Vikan


Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 23
 Ip i 1 sl' * KÉi. i pillsiíliii: lliilll; ■Hi ■ áMi t ’i. : f : ' li ■:, IfpÉgpi ililill ■m Épjj|pn M ■• , . Nýjungar f karlmannafata- tízkunni Rúskinn hefur komizt mikið í tízku að undanförnu, og ^ er það vissulega tilbreyting frá tweedinu sem verið hafði svo til einrátt í sportfatnaði. Herramaðurinn á myndinni er einstaklega sportlega klœddur í rúskinnsskóm, jakka og rúskinns- bindi. Með þessu notar hann köflótta skyrtu og takið eftir því hvað strengurinn á buxunum er neðarlega. Það finnst að vísu ekki öllum þægilegt að láta beltið sitja svona á mjöðmunum en það mun þó vera allmjög í tízku um þessar mundir. Ef maður vinnur þesskonar störf, sem útheimta skyrtu, bindi og £ vejuleg jakkaföt, er mikill léttir að geta haft fataskipti þeg- ar heim er komið, og það er staðreynd að maður hvíl- ist miklu betur á þann hátt. Það er því miður sjaldgæft, að skrif- stofumenn t.d. hafi fataskipti þegar heim er komið, heldur hengja þeir í mesta lagi af sér jakkann og losa um hálsmálið. Ólíkt þægilegri væri búningur, eitthvað ámóta því sem sést hér á myndinni, en það eru svartir inniskór, hvítar kakibuxur með svörtu belti og mjúk ullarskyrta, hneppt upp í háls einnig hvít á lit. Þá fyrst þegar maður er kominn í svona þægilegan heimabúning, getur maður notiö þess að láta rétta sér dagblaðið og pípuna. ^ ^ Hér á íslandi höfum við frábært hráefni í úlpur, sem eru gærurnar, en fram til þessa höfum við ekki borið gæfu til að nota það eins og hægt væri. Aftur á móti er hægt að kaupa í nágrannalöndunum dáfallegar úlpur, gerðar úr þessu efni, eins og sjá má á myndinni hér til vinstri. Þarna snýr ullin inn en skinnið út og hefur fengið brúna, fallega áferð. Gaman væri að íslenzkir fataframleiðendur tækju sig nú til og framleiddu eitthvað skárra en þessar venjulegu grænu úlpur sem orðið hafa eins- konar þjóðbúningur íslenzkra karlmanna á und- anförnum árum. <J] Það tíðkast að menn gangi í þessum stopp- uðu jökkum jafnt sumar sem vetur og allir kr.nnast við það, hversu óþægilegt það getur verið. Þeir sem vinna í skrifstofum og öðru sæmilega upphituðu húsnæði, byrja allflestir á því að taka af sér jakkana og hengja þá á stól- inn sinn. Hér á myndinni er léttur poplinjakki, sem er svo þægilegur, að ætlazt er til þess að menn gæti verið í honum jafnvel á sæmilega heitri skrifstofu. Sumum kynni að finnast að þetta væri bara skyrta, en það er misskilning- ur, þetta er jakki með þremur hnöppum að framan, frjálslegur og fallegur og hentar auð- vitað fyrst og fremst að súmarlagi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.