Vikan


Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 41

Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 41
geri ég þaS stundum þegar ég hefi góðan tíma. Oft er það óbundið mál ... Svo stendur hann upp. Samtalinu er lokið. Hann hafði eytt meiri tíma ( að tala við mig, heldur en ég hafði gert mér vonir um, samt ber ég fram eina spurningu í við- | bót: — Ef þér gætuð látið eitthvað Vera ógert, eða gert eitthvað upp á ný, hvað væri það þá? Hann nemur staðar á miðju gólfi og horfir út um gluggann. Svo seg- ir hann: — Ég hugsa aldrei um það sem búið er og gert og ekki hægt að breyta. Menn verða að líta fram á við, ekki aftur á bak. Það eru svo mörg óleyst verkefni framundan, maður verður að eyða orku sinni í lausn þeirra, en ekki að hugsa um gömul mistök. Við | lœrum af mistökunum og reynum I að láta þau ekki henda okkur aft- | url Hvers vegna er ekki bannað að selja snæri I hér?_____________________________ Ií’ramhald af bls. 27. loppin upp þar, og þannig gekk það allan tímann. Hann hefur líka komizt vel áfram í lífinu. — En hvernig dansaðir þú fox- trot? — Uss, ég kunni ekkert að dansa. Það kom þarna einu sinni dans- kennari, og ég mætti í einn tíma, síðan ekki söguna meir. — Var það svona erfitt? — Eg var svo feiminn. Nei, ég varð bara að bregða fyrir mig Þessu sígilda — fá mér í staupinu °g bjóða svo upp. — í staupinu! Ekki hafið þið þó fnátt drekka á skólaböllunum? — Nei, biddu fyrir þér. En mað- Ur átti nú samt stundum lögg, læsta niður í kofforti. — Naumast hefur verið auðvelt !að kaupa vín í þá daga? — Það var þarna góður maður niðri á Eyri, sem við heimsóttum stundum. Hann lagði í — bráð- skemmtilegur maður. Það bjargaði Þú miklu, maður kynntist svo skemmtilegum mönnum. Einn kom vestan úr Djúpi eitt haustið og fékk 0,36 á inntökuprófi, en þeir 9átu ekki sent hann heim, af því að hann var svo langt að. Svo Uáði hann sér vel upp, fékk 1. ainkunn um vorið. Við vorum tals- vert saman, þótt hann væri miklu eldri, gekk ( frakka og með hatt, ea ég nýhættur að vera í koti og Istuttbuxum. Ég man, að ég skamm- aði hann fyrir að taka ofan fyrir sjöttubekkingum. En þetta eru svo ^‘klir menn, sagði hann. Svo hætti ^ann í skólanum, þurfti að fara Qð gifta sig og svoleiðis. — Þú hefur líklega verið farinri teikna og mála á þeim árum? — Ég sat og teiknaði stelpurn- ar í tímunum. Já, og meira en það. Einu sinni teiknaði ég Þórarinn, nú- verandi skólameistara, þar sem hann sat klofvega á trjádrumbi og risti ( hann manrúnir til fallegustu stelpunnar í bekknum. Þórarinn hafði gaman af myndinni og sýndi hana á kennarastofunni. — Voru margar stúlkur stúdentar með þér? — Þrjár. Ein þeirra var Ásthildur, sem síðar varð kona Steins Stein- arr og ég veit ekki, hvernig bekk- urinn hefði komizt af án hennar. Hún var upptekin í öllum frímínút- um að þýða fyrir mannskapinn. Forkur dugleg, sjáðu. — Þekktirðu Stein vel? — Við vorum góðir kunningjar og hittumst oft. Meðal annars hitt- umst við oft heima hjá Ásthildi og systrum hennar, þegar hann var að draga sig eftir henni. Herbergi þeirra systra var mikill samkomu- staður, kallað „Skjólið". Það var stundum fjölmennt ( „Skjólinu", gólfið þéttsetið. — Þegar Tíminn og vatnið kom út, færði Steinn mér eintak að gjöf, tölusett eintak nr. 2, nr. 1 átti hann sjálfur. Kunningi minn einn, bóka- safnari, er oft búinn að handfjatla þá bók og fala hana fyrir stórar listaverkabækur. En mér þykir vænt um þessa bók og læt hana ekki. Einhvern tíma, þegar faðir minn var ( vandræðum með lesefni, fékk ég honum kverið, en hann sveiaði og kvaðst ekki nenna að lesa þessa vitleysu. Ég ýtti nú á hann, og hann lét undan að líta á kvæðin. Eftir drjúga stund leit hann upp og varð að orði: Ja, hver skollinnl Strákurinn er stórskáld! — Hvar namst þú málaralistina, Sigurður? — í Kaupmannahöfn. Og þar kynntist ég konunni minni. Við vor- um teppt úti öll stríðsárin. — Þú hefur þá komizt í snert- ingu við ógnir stríðsins? — Já, auðvitað varð maður vitni að ýmsu, en það vandist, sjáðu. Maður venst öllu. Ég man nú sér- staklega eftir því, þegar verið var að bombardera Burmeister & Wein. Það var andskoti mikið bál. Ég var í heimsókn hjá gamalli konu, góðri vinkonu minni, sem átti heima þar skammt frá. Hún var að sækja te handa okkur, þegar lætin byrjuðu, og ég henti mér hið bráðasta undir borð. Þá birtist gamla konan í dyr- unum með tebakkann í höndunum og sagði hin rólegasta: „Er nú kempan hrædd"? — Ég man Kka vel eftir hátíða- höldum okkar (slendinga 17. jún( eitt árið. Þá var útgöngubann ( borginni, maður mátti ekki láta sjá sig á götum úti eftir kl. 8 á kvöld- in til 6 eða 7 um morguninn. Við byrjuðum því veizluhöldin á ein- hverju veitingahúsi kl. 3 um dag- inn og héldum svo heim til okkar Önnu fyrir kl. 8. Við vorum orðin heldur á seinni skipunum, og stúlk- urnar tóku af sér skóna og hlupu á sokkaleistunum eftir götum Kaup- SSL PALT Sambyggðar trésmíðavélar járnvörur & verkfæri h.f. Tryggvagötu 10 — Sími 15815. Engin gluggatjöld hanga jafn fagurlega og íslenzku al-ullar gluggatjöldin frá ÚLTIMU Gerið samanburð á þeim og gluggatjöldum úr öðrum efnum — einkum þó eftir að báðar tegundir hafa verið hreinsaðar. Umfram allt: Gerið samanburð! Sölustaðir: Teppi h.f., Austurstræti, Reykjavík, Gluggatjöld, Kjörgarðl, 2. hæð, Reykjavílt, Kaupfélag Borgflrðinga, Borgar- nesl, Verzlunin Huld, Akranesi, í helldsölu til verzlana beint frú Verzlunin Vökull, Sauðárkróki, Verzlunin Björk, Blönduósi, Markaðurinn, Akureyri, Askja, Húsavík, Verzlunarfélag Austurlands, Egils- stöðum, Drífandi, Vestmannaeyjum. ÚLTÍMU, KJÖRGARDl, Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.