Vikan


Vikan - 18.05.1967, Blaðsíða 2

Vikan - 18.05.1967, Blaðsíða 2
í FULLRI flLVÖRU Gömul íslenzk flökkusaga seg- ir frá kerlingu nokkurri, sem var að lýsa roki. Hún sagði, að vind- urinn kæmi bókstaflega úr öllum áttum og rökstuddi það þannig: — Þegar ég kom inn stóð vind- urinn í rassinn, en þegar ég fór út var hann í fangið! Mér kemur þessi saga í hug í sambandi við kosningabaráttuna, sem nú er í algeymingi og hvern- ig slík barátta er og hefur lengst- af verið háð hér á landi. Mold- roki slagorða og fyrirheita er þyrlað upp, og í hita baráttunn- ar virðist manni, eins og kerl- ignunni, rokið koma úr öllum áttum. Þegar hins vegar aftur lygnir og kosningarnar eru um garð gengnar, uppgötvar hrekk- laus kiósandinn, að í rauninni kom vindurinn úr einni og sömu áttinni: Allur þessi hamagang- ur var til þess eins gerður að veiða atkvæði, og sá flokkur afl- aði bezt, sem var klókastur að haga seglum eftir vindi í hávaða- roki baráttunnar. Auk innantómra slagorða og fyrirheita um bjartari framtíð, einkennist kosningabaráttan af stöðugri skírskotun til eiffin ágætis og afreka. Það fer ekki mikið fyrir gömlum dyggðum eins og hæversku og lítillæti, enda má segja að þær séu hægt og hægt að hverfa. Frambjóð- endur og fylgifiskar þeirra kepp- ast við að hæla sjálfum sér og s;num flokki. Þeim, sem dugleg- astur er við slíkt, er klappað lof í lófa. Hann er sagður „góður að agitera" og kosinn á þing. Mont- haninn er sem sagt orðinn hetja dagsins. Vera kann, að kosningabarátta sé með líku marki brennd hér og erlendis, og þessi æðibunu- gangur tilheyri; sé eins og hver önnur saklaus íþrótt, sem al- menningur hafi gaman af að fylgjast með. Og líklega verður seint breyting á þessum þætti þjóðlífsins. Hvað sem því líður, hlýtur sú hugsun að ónáða okkur. öðru hverju að minnsta kosti, að þjóð- málin séu alvarlesra fyrirbrigði en svo, að þau verðskuldi hrein- an skrípaleik, þegar kiósa á hæf- ustu mennina til að fjalla um þau. G.Gr. VMrfr ðllnm atlum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.