Vikan


Vikan - 18.05.1967, Blaðsíða 28

Vikan - 18.05.1967, Blaðsíða 28
Dásamlegur, vökva- mjúkur, algildur and- litslitur, sem hylur fljótt, algerlega, fallega. - Púöur þarf ekki aukalega. KynniS ySur öll hin frægu undir- stöSusmyrsl og andlitsliti frá AVON. Avon NEWYORK • LONDON • PARIS SNYRTIVÖRUR EX-31-66-EA Heildsölubirgðir: J. P. Guðjónsso nhf., Skúlagötu 26, Reykjavík. Þá vildu fáir íslendingar . . . . Framhald af bls. 11. mundur ráðsmaður og var ekki hrifinn af gæsunum. En mér dett- ur í hug eitt skemmtilegt atvik í sambandi við gæsirnar. Um þetta leyti voru nokkrir svanir á tjörn- inni í Reykjavík eins og nú. Ein- hverju sinni voru þeir týndir og leitað að þeim alls staðar. Loftur Guðmundsson, ljósmyndari, kom að Þóroddsstöðum og sá tilsýndar einhverja hvíta fugla niður við lækinn. Hann hringdi þegar í stað til brunaliðsins og sagðist vita hvar svanirnir væru niður komnir. Brunaliðið kom á vett- vang, og þá kom í ljós að hér var um gæsirnar mínar að ræða en ekki svani. Það var mikið gaman hent að þessu þá, og þeir notuðu þetta í einhverri revíunni Ég seldi búgarðinn Austurhlíð og sá sem keypti hann vaí Einar Einarsson, kaupmaður. Síðar seldi ég einnig Þóroddsstaði, en keypti aðra jörð í Ölfusinu, Kirkjuferju. Þóroddstaðir voru alltaf erfið jörð, en hins vegar var Kirkjuferja gríðarlega stór og góð jörð. Thor Jensen hafði 100 dagslátta nautgripagirðingu þarna, en það var ekki nema lítill partur af jörðinni. Ég byggði fjárhús og hafði 300 kindur, en annars var aðalhugmynd mín að rækta þessa stóru og miklu jörð til þess að ungir bændur, sem vildu stofna bú, gætu fengið hluta af henni og hafið búskap sinn á vel ræktuðu landi. Maður var með ýmsar hug- myndir í kollinum í þá daga. Til dæmis var hugmynd mín með Austurhlíð ekki fyrst og fremst sú að hafa þar búgarð. Ég hafði hugsað mér að þar yrði annars vegar barnaheimili og hins vegar elliheimili. Þótt ég seldi Austurhlíð átti ég eftir að eiga heima á sömu slóðum í mörg ár. Þannig var í pottinn búið, að ég bjó í póst- húsinu gamla við Austurvöll, en þegar Hótel Borg var reist, varð ég að fara þaðan. Ég gekk á fund Knuds Ziemsens, borgarstjóra, og bað um að fá að byggja mér hús á lóðinni norðan megin við Austurhlíð, við Sundlaugarnar. Það reyndist ekki unnt, en hins vegar varð endirinn sá, að landi Austurhlíðar, Laugamýrarbletti 3 og 4, var skipt og fékk ég annan helminginn. Þar byggði ég mér húsið Víðivelli og bjó þar í 13 ár, alveg þangað til ég flutti hingað á Laufásveg 22. Ég hafði ekkert bú á Víðivöllum, nema hvað ég ræktaði blómkál og fleira smá- legt. Hins vegar var þar fyrsti golfvöllurinn hér á landi. Landið var 10 dagsláttur og þótti hentugur staður fyrir golfvöll til að byrja með. Þá var þessi íþrótt að ryðja sér til rúms hér á landi. Sjálfur hef ég aldrei leikið golf. Hins vegar gekk ég oft með golfspilurum þegar ég dvaldist í Skotlandi og hafði mjög gaman af því. Mér fannst skemmtilegt að horfa á golf leikið, og auk þess var þetta fyrirtaks göngu- túr. — Þér voruð aðalræðismaður Belgíu hér á landi. — Já, ég tók það starf að mér 1922 og gegndi því lil ársins 1956. Ludvig Kaaber var áður ræðis- maður Belgíu hér á landi, og einu sinni þegar ég var staddur úti á landi hringir hann í mig og segir: „Ég ætla að hætta sem ræðismaður Belgíu og ég hef hugsað mér að þú takir við því.“ „Þakka þér fyrir, það var fal- legt af þér“, svaraði ég, en var eindregið á móti þessu. En Kaab- er var ákveðinn, og endirinn varð sá, að ég tók þetta að mér. Lengstaf var ég reyndar bara ræðismaður, en 1945 kom hingað sendiherra Belgíu í Noregi, en ísland heyrði undir hann. Hann sagði strax, að ég ætti að vera aðalræðismaður, því að þá höfðu flestar þjóðir gert ræðismenn sína hér að aðalræðismönnum. Hann kom þessu síðan sjálfur í kring, en skrifaði mér ekkert um það. Þegar hann sendi mér bréf og skeyti eftir þetta, var hann allt í einu farinn að titla mig aðalræðismann. Belgar áttu um tíma 40 togara á veiðum hér við ísland, og eitt árið voru sjö þeirra teknir í land- helgi. Það var nóg að gera hjá mér það árið. Skipstjórarnir komu og grétu fyrir framan mig, sannfærðir um að nú yrðu þeir reknir. Einnig kom hingað tals- verður fjöldi af Belgíumönnum á ári hverju til þess að læra þetta og hitt og í ýmis konar erinda- gerðum. Ég hef hlotið þrjú belg- ísk heiðursmerki og eitt íslenzkt og eitt danskt. Annars hef ég aldrei sótzt eftir heiðursmerkjum. 28 VIKAN 20- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.