Vikan - 06.04.1966, Page 9
öllu framandi áður. íslenzk-
ir sjómenn, sem lent hafa í
tuski við lögregluna í Ham-
borg og víðar, hafa sumir ljót-
ar sögur af ruddaskap henn-
ar að segja, og eru þeir ekki
einir um það. Þannig varð
heljarmikill hávaði út af því
í heimspressunni nýlega, að
þýzkættaður Bandaríkjamað-
ur, Ernst Haas að nafni, var
laminn til bana í fangelsi í
Hamborg, eftir að hafa dval-
ið um hríð í pyndingaklefa,
sem þetta fangelsi er útbúið
með.
Út af þessu varð þó nokk-
uð hneyksli og var pyndinga-
klefanum lokað, og meira að
segja múrað fyrir dyrnar. En
hvorki dómsmálaráðherra
Hamborgar eða fangelsisstjór-
inn hafa verið ákærðir fyrir
það að hafa yfirleitt látið það
viðgangast, að slíkur klefi
væri til í fangelsinu — og í
brúkun. Klefi þessi var mjög
kaldur og þar voru hvorki
rúm né ábreiður. Stundum
voru fangar látnir standa þar
naktir, meðan beint var að
þeim sterku ljósi. Þessutan
voru þeir stundum barðir og
pyndaðir á fleiri vegu.
Svipuð tækni er viðhöfð í
fleiri vestur-þýzkum fangels-
um. í unglingafangelsinu Roc-
kenberg eru óþægustu fang-
arnir lokaðir í rökum kjallara,
þar sem úir og grúir af rott-
um. Og sé einhver staðinn að
þvi að reyna að strjúka með
því að klifra yfir fangelsis-
múrana, er miskunnarlaust
skotið á hann.
Yfirvöldin virðast heldur
ekkert hrifin af tillögum um
úrbætur varðandi aðbúnað í
fangelsum. Þannig ráku þau
fyrir skömmu fangelsisstjóra
einn, sem þótti sýna föngum
sínum meiri mannúð en hæfi-
legt var talið samkvæmt
þýzku réttlæti.
Cliurchill afftur
a Parlamentlð
Myndhöggvari að nafni Oscar
Nemon er um þessar mundir
að gera myndastyttu af
Churchill heitnum, og á að
stilla henni upp á góðum stað
í neðri málstofu Parlaments-
ins. Nemon á að kunna sitt
verk, því að hann hefur
margsinnis áður höggvið út
myndir af gamla manninum.
Churchill hafði sjálfur mikið
álit á Nemon og sagði um
eina höggmynd hans af sér:
Hún lítur út eins og ég.
Churchillstyttur Nemons eru
því víða á virðulegum stöð-
um, til dæmis í Windsorkast-
ala og ráðhúsi Lundúna.
FYRSTA UPPLAGIÐ AF HLJÓMPLÖTU JÓNASAR ÁRNASONAR
„LÚKARSÖNGVAR" SELDIST UPP Á NOKKRUM DÖGUM. SÝNIR
ÞAÐ HINAR MIKLU VINSÆLDIR PLÖTU ÞESSARAR. NÚ ER HÚN
AFTUR KOMIN í HLJÓMPLÖTUVERZLANIR.
FÁLKINN H.F.
Hljómplötudeild.
Útvarpserindi Hannesar Jónssonar félagsfræðings um fjöl-
skyldu- og hjúskaparmól fóst nú í bókarformi, ásamt
ýmsum viðbótum, undir nafninu
Samskipti karls 09 konn
Þetta er heilbrigð, heillandi og þörf bók, sem á erindi
til karla og kvenna á öllum aldri.
Foreldrum, unglingum og trúlofuðu og nýgiftu fólki er
sérstaklega bent á bókina.
Einnig vekjum við athygli á bókinni FJÖLSKYLDUÁ/ETL-
ANIR og SIÐFRÆÐI KYNLÍFS en hún fjallar á heilbrigðan
og hispurslausan hátt um fjölskylduáætlanir, frjóvgunar-
varnir og siðfræði kynlffs. 60 skýringarmyndir.
Bækurnar fást hjá bóksölum og beint frá útgefanda.
FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN
Pósthólf 31. — Reykjavík.
Pöntunarseðill: Sendi hér með kr......... til greiðslu
á eftirtalinni bókapöntun, sem óskast póstlögð strax:
...... Samskipti karls og konu, kr. 225,00.
...... Fjölskylduáætlanir og siðfræði kynlífs, kr. 150,00.
Nafn: ................................................
Heimili: ............................................
VIKAN 14. tbl. Q