Vikan - 06.04.1966, Side 45
Modesty Blaise
Framhald af bls. 23.
hvddi handlegginn á stýrishjólinu
og slóttugt bros færðist yfir andlit
hans.
— Taki nú allir hauslausir ofan,
sagði hann fullur aðdáunar. — Eigi
er betri sú músin, sem læðist, en
hin, sem stekkur!
Annar kafli.
Modesty Blaise stóð og studdi
sig upp við trjábol um það bil tíu
fet frá rjóðrinu. Nóttin var fallin
á fyrir löngu. Fuglarnir voru þagn-
aðir og fyrir aftan hana heyrðist
aðeins skrjáfið og þeyrinn f sof-
andi skóginum. Á stjörnubjörtum
himni var bleikur máni, sem glamp-
aði niður á veginn, sem hlykkjað-
ist milli skógarins og grassléttunn-
ar.
Fangelsið stóð f troðnu rjóðri,
þar sem skógurinn hafði verið rudd-
ur f stóran hálfhrlng að og frá
veginum. Þetta var bráðabirgða-
fangelsi, löng einnar hæðar bygg-
ing úr sólþurrkuðum múrsteini, f
laginu eins og stórt té. Þverleggur-
inn sneri að veginum en leggurinn
f áttina aS skóginum, og þeim meg-
in voru breiSar dyr. Strax handan
við þessar dyr voru klefar varð-
mannanna.
Þarna hafSi Modesty staðið
hreyfingarlaus f tvær klukkustund-
ir. Á tfu mfnútna fresti slangraði
varðmaður framhjá meS Garand
riffil um öxl, styttra en þrjátfu fet
frá henni. Tilgangslaus varðmaður,
hugsaði hún. ÞaS heyrðist þegar
hann kom og fór, glamraði f riffl-
inum hans, og rauða glóðin í sfg-
arettunni sást f hundraS metra fjar-
lægð.
Fyrir sex vikum hafði hann ver-
ið uppreisnarmaður. Nú voru hann
og vinir hans stjórnarliðar. Hinir
fyrrverandi stjórnarliðar voru nú
uppreisnarmenn, en ekki mikiS
lengur. Uppreisn Kalzaro hershöfð-
ingja hafði heppnazt svo vel, að
héðan f frá varð ekki snúið við,
svo vel, að hann þurfti ekki að
fara gætilega í það, hvernig hann
losaði sig við þá; sem tapað höfðu.
Sex dagar voru liðnir, sfSan fund-
ur hennar og Tarrants fór fram og
hún vissi nú, að mat hans á ástand-
inu hafði verið réttmætt. Santos f
Buenos Aires hafSi staSfest þetta
mat fyrir aSeins fjörutfu og átta
klukkustundum. Ef takast átti að
ná Willie Garvin lifandi, varS þaS
að ske mjög fljótt.
Hún var f svörtum gallabuxum,
hæfilega vfðum til þess að hún gat
hreyft sig frjálsmannlega, og aS
neðan var skálmunum stungið of-
an f sólaþykk herstígvél. Að ofan
var hún f þunnri, svartri peysu,
hárri í hálsinn meS langar ermar.
Hendur hennar og andlit var hvort-
♦veggja smurt meS dökkum lit. Hár-
hnúturinn var nú bundinn fast upp
í hnakkagrófina.
Hún horfði á hrörlégan vörubil
skrönglast út á götuna í átt frá
fangelsinu. Það vældi í dekkjunum,
úttroðnum með grasi, þegar hann
hvarf fyrir beygjuna, og f honum
voru varðmennirnir, sem á daginn
fylgdust með föngunum, sem látn-
ir voru vinna að vegabótum tveim
milum lengra norður frá. Fimmtán
mfnútum síðar var varðmaðurinn,
sem varði þessa opnu bakhlið fang-
elsisins, leystur af.
Nú gat hún farið að hefjast
handa. Þægilegur ylur hið innra
með henni færði henni einkennilega
vellíðunartilfinningu og hamingju.
Hún reyndi að berjast á móti þessu
að kæfa það niður, en gerði sér
Ijóst, að það var aðeins sóun á
kröftum og viljaþreki, og hætti því.
Það er ekki hægt að breyta sér,
þegar maður er orðinn tuttugu og
sex ára. Hún hafði lært þá lexíu
á síðustu tólf mánuðum. Willie
hlaut að hafa lært það líka, en dul-
ið það vandlega fyrir henni, á
sama hátt og hún hafði falið það
fyrir honum.
Á dökku árunum, sem nú voru
löngu liðin, næstum frá þvi að
hún mundi fyrst eftir sér, hafði
hver nótt og hver dagur búið yfir
ótta og hættu fyrir einmana barn,
sem barst eins og lítið villidýr í
gegnum stríðsólgu Balkanlandanna
og Miðjarðarhafslandanna. Seinna,
þegar kom fram á þroskaárin, kom
fyrir að óttinn varð að örvun, og
andartök hættunnar, sem áður
höfðu vakið skelfingu, báru nú að-
eins með sér skýrari vitund þess
að vera á lífi.
Þetta var slæmt, Það voru svo
margar leiðir til að njóta lífsins.
En nú var það of seint; hún hafði
fyrir löngu lært að syrgja ekki
það sem ómögulegt var að ná.
Nýi varðmaðurinn kom nú aftur
úr vestri. Modesty Iiðkaði fingurn-
ar utan um hlutinn, sem hún var
með f hægri hendi. Þetta var Kongó
eða yawaravopn, hlutur úr sléttum
viði, skaft sem fór vel í hendi,
með hálfskálar í laginu eins og
gorkúlur, sem stóðu sitt hvorum
megin út úr hnefanum.
Hún fetaði sig varlega af stað.
Það heyrðist ekkert, því jörðin var
þakin þykku, röku teppi af rotn-
andi laufi.
Varðmaðurinn var að hugsa um
konur. Sérstaklega um stúlku í þorp-
inu, sem þeir höfðu tekið fyrir viku.
Það hafði aldeilis verið nótt. Hann
brosti með sjálfum sér yfir minning-
unni, og blóðið þaut hraðar um
æðar hans.
Hún var um það bil átján ára og
hafði aldrei gert það fyrr, en var
hlýðin eins og barin tík, þegar
Alvarez undirforingi hafði útskýrt
fyrir henni, hvað annars yrði gert
við hana. Það var líka Alvarez,
sem hafði komið fram með þá
skemmtilegu hugmynd, að heita
viskfflösku hverjum þeim manni,
sem gæti fundið upp fjarstæðustu
stellinguna.
\ Framhald í næsta blaði.
AUSTURSTRÆTI 14. - SÍMI 12345.
LAUGAVEGI 95. - SÍMI 23862.
VXKAN 14. tbl.