Vikan


Vikan - 18.05.1967, Blaðsíða 39

Vikan - 18.05.1967, Blaðsíða 39
Heklið keðjuhekl með tvö- földu hvíta garninu yfir efsta liluta skyggnisins eins og m.ynd- in sýnir. Búið til dúsk eða hekl- ið utan um hnapp, og festið á húfutoppinn eins og sést á mynd- inni. Heklað utan um hnapp: Fitjið upp 3 loftl., með grunnlit og heklunál nr. 5, myndið úr þeim keðjul. 1 umf.: Heki. 6 fastal. í hringinn. Byrjið hverja umf. með 1 loftl. og endið með 1 keðjul. í loftl. 2. umf.: 2 fastal. í hverja fastal. (12 1. í umf.). 3. og 4. umf.: 1 fastal. í hverja fastal. Klippið á þráðinn, látið hnappinn á (á stærð við 5 aura) og saumið eða aragið jaðrana saman. %< Húsið hennar ömmu Framhald af bls. 15. hann eftir stundarkorn, — Þau voru auðvitað sek, — en þó áttu þau engra annarra kosta völ. David komst líka fljótlega að þv( hvernig högum hennar var háttað. Þau á- kváðu, eftir mikið sálarstríð, að hlaupast á brott saman. Þau vissu fullvel að það var að brjóta allar brýr að baki sér, og að David gæti aldrei stundað læknisstörf í Bandaríkjunum. Hún fengi heldur aldrei skilnað. Ellen vissi að þessi smán yrði óbærileg, bæði fjöl- skyldu hennar í Bandaríkjunum og fjölskyldu manns hennar í Libanon. En þau urðu að taka ákvörðun. Að hlaupast á brott var ekki svo einfalt, David átti enga peninga og Ellen átti mjög litla peninga sjálf. Þau ákváðu gð strjúka til Ástralíu og reyna við sauðarækt. David vissi að Ellen var alin upp ( miklu dálæti, og hann var hrædd- ur um að hún myndi gefast upp við fátæktina. Hann ákvað því að fá að láni peninga hjá Edmund, til að kaupa sauðabúgarð í Ástra- líu. Edmund var ekki ríkur, en hann hafði erft nokkra upphæð. Hann vissi vel hvernig málum var háttað milli þeirra, og það var hann sem stakk upp á því að þau fengju peninga hjá sér. Svo var þetta ákveðið, David fór til Ástralíu til að kaupa búgarðinn og undirbúa komu hennar, en Edmund fór til Bandaríkjanna, til að Ijúka námi sínu, og Ellen beið hér f þessu húsi með syni sfnum. En þá tóku örlögin í taumana. Afi þinn varð gjarldþrota. Eins og ég hefi sagt þér áður var það mesta smán, sem hent gat nokkurn mann hér. Þetta hafði þær furðu- legu afleiðingar að ömmu þinni fannst ekki að hún gæti yfirgefið eiginmann sinn, jafnvel þótt hann hefði kallað þetta yfir sig sjálfur. Hún, sem ekki hafði hikað við að yfirgefa hann, meðan hann var auðugur maður, og búa í fátækt með þeim sem hún elskaði, var nú staðráðin f því að berjast með honum, þegar hann var orðin gjald- þrota. HIÐ NÝJA GIBBS FLUOR TANNKREM STYRKIR TENNUR YÐAR GEGN SYRUM OG VERÐUR ÁHRIFA VART INNAN 21 DAGS: Sterkt nýtt vopn í baráttu yðar gegn tannskemmdum Um leið og þér byrjið að bursta tennurnar með Gibbs Fluor tannkremi verði þær ónæmar fyrir skaðlegum áhrifum munnvatnssýranna. Allir vita að sýrur valda tannskemmdum. Gibbs Fluor tannkrem styrkir glerung tannanna og gefur þeim meira mótstöðuafl gegn skaðlegum sýrum. Eftir þrjár vikur fer að gæta áhrifanna og þá getið þér varið tennurnar betur en nokkru sinni fyrr. Hin leynilega Gibbs formúla sem styrkir glerung tannanna táknar stórkostlega framför á sviði tannvarna, þess vegna er Gibbs Fluor tannkrem sterkasta vopnið í baráttu yðar við tannskemmdum. Þess vegna ættuð þér að byrja að nota Gibbs Fluor tannkrem strax í dag. Eftir 2i. dags notkun Gibbs Fluor tannkrems, kvölds og morgna, hafa tennur yðar öðlast þann Binfaldar reglur, sem tryggja heilbrigðar tennur Það eru tvær grundvallarreglur, sem tryggja heilbrigðar tennur: (i) Burstið tennurnar reglulega tvisvar á dag. (2) Farið til tannlæknis tvisvar á ári. Munið að regluleg tannhreinsun er undirstaða heilbrigðra tanna og góms, hreins og fersks munns. Með Þvi að bursta tennurnar vel fjarlagið Þér mat, sem annars myndar skaðlegar sýrur. Burstið upp og niður, einnig bak við tennurnar,— verið vandvirk. Farið reglulega til tannlæknis, Það sparar y.ður óÞægindi og sársauka. Heilbrigðar tennur eru dýrmæt eign: Þær auka gott heilsufar, vellíðan og fegurð. Hirðið Því vel um tennur yðar. styrkleika, sem nauðsynlegur er gegn skaðlegum áhrifum sýranna. Hvernig Virkar Gibbs Fluor? Gibbs Fluor inniheldur efnasamsetningu sem hefur styrkjandi áhrif á glerung tannanna, sem nefnist “stannous fluoride”, sem ekki er hægt að nota í venjulegt tannkrem. Það þurfti fremmstu og reyndustu tannkremafram- leiðendur Bretlands tíl að uppgötva formúlu þá, sem Gibbs Fluor tannkremið byggist á. Um leið og þér byrjið að nota Gibbs Fluor tannkrem virka efni þess á tvennan hátt, til að minnka upplausnarhættu glerung tannanna, svo bæði “stannous” og “fluoride” hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegná. Látið fjölskyldu yðar byrja að nota Gibbs Fluor TANNKREM [1 Gibbs jluoride X-OF 2/ ICE-BC51 20. tbi. VIKAN S9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.