Vikan


Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 19

Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 19
Það álag, sem slit, áhyggjur og vandamál hafa í för með sér, vex í hlutfalli við hraða og spennu í daglegu lífi og veldur sjúkdómum, m. a. kransæðastíflu mikið atriði, þegar um það er að ræða að gera mönnum ellina bæri- lega. Ellin lýsir sér ! hrörnun hinna sérhæfðu fruma í líffærum líkam- ans, svo sem kirtlafrumanna, tauga- frumanna og þó ekki sízt frumanna í hjartavöðvunum, jafnframt því sem bandvefur þessara líffæra eykst, en þó ekki svo mikið, að rýrnun eigi sér ekki stað. Húðin þornar upp og missir mýkt sína, beinin verða stökk, æðarnar tapa fjaðurmagni sínu og teygjanleika, sjúklegar breytingar verða í veggj- um þeirra og í þá sezt kalk. Blóðið er sá eini vefur, sem helzt nokkurn veginn óbreyttur. Það er þó ef til vill mest um vert, að heilafrumurn- ar týna smám saman tölunni, eftir því sem blóðrennslið um heilann verður lélegra, og frumur mið- taugakerfisins eru þær einu frum- ur líkamans, sem ekki endurnýjast eftir að frumbernsku lýkur. Heila- frumurnar lifa allan sinn aldur inn- an klausturmúra höfuðkúpunnar án þess að æxlast. Dauði hverrar heila- frumu er því tjón, sem ekki verður bætt, og ef veruleg brögð verða að dauða þeirra, orsakar það leiðslurof í geysilega flóknu tengi- kerfi heilans. Afleiðingin verður allskonar elliglöp og elliórar eða al- gert sinnuleysi. Hver heilafruma er í upphafi eins og óskrifað blað og hver maður fær að veganesti billjónir slíkra blaða, að vísu úr misjafnlega góð- um og vönduðum pappír og fer það eftir erfðum. Lífið með allri sinni margháttuðu reynslu skrifar sitt letur á þessi blöð með mynd- letri kjarnasýrusameindanna, sem enginn veit neina tölu á. Ef eitt- hvert blaðið ónýtist, þá er innihald þess glatað, eyða komin í lífsins bók, og sú eyða verður ekki fyllt. Þannig lítur þetta a.m.k. út í fljótu bragði, en trúi maður á sjálfstæða tilveru persónuleikans eftir dauð- ann, þá ber að skoða það handrit, sem heilinn geymir, aðeins sem af- rit og það á lélegum pappír, en frumritið sjálft vandaðra og geymt á öðrum stað. Við erum vön að reikna ævi ÞaS stress, sem fólk verður fyrir í dag- legu lífi, er vitaskuld hrcinn hégómi mið- að við það álag, scm t.d. hermenn á víg- völlum verða fyrir. Myndin er frá stríð- inu í Víet Nam. Hún sýnir bandariska hermenn, sem mætt hafa skotárás frá Víet Kong hermönnum. Stressið i sinni verstu mynd, endurspeglast í andlitum hermannanna. Rekstursf járskortur, lánsfjárkreppa og önnur viðskiptavandræði leggjast eins og mara á forstjórann, svo að líklegt má telja að fáir verði ver fyrir barðinu á stressinu. en einmitt hann. Stressið get- ur lcitt af sér ýmsa aðra kvilia, svo sem kransæðastíflu enda hefur sá sjúkdómur stundum verið nefndur forstjóraveiki. VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.