum hefi ég boðizt til að kaupa upp hlutabréf Noregs í SAS, í lengri eða skemmri tíma, og taka alveg að mér Noregsdeild- ina. Með því fáum við ekki ein- göngu 25% heldur 100% af á- góðanum. — Umfram allt einkaframtak? — Já, umfram allt. Meðal ann- ars vegna þess að einstaklingur hefur meiri ábyrgðartilfinningu og fylgist betur með. Þetta eru hags- munir föðurlandsins, ekki mínir einkahagsmunir, segir hann með á- kafa og hallar sér fram á borðið. — Einhvern tíma hljótum við að vakna og einhvern tíma verðum við að læra að standa á eigin fótuml Það er hægt að segja hvað sem er um Braathen útgerðarmann, (og það gera margir) en eitt er örug- lega víst að það er að þessi stór- brotni maður hefur lært að standa á eigin fótum! Hann er fyrst og fremst bardagamaður og aldrei hræddur við að segja álit sitt, þótt það kunni að svíða undan því. Persónulega er hann ekki í neinum vafa um að flugumferðin á eftir að létta töluvert á skipa- flotanum og að það sé vel kleift. Hann heldur því sjálfur fram að skipaútgerðin taki 30% af starfs- kröftum sínum, 70% helgar hann flugumferðinni. Það sem undrar mig mest er það hvernig einn maður getur komizt yfir slíkt vinnuálag og hvernig einn maður getur haft töglin og hagld- irnar á svona viðtækum rekstri í einni hendi. Það er margt sem uppörvar. Ég hefi fjöldann allan af hörkudug- legum starfsmönnum, ég hefi góð sambönd og ég hefi brennandi á- huga á velferð Noregs. Ég hefi þá skoðun að einstaklingar og fyr- irtæki mega aldrei fljóta á ágóð- anum, heldur verða þeir að nota ágóðann til að finna nýjar leiðir. Og þetta á greinilega við um Braathen. Hann er alltaf með eitt- hvað nýtt á prjónunum. — Hvernig getið þér komizt yfir öll þessi störf? — Ég kemst yfir það sem ég vil. Það er bara að haga seglum eftir vindi. Ég fer héðan klukkan fjögur (hann lítur á klukkuna og svo á mig og það vottar fyrir brosi í munnvikunum), og ég hefi þann Það hafa löngum verið skiptar skoðanir um það, hvað væru beztu varnarsagnir gegn hindr- anasögnum. Á seinni árum hefur sú skoðun orðið ofan á, að bezta vörnin væri eftirfarandi: Dobl er til sektar; Þrjú grönd til þess að spila þau; Þrjú hjörtu eða þrír spaðar (ef hindranasögnin var í láglit); Þýða væntanlegir níu slagir í viðkomandi litum og f jög- ur lauf biðja makker um að segja sinn bezta lit. í ofangreindu spili opnaði suð- ur á báðum borðum á þremur tíglum. Á borði 1 tók vestur þá stefnu að dobla. Doblið hjá hon- góða hæfileika að geta slappað af. Ég tek aldrei vandamálin með mér heim. Heimilið er mér frið- helgur staður. Þar vil ég ekki láta ónáða mig, nema að það sé alveg nauðsynlegt. Ekki einu sinni af blaðamönnurh. Hann brosir og lit- ur aftur á mig. — Ég hef ótal sinnum verið beð- inn um að vera ræðismaður, meðal annars fyrir Venezuela og Kína, en eins og ég hefi áður sagt, kýs ég að vera frjáls. — Hafið þér tíma til tómstunda- gamans? spyr ég, en mér er það Ijóst að það eru víst fáir sem hafa jafnmörg hobbý og hann. — ( Österdal á ég stóran, dá- samlegan skóg, sem ég hefi eytt milljónum f. Þangað fer ég til að tala við þessi hávöxnu skógartröll og fylgjast með því hvernig þau dafna. í veiðitímanum stunda ég elgveiðar 10 til 12 tíma á dag. Þessutan þykir mér gaman að fara á skíði og svo tek ég mér frí all- an júlí mánuð. Þá förum við hjón- in oft á skemmtisiglingu á 10 metra báti sem við eigum, eða við för- um í ferðalög út í heiminn. Á þeim ferðalögum sinni ég oft viðskipta- erindum líka. Og gleymið heldur ekki veðhlaupahestunum mínum . . Hestar Braathens hafa unnið 5 Derby-veðhlaup, og Braathen er tfð- um var upplýsingadobl, sem velti lokaákvörðuninni yfir á austur. Austur var ekki yfir sig hrifinn af hinum veika hjartalit sínum og valdi því að breyta dobli vest- urs í sektardobl með því að segja pass. Þetta reyndist bæði ógæfu- og kostnaðarsöm ákvörðun, því suður átti ekki erfitt með að fá níu slagi. Á borði 2 sagði vestur hms veg- ar fjögur lauf og austur átti einskis úrkostar en að segja frá hinum óglæsilega hjartalit. Þessi samningur vannst einnig án nokkurra erfiðleika. ur gestur á veðhlaupabrautinni í Övrevoll. Ef hann þarf ekki að fara f ein- hverja opinbera veizlu er oftast hægt að hitta þau hjónin heima, (það er að segja ef maður slepp- ur inn). Heimilið er fullt af verð- mætum málverkum og öðrum lista- verkum. Þau eiga málverk eftir Renoir og aðra fræga málara, en ekkert eftir Picasso. — Ég hefi ekkert yndi af óhlut- lægri list. Hún segir mér ekki neitt og ég skil ekki slík málverk. Öll list, hvort sem það er málaralist, hljómlist eða skáldverk, verður að gefa manni eitthvað. Ég hefi oft setið langstundum og hlustað á ný- tízku hljómlist og notið þess. Þar með hefur þessi listgrein náð sín- um tilgangi, hvað mig snertir. Ég spyr hvort hann hafi sjálfur lagt stund á hljóðfæraleik, en hann hristir bara höfuðið og segist hafa reynt að spila á mörg hljóðfæri, en það hefur aldrei orðið neitt úr þvf. — Mér þykir gaman að syngja, segir hann. — t baðinu? — Allsstaðar, þar sem ég trufla ekki fólk með því, segir hann með glettnisbrosi. — Kannski yrkið þér Ijóð? — Ja-á, segir hann og dregur dálítið seiminn. —Ef satt skal segja VXKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.