Vikan - 18.05.1967, Blaðsíða 43
það væri barn Samuels de La Moriniéres, sem hún gengi með. Hún
íann einnig föður de Lesdiguéres á ný. Þau minntust aldrei á það, sem
liðið var, en ungi presturinn tók þegar í stað fyrri stöðu sína sem nán-
asti samfylgdarmaður uppreisnarforingjans í Poitou.
Þegar ieið fram á vorið, var eins og náttúran og mannfólkið fylltist af
sama þrótti. Dagar striðsins voru framundan. Óeirðirnar urðu tíðarl og
svæsnari og timi aðalátakanna í nánd.
óþreytandi kona þeysti um héraðið með tryggum fylginautum sínum.
Það var sagt, að hvar sem hún fór hlytu mótmælendur ævinlega
sigur.
Þegar leið að júlí, snéri hún aftur til Nieul, og þá hvarf hún í nokkra
daga.
Félagar hennar og þjónar svipuðust eftir henni i fyrstu og spurðu
hver annan, hvað gæti hafa orðið af henni. Svo þögnuðu allir, og all-
ir hugsuðu það sama, og þeim var ljóst, hversvegna hún hafði farið ein
og skilið þá eftir.
Þeir sátu kvíðafullir umhverfis eldinn og biðu eftir að hún kæmi
aftur. Þeir voru vissir um, að hún kæmi, örugglega fölari og öðruvisi,
en með sömu einbeitnina i djúpum, grænum augum. Og enginn myndi
voga sér að stara á grannt mitti hennar.
Þeir viku ekki úr rjóðrinu, sem þeir höfðu verið í, þegar hún hvarf.
Hún varð að finna þá án fyrirhafnar. Því miður stóð ekki í þeirra valdi
að hjálpa henni. Þeir gátu ekkert gert til að draga úr þjáningunni,
sem hún varð að þola, langt inni í skóginum. Þeir voru karlmenn og
hún var kona, hún var fögur og stolt, af tignum uppruna, en hún varð
að þola bölvun kvenkynsins. Þeir voguðu sér tæpast að hugsa um
hana eina í skóginum, og þeir skömmuðust sin fyrir að vera karlmenn.
TUTTUGASTI OG FYRSTI KAFLI.
Angelique þeysti eins og hesturinn komst, að skógarjaðri Nieul. Þar
skildi hún fákinn eftir á litlu býli í umsjá konu, sem tignaði hana. Hún
var andstutt og móð, og vó sig áfram á runnunum meðfram stigunum,
Angelique hélt niðri i sér andanum og horfði á þær um hríð, þegar
þessir fallegu fuglar voru farnir lagðist hún andvarpandi út af aftur.
Það var svo hljótt hér í heimkynni Mélusine. Nú skildi hún nákvæm-
lega hvernig kona, sem hafði orðið fyrir of mörgum sorgum, fann fró-
un í því að leita skjóls og einveru fyrir fullt og allt í skógunum. Þann-
ig urðu skógarnornirnar til.
Undir kvöld vaknaði hún aftur og nú var það hljóð, sem vakti hana.
Hún settist upp og fylltist kvíða: Þetta var mjóróma, hálfkæfður
grátur, ekki vein i dýri.
— Hún er þyrst! sagði nornin og fór inn í afhellinn. Hún kom aftur
með óreglulegan böggul vafinn rauðum dulum, og innan úr honum
barst gráturinn.
Angelique leit á nornina með undrunarsvip. — Hvað! Hún er lif-
andi! E'n hún grét aldrei, þegar hún fæddist?
— Það er rétt! En nú er hún að gráta. Hún er þyrst. Mélusine bar
sig til eins og hún ætlaði að leggja barnið við brjóst móður sinnar.
Angelique rykktist undan. Það glampaði úr augum hennar. — Nei,
æpti hún. — Nei, aldrei. Hún hefur fengið blóð mitt, en hún skal aldrei
fá mjólk mina. Mjólk min er handa litlum aðalsmönnum, ekki handa
bastörðum drukkinna hermanna. Farðu burt með hana, Mélusine, burt
með hana úr augsýn minni. Gefðu henni vatn eða eitthvað, til að þagga
niður i henni en komdu ekki með hana nálægt mér. Á morgun skal ég
fara með hana til borgarinnar.
Þessa nótt tók Angelique að segja frá. Hún var ekki fyllilega sof-
andi. Hún talaði i millibilsástandi draums og vöku. Hún talaði um
allt það, sem hún hafði orðið að þola i Plessis, um nóttina, sem
drekarnir héldu henni á gólfinu og myrtu yngsta son hennar. Hún
talaði um það, sem hún hafði séð, þegar hún gekk í gegnum húsið og
þrýsti látnu barninu að barmi sér. Þessir viðburðir höfðu grafizt að
eilifu á sjónhimnu hennar, hún myndi aldrei að eilífu gleyma þeim.
— Já, já, ég man, muldraði nornin, sem sat á hækjum sér við eldinn.
'paghetti
HONIG
EGGERT KRISTJÁNSSON R CO. HF. SlMI IÍ-TCjO
til að flýta fyrir sér. Þegar hún kom innundir trén, leið henni betur, þótt
hún ætti enn langa leið fyrir höndum. Óttinn greip hana heljartökum.
Henni fannst, að hún myndi aldrei komast að stígnum, sem lá að greni
Mélusine, en að lokum skreið hún inn í hellinn eins og sært dýr.
Gamla nornin tók á móti henni og lagði hana á flet, strauk hár henn-
ar, rakt af svita með krepptum fingrum sinum, djúpt snortin eins og
hún væri sjálf móðir Angelique. Svo gaf hún henni róandi seyði að
drekka og þakkti hana með bökstrum, sem gerðu henni ofurlítið létt-
ara. Fæðingin sjálf tókst íljótt og vel. Angelique settist upp i skelfingu
til að sjá þessa veru, sem var afleiðing af glæp. Hún hafði alltaf búizt
við, að hún yrði afskræmd, vansköpuð. Ekkert barn, getið eins og
þetta, gæti verið heilbrigt. Hún hrópaði uppyfir sig í æði.
— Ó, Mélusine ....! Sjáðu ....! Það er skrímsli .... Það hefur engin
kynfæri ....
Nornin leit hræðslulega á hana útundan hárlufsunum. — Ja, nei, svo-
sem engin! Þetta er ofboðlítið stúlkukorn.
Angelique kastaði sér aftur á bak, gripin óviði’áðanlegum hlátri.
— Ó hvað ég er heimsk, mér datt það aldrei í hug. Ofboðlítið stúlku-
korn! Dóttir! Það hafði mér aldrei dottið i hug. Sjáðu til .... Það hafði
bara aldrei hvarflað að mér .... Ég hef aldrei gert svona áður .... Ég
hef aðeins eignazt drengi. Já, þrjá drengi, þrjá syni .... og nú á ég eng-
an. Ekki einn einasta! Dóttir! Ó! Það var hlægilegt.
Hláturinn breyttist í óstjórnlegan grát og tárin hrundu af hvörmum
hennar eins og hagl.
Næstum jafnsnögglega var hún sofnuð. Þegar hún vaknaði aftur,
var hún full af þeim friði, sem svefninn hafði fært henni. Það var
friður líkamans, en engu að siður færði hann henni nokkurn hugarlétti.
Hún reis upp á annan olnbogann og leit fram að hellismunnanum og
sá fallega sjón: Dúfa með maka sínum var að borða Þar og bar skýrt
við grænt gróðrarteppið útifyrir. Dúfurnar hlutu að vera tíðir gestir
í hellismunnanum, þvi þær urðu ekki órólegar, eins og villt dýr
verða oftast nær, þegar þau skynja návist mannanna.
Þegar ég mætti Þér í rjóðrinu daginn áður, sá ég dauðamerkið yfir höfði
Ijóshærða drengsins.
Næsta dag reis hún úr fleti. Henni lá á að Ijúka þvi af, sem hún hafði
ætlað ér. Barnið var að gera út af við hana með sífelldum gráti.
Hún fór í skóna, lagaði hárið undir svartri hettunni og sveipaði
skikkjunni um axlir sér.
— Færðu mér hana, sagði hún ákveðin.
Mélusin rétti henni ungbarnið, sem var kafrjótt i framan af grátinum,
vafði í rauðar dulur. Angelique tók við henni og hélt ákveðnum skref-
um að hellismunnanum. Mélusine hljóp á eftir henni:
— Hlustaðu, dóttir mín. Hlustaðu á ráð min.
Hún greip með brúnni, kræklóttri hendi um handlegg Angelique og
stöðvaði hana: — Hlustaðu á mig, dóttir. Þú mátt ekki granda henni.
— Nei, sagði Angelique nokkuð hikandi. — Ég skal ekki gera það,
t.reystu þvi.
— Vegna þess, að hún er borin í þennan heim með sérstakt merki.
Sjáðu!
Hún beindi athygli Angelique að annarri litlu öxlinni, þar sem
hún sá brúnt fæðingarmerki í laginu eins og stjörnu.
— Börn sem eru borin í heiminn með svona merki, eru undir vernd
sérstakra, guðlegra afla.
Angelique herpti saman varirnar og ruddist af stað. Mélusine hljóp
á eftir henni.
— Ég get meira að segja sagt þér hvað þetta sjaldgæfa merki heitir:
Það er merki Neptúnusar.
— Neptúnusar?
— Sjávarguðsins, varaði nornin, og augu hennar urðu einkennilega
sjálflýsandi.
Unga konan ypti öxlum og losaði sig úr taki nornarinnar.
Þrátt fyrir að fæðingin var svo nýafstaðin, náði hún áreynzlulaust
upp á hæðina, því hugurinn að ljúka ætlunarverki sinu bar hana hálfa
2°. tbi. VIKAN 43