Vikan


Vikan - 31.03.1966, Page 10

Vikan - 31.03.1966, Page 10
Á tímabilinu frá krossferðum og fram undir lok miðalda voru Frakkar og Englendingar hvað öflugastir í flokki Evrópuþjóða. Krossferðaævintýrin og kynning sú við menningu fslams, sem þau höfðu í för með sér, höfðu vakið með þeim ákafa þjóðernis- kennd, eflt þjóðareiningu og styrkt konungsvald. Með Frökk- um sérstaklega fylgdi þessu menningarleg vakning; þá kom upp hjá þeim skáldskapur trúba- dúra, byggingarstíll sem ítölsk stertimenni af stríðni kölluðu gotneskan og París með sínum Svartaskóla varð háborg skóla- spekinnar og raunar Evrópu- menningarinnar í heild; þeirri tign hefur sú borg aldrei fyllilega sleppt síðan. Aðrar þjóðir Vestur-Evrópu en Englendingar áttu þess lítinn kost að etja kappi við Frakka um þær mundir. Þýzkalands- keisari var að vísu að nafni einn voldugastur þjóðhöfðingi í sam- anlagðri kristninni, en drottmm hans yfir mörgum hertoga þeirra og fursta, er þjóna skyldu und- ir hann, var litlu meiri en í orði kveðnu. Auk þess voru margir Þýzkalandskeisarar þessa tíma- bils hálf- eða algerðir ónytjung- ar eða þá rómantískir eldhugar, sem fullerfitt áttu með að fóta sig á hinum hálu refilstigum stjórn- málanna. Spánverjar höfðu þá ærið að vinna við að berja á Márum og hver öðrum. Á Ítalíu græddu smekkvísir bisnissmenn of fjár á viðskiptum við íslam og þar kom upp renissansmenn- ingin, sem á næstu öldum frjóvg- aði andlegan akur Evrópu allrar: en Ítalía var sundruð í mörg smáríki og þótt mörg þeirra yrðu undir lok miðalda undra- öflug miðað við stærð, var þó tæplega á þeirra færi að etja kappi við stór þjóðríki undir sterkri miðstj órn. Englendingum og Frökkum hefur sjaldan orðið skotaskuld úr því að finna sér efni til á- greinings, og var svo einnig í þennan tíma. Allt frá því að Vilhjálmur bastarður hófst til ríkis í Englandi höfðu konung- ar þess lands gert tilkall til ým- issa franskra héraða. Einkum var báðum aðilum sárt um Flandern, en þar var þá vefnaðariðnaður mikill og mikilvægur markaður fyrir Englendinga, sem fram- leiddu ull í stórum stíl. Þar að Húsið, sem Jóhanna frá Örk fæddist í, í Domrémy í Lóthringen. jðHnnnn FRH ÖRK Dagur Þorleifsson fók saman „Guð hefur fyrirskipaS mér að bjarga Frakk- landi,“ sagði Jóhanna og sigursæld hennar var í sannleika kraftaverkakennd. Þessi ólæsa ungl- ingsstúlka reyndist öllum samtímamönnum sín- um snjallari, jafnt konungum, hershöfðingjum og skólaspekingum kirkjunnar. Jótaanna frá Örk. Myndin er frá því síðla á sextándu öld, svo hæpið er að hún sýni ungfrúna eins og hún var. Þetta málverk sýnir þann merkilega viðhurð, er Jóhanna hcyrði „raddirnar", sem sögðu henni að frelsa Frakkland undan Englendingum. Þá sat hún yfir rollum föður síns, svo sem myndin sýnir. JQ VIKAN 13. thl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.