Vikan


Vikan - 06.04.1966, Side 39

Vikan - 06.04.1966, Side 39
Barnamynriatðknr GRETTISGÖTU 2 (ÁÐUR BORGARTÚNI 7). SÍM115905 öskra og opna gluggann til að hleypa gasinu út. Þetta gekk allt að óskum. Hún varð auðvitað að vera við leiðin- leg réttarhöld, en það var ekki hægt að benda ó neitt sem gat sakfellt hana. Eftir jarðarförina flutti hún til London. Hún leigði litla notalega íbúð í Bloomsbury, og arfurinn eft- ir Jeremy var svo mikill að hún gat horft fram á þægilegt líf. Þetta hefðu getað orðið sögulok, ef Mill- ard hefði ekki gert sig sekan ( óreiðu í sambandi við vörusýning- una. Þá fóru stjórnarmeðlimirnir að (grunda hver það hefði verið sem hefði mælt með honum við stjórn- arkjörið, og það var farið að grennslast eftir hvernig á þessu stóð. Herra Karslake og herra Ran- son komu því ( heimsókn til Elsie. Hún tók vel á móti þeim. — Frú Grantham, sagði Karslake, þegar hann hafði fengið sér sæti. — Við viljum gjarnan fá að vita hversvegna þér mæltuð með Mill- ard ( stjórn. — Ég? sagði Elsie, sem var hreinlega búin að gleyma þessu öllu. — Hvernig hefði ég átt að geta það? Ranson tók gerðabókina upp úr tösku sinni, lagði hana á borðið og fletti upp. — Orðin ,,Mæli eindregið með að hann sé kosinn", eru skrifuð með rithönd yðar, eins og fleira sem stendur í þessari bók. — Ó, er það þetta sem þið er- uð komnir til að rffast um? sagði Elsie og sleikti varirnar. — Skrifuðuð þér þetta eftir skip- un mannsins yðar? Elsie renndi grun ( að þeir hefðu útbúið þessa spurningu til að láta hana hlaupa á sig, og að þeir vissu sannleikann. — Nei, ég skrifaði þetta af sjálfsdáðun, sagði hún f uppgjaf- artón. — Það er bezt að ég segi ykkur frá þv(. Gerðabókina feng- um við senda einu sinni á ári, til þess að við gætum fært inn ( hana öll bréf og athugasemdir, sem við höfðum á skrifstofunni. Ég var vön að gera þetta og ef ég var ( vafa með eitthvað spurði ég manninn minn. Maðurinn minn var á móti því að fá Millard f nefndina. Ég vissi ekki að Millard var álitinn óábyggilegur í peningamálum, en hélt að þessi andúð mannsins míns stafaði af því að honum þætti Mill- ard dálttið léttúðugur. Þessvegna strokaði ég út athugasemdir hans og skrifaði þetta ( staðinn. Karslake stóð upp og ræskti sig. — Þetta var ekki rétt gert, frú Grantham, en þarna fáum við svar við spurningu okkar. — Já, sagði Rason og var dálítið hávær. —Það er bezt að við fá- um nákvæma skýringu á þessu öllul Þér mæltuð með Millard, þrátt fyr- ir það að maðurinn yðar var mót- fallinn því. Hvernig gátuð þér bú- izt við að fá þetta í gegn, ef mað- urinn yðar hefði lifað svolítið leng- ur? — Ég hugsaði ekkert út í það, sagði Elsie og í fyrsta sinn s(ðan hún framdi morðið, var hún gripin óróa. — Hvenær gerðuð þér þessar at- hugasemdir ( gerðabókinni, þessar og aðrar, sem þér skrifuðuð? — Ég man ekki nákvæmlega dag- inn ... — Ekki ég heldur, sagði Rason. Hann opnaði skjalatösknua sína og fór að blaða í skjölum sem hann hafði meðferðis. Hérna kemur það: Vitnisburður Bewley, ritara félags- ins: „Ég fór heim til Granthams með gerðabókina og skildi hana eftir þar, klukkan kortér gengin i níu, kvöldiS þann fyrsta júni". Það var kvöldið sem þið hjónin fóruð ( bíó, ef ég man rétt. Og þér hafið sjálf borið það fyrir rétti að þið hefðuð bæði farið að hátta, strax og þið komuð heim úr bíó, og að þér hefðuð ekki yfirgefið svefnher- bergið fyrr en þér voruð borin út úr þv( morguninn eftir. — Á eftir, ég hefi þá skrifað þetta nokkru áður en ég yfirgaf Benchester. — Nú já. Rason tók fram skjölin með vitnisburði Bewleys. — Klukk- an níu um morguninn, annan júní, rétt eftir að maður yðar hafði fund- izt látinn og þér meðvitundarlaus af gasinu, kom Bewley og sótti gerðabókina, hann segir að það hafi tekið að minnsta kosti fimm klukkutíma að skrifa allar þessar athugasemdir. Hvenær skrifuSuS þér þetta, frú Grantham? Elsie svaraði ekki. Nokkru s(ðar komu tveir lögreglumenn og sóttu hana. Villi frændi Frh. af bls. 21. Þegar steikar- og nýrnabúðing- urinn var borinn inn, hóf hann augu sín til himins. „Servez bien Monsieur Parry," sagði Villi. „Það er eins og hann sé að deyja úr hungri.“ Vivian starði vansæll á ógnar- stóran skammtinn á diski sínum. En hann var alltaf kurteis og lauk við hvern bita. Síðan kom ábætisréttur úr súkkulaði. Vi- vian lauk líka við hann af mik- illi karlmennsku, þótt skyTtan hans væri nú orðin gegnvot af svita. Þegar drukkið hafði verið kaffi auk líkjörs, fylgdi ég Viv- ian út að bílnum hans. Hann var beinlínis að niðurlotum kominn af ofáti. Hann gat naumast komið upp orði. „Dásamlegur karl!“ VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.