Vikan


Vikan - 06.04.1966, Page 22

Vikan - 06.04.1966, Page 22
Tarrant var að hugsa og hann hafði nokkra vonbrigðatilfinningu. Hann var heillaður af stúlkunni. Hún var fögur og örvandi. Rósemi hennar móti framandlegum, dökk- um bakgrunni fyrri ævi hennar, var m|ög spennandi, en ennþá vantaði eitthvað — af hæfileikanum, sem hann hafði lært að skynia hjá und- irmönnum sínum, á sama hátt og hann skynjaði gæði góðs vindils, áður en hann kveikti í honum. Þetta var erfitt að útskýra. Kannske var það frekar geta en hæfileiki. Getan til að sameina kalda grimmd og járnharðan vilja. Hún hlyti einhvern tíma að hafa haft þá getu. Var hugsanlegt að hún hefði nú glatað henni? Enn hafði hann ekki séð hennar neinn vott f Modesty Blaise. Hún var mjög afslöppuð, hafði fullkomna stjórn á sér og það var gott. En hann fann engin merki þeirrar getu, sem vekur tígrisdýrseðlið í manninum. Var stálkjarninn ryðgaður og eldur vilj- ans kulnaður? — Við höfum ekki verið að safna neinum glóðum elds að höfði yð- ar á nokkurn hátt, sagði hann föð- urlega. — Við vorum þvert á móti að vona, að við gætum haft gagn af yður. Hún dreypti á glasinu sfnu án þess að hafa augun af honum. — Mig notar enginn, Sir Geral'd, svaraði hún mjög rólega. — Eng- inn. Ég tók þá ákvörðun fyrir langa löngu, áður en skýrsla ykkar hefst. — Ég skil. En ég var að vona, að við gætum unnið yður á okkar band. — Hvernig? Hún horfði forvitnis- lega á hann. Tarrant virti fyrir sér glóðina í vindlinum sfnum, og leit af tilviljun yfir á Fraser, sem sat með aðra höndina á hnénu. Hann hélt fingrunum öllum saman og þumalfingrinum upp að vfsifingrin- um, með lófann niður. Það var álit hans, að hér ætti að fara beina leið að markinu. Tarrant var á sama máli. — Okkur er Ijóst, að það er til- gangslaust að bjóða yður peninga, ungfrú Blaise, sagði hann. — En við getum boðið yður Willie Gar- vin. — Willie? augabrúnirnar mynd- uðu boga upp á við. 22 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.