Vikan - 18.05.1967, Blaðsíða 45
halda sig frá Troy, en Sampson
líkaði vel við hann.
- Hefurðu hitt Troy?
— Sampson kynnti mig fyrir
honum í Las Vegas fyrir nokkr-
um mánuðum. Við fórum þrír
saman út að skemmta okkur og
fólkið virtist þekkja hann, hvar
sem hann fór. Allir spilaverðirnir
þekktu hann, ef að það eru með-
mæli.
— Það eru ekki meðmæli. En
hann átti sitt eigið spilavíti í Las
Vegas einu sinni. Hann hefur
gert ýmislegt. Ég held ekki, að
barnsrán væri fyrir neðan hans
virðingu. Hvernig stendur á því
að Troy var með Sampson?
— Ég fékk á tilfinninguna, að
hann ynni fyrir Sampson, en ég
er ekki viss. Hann er furðufugl.
Hann horfði á mig og Sampson
spila, en vildi ekki taka þátt í
því sjálfur. Ég tapaði þúsund
dollurum þetta kvöld, Sampson
vann fjögur þúsund. Þangað leit-
ar auðurinn, sem hann er fyrir.
Hann brosti gleðilaust.
- Kannski Troy hafi verið að
reyna að koma vel fyrir, sagði ég.
- Kannski. En þessi bastarður
fór í taugarnar á mér. Heldurðu,
að hann sé flæktur í þetta?
— Ég er að reyna að komast
að því, sagði ég. Þarf Sampson
á peningum að halda, Bert?
— Andskotinn, nei! Hann er
milljóneri.
— Hversvegna ætti hann þá
að standa í braski með skúrk
eins og Troy.
—• Hann þarf að drepa timann.
Arðurinn veltur inn frá Texas og
Oklahoma, og honum leiðist.
Sampson er fæddur peningaskap-
ari á sama hátt og ég er fæddur
peningatapari. Hann er ekki ham-
ingjusamur, nema hann græði:
Ég er ekki hamingjusamur, nema
ég sé að tapa. Hann snöggþagnaði,
þegar Miranda kom inn í stofuna.
— Tilbúin? spurði hún. —
Ekki hafa áhyggjur af mér, Bert.
Hún strauk honum létt um
aðra öxlina. Ljósbrún kápan opn-
aðist að framan og hnellin, peysu-
klædd brjóst hennar, ydduð eins
og spjót, voru hálf óþolinmótt
loforð og hálfstígandi ógnun. Hún
hafði greitt úr hárinu og burstað
það aftur fyrir eyrun. Þegar hún
leit kankvíslega á hann var það
eins og ögrun.
Hann kyssti hana létt og blíð-
lega á kinnina. Ég vorkenndi
honum ennþá. Hann var sterkur
og vel gefinn, en leit út fyrir að
vera nákvæmlega jafn gamall og
hann var, þarna sem hann stóð
hjá henni í bláteinóttum jakka-
fötunum. Hann var of þreyttur
og of gamall til að temja hryssu
eins og Miröndu.
15.
Vegurinn upp á skarðið fikraði
sig uppeftir brekkunum, gegn um
grárykugan kjarragróður og
rauða, úthöggna kletta. Með því
að standa á bensíngjöfnni hélt
ég hraðanum á nítíu. Vegurinn
mjókkaði og varð krókóttari, eft-
ir því sem við komum hærra. Ég
sá í svip brattar brekkur, stráðar
stórum steinum, víð gljúfur,
klædd með fjallaeikum og síma-
línurnar, sem strengdar voru
milli gljúfraveggjanna. Rétt í
svip greindi ég sjóinn eins og
bláan vegg milli tveggja fjalla-
tinda, svo beygði vegurinn inn í
landið og ekkert varð nema fjöll-
in umhverfis, villt, grá og köld,
því nú komum við uppundir
skýin.
Framhald í næsta blaði.
HVAR E R ÖRKIN HANS NOA?
Það er alltaf sami lcikurinn f henni Ynd-
isfríð okkar. Hún hcfur falið örkina hans
Nóa cinhvers staðar í blaðinu or hcitir
RÓðum verðlaunum handa þeim, sem getur
fundið örkina. Verðlaunin eru stór',kon-
íektkassi, fullur af bezta konfekti, oe
framleiðandinn er auðvitað Sælgætisserð-
in Nói.
Nafn
Heimill
Síðast er dreglð var hlaut vcrðlaunin:
Hafdís ósk Sigurðardóttir, Vixinjaganna má vitja 1 skrifstofu
Skipholti 44, Reykjavík. viinmnat. 20.
HDSMCBUR
rNú eru góð kaup í boði"
Uppþvottalögurinn ,,3 hands LIGHTNING" er í
stórri, en ókaflega handhægri plastflösku, sem inni-
heldur rúmlega 1 lítra. Uppþvottalögurinn er bland-
aður LANOLINI og fer því mjög vel með hendurnar.
Tappinn, sem er af nýrri gerð, hindrar óþarfa sóun
og óþrif. Mildur og góður ilmur.
Leirtauið verður skínandi fagurt ó augabragði.
Spyrjið um verðið, og þér munuð
sannfœrast um, að góð kaup eru í boði
INNFLYTJANDl GLÓBUS HF.
20. tbi. VIKAN 45