Vikan - 06.04.1966, Qupperneq 23
— Já. Hafið þér hitt hann ný-
lega?
— Ekki í um það bil hálfan ann-
an mánuð. Þá var hann í borg-
inni í nokkrar vikur. Svo fórum við
til The Threadmill eina helgi, til að
reyna nýja hraðbátinn hans. Eftir
það var ég í mánuð á Capri og
kom aftur fyrir viku. Ég hef ekki
heyrt hann né séð siðan.
— Þér finnið hann ekki í The
Threadmill.
— Það kemur mér ekki á óvart.
Draumur Willies um að eiga og
reka sfna eigin litlu krá, hefur mjög
fIjótlega fölnað. Hann er mikið á
ferðinni — og hann á mjög fjöl-
breyttan lista af vinkonum. Frá
premier eru til heiðarlegra vin du
pays.
— Garvin ætti að njóta sinna
rómantísku rétta. Hann er mjög,
mjög langt í burtu, hinum megin
í heiminum, og hann er í fangelsi,
ungfrú Blaise. Ekki undir sínu eig-
in nafni, er mér óhætt að segja.
En ég geri varla ráð fyrir, að það
skipti máli, undir hvaða nafni mað-
ur er hengdur.
Þá kom það, og Tarrant naut
þess með sannri gleði. Modesty
Blaise hafði ekki breytt um svip
eða stellingu á minnsta hátt, og
hún sat enn með fæturnar dregna
upp undir sig, öðrum megin á sóf-
anum, með rauðvínsglasið f hend-
inni. Ekkert hafði breytzt, hún hafði
ekki einu sinni hreyft augnalok. Þó
var allt í einu eins og allur þessi
stóri salur væri þrungin af neist-
andi útstreymi þess afls, sem grann-
vaxna kona hafði yfir að ráða.
Þetta barst Tarrant eins og salt-
keimurinn af stormi f nánd; þegar
kyrrstæðar eigindir hrannast upp
þar til stíflan brestur og orkan leys-
ist úr læðingi.
— Hengdur? Rödd hennar var
ennþá mild.
— Eða skotinn, svaraði hann og
yppti aðeins öxlum. — Það er ekki
auðvelt að segja, vegna þess að
ástandið á . . . á staðnum, þar sem
Garvin er nú, er dálítið óvisst. Ég
held, að þetta sé einmitt rétti tím-
inn fyrir einhvern til að gera eitt-
hvað — ef hægt væri að gera það
innan næstu átta eða nfu daga.
Modesty Blaise slökkti f hálf-
reyktri Perfecto Fino sfgarettunni og
dró til sín postulínskrukku. Upp úr
henni tók hún þykkt svart tóbak
og gulan pappír. Annars hugar og
með þjálfaðri hendi dreifði hún
tóbakinu á pappírinn, vafði vindl-
ing og kveikti f.
— Þetta er allt saman mjög dul-
arfullt, Sir Gerald, sagði hún.
— Já. Og á að sjálfsögðu að
vera það.
— Þið viljið fá mig til að vinna
fyrir ykkur . . . ?
— Eitt starf, flýtti hann sér að
segja. — Eitt sérstakt starf. Það er
allt og sumt. Það er starf, sem þér
hafið einstaka hæfileika f, og þó
getur svo farið, að það verði ekki
annað en eftirlitsstarf.
— í staðinn ætlið þér að segja
mér, hvar Willie Garvin er núna?
Spurningin hékk í loftinu. Tarr-
ant tók glasið sitt, lyfti því, saup
á og lagði það frá sér aftur. Hönd
Frasers hvíldi enn á hnénu. Hún
hafði snúizt og var ofurlítið kreppt.
Skoðun hans: Þjarmaðu að henni.
Tarrant hugsaði málið og afneit-
aði ráðleggingunni.
— Nei, sagði hann og reis á
fætur. — Það er gjöf, ungfrú Blaise.
Og nú förum við, vegna þess að
ég veit, að þér hafið mikið að
gera og nauman tíma. Fraser, gerið
svo vel að afhenda ungfrú Blaise
afrit af skeytinu.
Eitt andartak stækkuðu augu
Frasers af ósvikinni undrun. Svo
náði hann sér aftur og drúpti hlýð-
inn höfði og rótaði í skjalatösk-
unni. Hún tók blaðið úr höndum
hans og gekk hægt yfir að stóra
glugganum og las það, sem á því
stóð, með sígarettuna milli tveggja
fingra.
— Þakka yður fyrir. Hún kom aft-
ur þangað sem mennirnir stóðu,
rétti Fraser skeytið en augu hennar
hvíldu á Tarrant. — Mér skilst, að
starf yðar megi bíða nokkra daga,
Sir Gerald? Ég verð ekki ( landinu
næstu tíu dagana eða svo.
— Ef ég má tala við yður, þeg-
ar þér komið aftur, er ég hæst-
ánægður. Hann tók hönd hennar:
— Verið þér sælar. Ég vona, að
ferð yðar heppnist vel.
— Ég þakka yður aftur. Hún
gekk með þeim upp þrepin að lyft-
unni. Dyrnar opnuðust, þegar hún
þrýsti á tvo hnappa við lyftudyrn-
ar.
— Þér eruð mjög snjall, Sir Ger-
ald. Hún leit á hann með óduld-
um áhuga. — Hvernig vissuð þér
það?
— Fyrirgefið — hvað?
— Að ég hata þvingun. En mér
er mjög annt um að greiða allar
skuldir. Ég er viss um að það er
ekki í skýrslunni minni.
— Nei. Tarrant tók upp hattinn
sinn og regnhlífina. — En ég hef
hitt Willie Garvin.
— Hann hefur ekki rætt við mig.
— Nei, en hann er ekki lokuð
bók. — Mér fannst mjög auðvelt
að lesa hann, og ég var viss um,
að hann endurspeglaði yður. Þegar
allt kemur til alls, sköpuðuð þér
hann.
Fraser greip tækifærið: — Eftir
höfðinu dansa limirnir, sagði hann
með örlagaþrunginni rödd, og illa
dulinni gleði. — Á hárunum skal
hundinn kenna.
Enn einu sinni lék örlítið bros um
varir hennar og hún hristi höfuð-
ið.
— Ég hefði átt að geta séð það,
muldraði hún. — Það er erfitt að
varpa skuldinni á þig, Willie. Drott-
inn minn, ég skil svo vel, hvernig
þér hefur liðið.
Hún drap í sígarettunni og sneri
sér að símanum. Næstu klukku-
stundina var hún önnum kafin að
hringja í allar áttir, meira að segja
var eitt símtalið við mann átta
þúsund mílur f burtu, og honum
brá mjög þegar hún hringdi. Þeg-
ar því var lokið fór hún inn í
svefnherbergið sitt, sem var í föl-
grænum, fílabeinsgulum og silfur-
gráum litum. Veggirnir voru vfðar-
klæddir og viðurinn hægra 'megin
við stóra, tvíbreiða rúmið var að-
eins málað stál. Veggurinn opnað-
ist, þegar snyrtiborðsskúffurnar
voru settar f vissa afstöðu hver við
aðra,-og hreyfðist á hljóðlausum
legum.
Bak við hann var sex ferfeta
skápur. Eitt andartak stóð hún og
horfði á stóru töskurnar þrjár, sem
stóðu á gólfinu, og dótið ( hillun-
um. f augum hennar mátti lesa
ánægjulega uppgjöf.
— Hversvegna skyldum við hafa
haldið öllum okkar áhöldum, Willie
vinur? sagði hún upphátt.
Hún kraup á kné og tók að opna
eina af töskunum.
Framhaldssaga
efltlr Reter 0‘Donald 2. hluti
Þegar þeir komu að bflnum, sett-
ist Fraser undir stýri og tók til
máls með tilneyddri aðdáun hins
sigraða, sem neyðist til að óska
sigurvegaranurp til hamingju.
— Þetta fór mjög vel, Sir Ger-
ald, ef ég má segja það. Mér datt
ekki ( hug, að það væri svona
árangursrfkt að setja hana f skuld.
— Þér getið sagt það, Frœer,
þér getið sagt það. En ég geri ráð
fyrir, að yður sé Ijóst, að þess
þurfti í rauninni ekki.
— Ég bið yður afsökunar?
— Hún hefur gengið á línunni
milli Iffs og dauða meiri hluta sinna
tuttugu og sex ára. Haldið þér að
það sé auðvelt að hætta þvf?
— En hún hefur náð takmarki
sínu, Sir. Hálf milljón eða svo, og
þægilegt Iff.
— Tilgangslaust. Jafnvel dapur-
legt. Hætta getur verið eins og eit-
urlyf, og hún er þræll hennar. Þér
ættuð að skilja það, þér voruð
enn háður hættunni, þegar þér vor-
uð tvisvar sinnum eldri en hún er
nú. Ég varð að draga yður upp
að skrifborðinu. Stúlkan lætur það
svo sem ekki sjást. Hún foefur mjög
góða stjóra á sér, en hún finnur
samt til. Röddin var mjög þurrleg.
— Það kom ekki í Ijós með Willie
Garvin fyrr en núna.
— Ég bið forláts. Fraser kyngdi
munnvatni sfnu og leit undirgefinn
á svip á félaga sinn. — Ég hef
enn ekki skilið, hvað þér eruð að
fara, Sir. Þér virðist vera að halda
þvf fram, að það að gera hana
skuldbundna okketr á þann hátt, að
gefa henni Garvin, hafi verið raun-
verulega ástæðan fyrir þvf, að við
unnum hana á sveif með okkur.
— Það er afsökunin, sagði Tarr-
ant hljóðlátur. — Hún þarfnaðist
afsökunar, hvort sem hún veit það
eða ekki. Ég var ekki að leita að
leið, til að neyða hana með okkur.
Ég var að leita að réttu leiðinni til
að láta hana vinna fyrir okkur,
Jack.
Notkun fornafnsire og þvf með
fyrsta persóna eintölu, var merki
um að Ijúka leiknum, sem Fraser
þótti svo vænt um, og gaf jafn-
framt til kynna, að tjaldið hefði
fallið um hríð, og þeir væru aftur
aðeins venjulegir borgarar, utan
vinnutfma. Fraser slappaði af og
Framhald á bls. 45.
VIEAN 1.4. tbl.