Vikan - 06.04.1966, Blaðsíða 13
Hér er Britt Sellers með dótt-
ur sína Victoriu. Hún er tölu-
vert lík pabba sínum Peter
Sellers, þótt hún sé óneitan-
lega töluvert fríðari.
•JACQUELINE
OGBÖRNIN
Þær eru glaðar á svip mæðg-
urnar Jacqueline og Caroline
Kennedy, enda eru þær í Ida-
lio, langt frá skarkala stór-
borgarinnar og stunda skíða-
íþróttina af kappi.
John hefur aldeilis fengið
góðan leikfélaga, lítinn eski-
móahund, og þykir honum
tryggara að halda sig hjá
lionum heldur en að fylgja
móður sinni og systur á
skíðaferðum.
Rakettu-hpaðlestip
milli Tokyo og
Opsakaepflfðtapi
og þægilegpi
en tlugvél
Japan er fremsta land í heimi
í öllu því sem að umferð lýt-
ur og nú hafa Japanir komið
með það nýjasta nýja: rak-
ettu-hraðlest sem er jafn hrað-
skreið og flugvél.
Lestin gengur á milli Tokyo
og Osaka, sem er mesta iðn-
aðarborg landsins. Hún ekur
þessa leið, 500 km. á þrem
tímum og tíu mínútum og
er þegar orðin skæður keppi-
nautur flugþjónustunnar.
Vissulega flýgur þota milli
Tokyo og Osaka á hálftíma,
en bílferðin milli borgarinnar
og flugvallarins tekur meira
en tvo og hálfan tíma. Árang-
urinn er: flugið tekur jafn-
langan tíma og lestin, en er
óþægilegra og dýrara. Flug-
félögin tvö, Japan Airlines og
All Japan Airlines, sem ann-
ast flutninga á þesari leið
töpuðu strax á fyrsta mánuði,
28% það fyrrnefnda og 25%
það síðarnefnda, af umsetn-|
ingu sinni. Flugfélögin hafa
ekki ennþá fundið neina leið
til að mæta þessari sam-
keppni.
Japanskir kaupmenn og
iðjuhöldar, sem eru iðnastir
allra, meta það mest hve
hraðlestin rennur mjúklega
og án alls hristings, svo það
er auðvelt að vinna við bréfa-
skriftir og annað á leiðinni,
en það er ómögulegt að gera
í bílum eða strætisvögnunum,
sem notaðir eru til og frá flug-
völlunum. Það er staðreynd
að Kikari-lestin (hraðlestin)
þýtur svo hljóðlega áfram, að
fjöldinn allur af verkamönn-
um við brautirnar hafa ekki
orðið þess varir og látið lífið,
vegna þess að þeir hafa ekki
getað forðað sér ....
Tízkan frá Kennedyhöfða
Nú er gull og gylling ekki
lengur jafn hátt skrifað í
tízkuheiminum og áður. Nú
er það stálið og silfrið, sem
gildir. Ástæðan: Búningur
geimfara og geimförin sjálf
eru silfurgljáandi.
Þessi tízka er upprunnin á
Kennedyhöfða. Spegilglamp-
andi búningar geimfaranna
hafa haft gagnger áhrif í
tískuheiminum. Nú er farið
að silfra allan mögulegan
fatnað: sokka, peysur og þó
einkum frakka og jakka.
Silfrað „meik-öpp“ er líka
komið á markaðinn og að
sjálfsögðu silfurlit undirföt.
Mikið af þessu nýja dóti
er úr plasti, og fylgir með
sögunni að framgangur þess
efnis séu meiri tíðindi í tízku-
heiminum þetta árið en til-
koma stutta kjólsins.
VIKAN 14. tw. jg