Vikan


Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 18
Páll V. G. Kolka, læknfr: Hans Sclye, prófessor við háskólann í Montrcal grundvallaði kenningar um Stress og varð heimsfrægur fyrir. Það er aiveg verið að loka bankan- um og maðurinn þýtur upp tröppum- ar á siðasta augnabliki. Hann hefur ef til vill þurft að leita tímunum sam- an að bílastæði í miðborginnl, og víx- illinn á síðasta degi. Það álag, sem maðurinn verður fyrir undir þcssum kringumstæðum, er nefnt strcss, og þeir eru margir scm verða iUilega fyrir barðinu á stressinu nú á dög- um. Eitt af því scm veldur ónauð- synlegu stressi, er það, þegar stofn- anir eins og bankarnir loka aUir á sama tíma. Á allra síðustu áratugum hefur orðið til nýtt hugtak innan læknis- fræði og lífeðlisfræði, táknað með enska orðinu „stress". Ef þið flettið enskri orðabók, munið þið sjá orð- ið „stress" þýtt á næsta mismunandi hátt, svo sem tog — sbr. reiptog — að eitthvað sé þanið eða teygt. En það getur líka þýtt hið gagn- stæða, sem sé þrýsting, að þjapp- að sé saman eða þjarmað að. Það getur og náð yfir allt þetta í senn og þá í merkingunni þolraun. Sá maður, sem hefur innleitt þetta orð í hugtakafræði læknavísindanna, próf. Hans Selye, viðhefur það nán- ast í þeim skilningi. [ fyrstu notaði hann það aðallega yfir það slit, sem líkaminn — eða einstök líffæri hans — verður fyrir í önnum og um- stangi lifsins, en nú öllu fremur sem samheiti yfir öll viðbrögð mannsins gegn umhverfi hans. „Stress" verður því ástand Ifkam- ans í vörn og sókn lífsbaráttunnar gagnvart enhverjum „stressor" eða utanaðkomandi afli, sem leitast við að raska „homeostasis" eða til- hneigingu líkamans til Ifffræðilegs stöðugleika í umsvifum ytri áhrifa. Þetta hugtak er að nokkru komið inn f meðvitund almennings, en þá oftast frekar á andlegu eða geð- rænu sviði, og skilja flestir það þá sem sálarlegt ástand, þar sem hrikt- ir í rá og reiða sálarfleysins, svo að það fer halt á hlið, eins og f samlíkingu Bólu-Hjálmars. Dr. Selye notar orðið „stress" að vísu einn- ig í þessum skilningi, en þareð niðurstöður hans eru studdar afar- vfðtækum tilraunum á dýrum, eink- um rottum, þá gefur að skilja, að ,,stress"-hugtak hans er einkum bundið við sýnileg og sannanleg viðbrögð líkamans, enda þótt hann dragi af þeim ýmsar ályktanir, sem eru sálarlegs eða jafnvel heim- spekilegs eðlis. Orðið „stress" táknar þvf hjá dr. Selye ástand og viðbrögð lifandi veru f hverri þeirri þolraun, and- legri og Ifkamlegri, sem mætir henni á lífsins leið. Yfir þetta hugtak nær ekkert orð fslenzkrar tungu til fulls og mun ég því nota orðið stress, sem vel getur samræmzt beyging- arreglum málsins, enda er það kom- ið inn f flest önnur tungumál sem alþjóðlegt heiti, svo að Þjóðverjar segja der Stress, Frakkar le stress, ítalir lo stress, Spánverjar el stress, Portúgalar o stress, en á íslenzku verður það hvorugkyns — stressið — og beygist þá eins og fress eða ess í merkingunni reiðskjóti. Stress er í raun og veru hvert það átak, sem maður gerir til að aðhæfa sig breytingum umhverfis- ins og hefur að því leyti jákvæða þýðingu til vaxtar og þroska. En það getur Kka orðið manni um megn, valdið sjúkdómum eða dauða, og alltaf veldur það ein- hverju sliti á líkamanum eða ein- stökum líffærum hans. Það er eitt af höfuðatriðunum í stress-kenningu dr. Selye, að hver maður fæðist með afskammtaðan forða lífsorku, andlegrar og líkamlegrar, og er hann næsta mismunandi. Sumir taka í arf frá foreldrum sínum við æxlunina mikið veganesti andlegr- ar og líkamlegrar heilsu, aðrir eru bjargálna, en enn aðrir eru getnir öreiga, þvf að líf einstaklingsins hefst við samruna sáðfruma og eggs, en ekki fyrst við fæðinguna. Hvert átak okkar í Iffinu eyðir nokkru af þessum orkuforða og ell- in er merki þess, að hann sé að ganga til þurrðar. Dr. Selye heldur þvf fram, að þessi meðfæddi skammtur verði að endast út alla ævina, því að á lífsleiðinni fáist engin aukning hans né endurnýj- un. Þetta finnst mér vera hæpnasta atriðið í kenningu hans, þvf að sumir menn virðast geta hlaðizt andlegri orku, sem verkar á líkam- lega heilsu þeirra og þrek, en skv. kenningu dr. Selye verður lífið eins- konar eyðimerkurganga, þar sem allt er undir veganestinu komið, af því að enga lind eða áningar- blett sé þar að finna. Þetta skiptir þó ekki meginmál fyrir niðurstöð- ur hans að öðru leyti, en þær eru að miklu leyti fengnar með tilraun- um á dýrum og getur þetta átt við þau, þótt maðurinn búi yfir þeim mætti að geta með töfrasprota and- ans slegið vatn úr hörðum kletti og dettur manni Albert Schweitser f hug f því sambandi. Við getum reynt að spara nestið með því að forðast allar þolraunir og lifað á þann hátt tilbreytingarlausu Iffi nirfilsins, eða eytt því eins og höfð- ingjum sæmir og hugsað meira um afrek en árafjölda. Allt líf er að miklu leyti aðhæfing við síbreytilegar ytri aðstæður. Heilsa og hamingja er undir því komin, að þessi aðhæfing takist á sómasamlegan hátt, mistök í þessu efni valda sjúkdómum og vansæld eða dauða. Saga framþróunarinn- ar frá einfrumungi til viti borins manns er hið dásamlega ævintýri um það, hvernig lífverum tókst að þroska með sér hæfileika til aðhæf- ingar við sfbreytileg ytri skilyrði og sigrast á þeim, en maðurinn er að- lögunarhæfasta skepna jarðar. Oll þau átök, sem slík viðureign við umhverfið hefur í för með sér, heimfærir dr. Selye undir hugtak- ið stress. Hermaður, sem særist f orustu — sjúklingur, sem tekið hef- ur næman sjúkdóm, — móðir, sem hefur áhyggjur af veiku barni sínu, — maður, sem veðjar á hest í kapp- reiðum — hesturinn sjálfur og knap- inn — öll verða þau að þola stress, sem eyðir nokkru af meðfæddum orkuforða þeirra, mismunandi miklu eftir þvf, hvernig þeim tekst að að- hæfa sig þeim kröfum, sem þetta gerir til þeirra, og eyddur forði verður ekki endurnýjaður, segir dr. Selye. Það er gömul og ný reynsla, að aðgerðarleysi út af fyrr sig er ekki hollt — með æfingu og hæfilegri þjálfun verða flestar aðhæfingar- aðgerðir auðveldari og áreynslu- minni. Kraftar endast betur, ef á- reynslunni er skipt með hæfilegum hvfldum, og þekkjum við það t.d. er við berum þunga byrði f hönd- unum, að þreyfan verður minni, ef oft er skipt um hönd. Hvfld getur þannig einnig verið fólgin f tilbreyt- ingu — í þvf að skipta öðru hvoru um viðfangsefni. Hvfld er ekki sama sem aðgerðaleysi, því að á atorku- manninn verkar aðgerðarleysið sjálft sem stress. Athafnamaður, sem verður að láta af störfum fyr- ir aldurs sakir og finnur sér ekki nýtt viðfangsefni, hrörnar andlega og líkamlega fyrr en hinn, sem finnur nýtt starf eða verkefni viC sitt hæfi. Þetta er mjög þýðingar- Jg VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.