Vikan


Vikan - 22.03.1968, Síða 2

Vikan - 22.03.1968, Síða 2
DÚVmiMI BIFREIÐA TRYGGINGUM HAGKVÆM — EINFÖLD — OG ÓDÝR TRYGGING fyrir allar tegundir og gerðir bifreiSa. HALF KASKO Þessi nýja trygging bætir skemmdir, sem verða á ökutækjum af völdum VELTU og/eða HRAPS og er sjáifsáhætta tryggingartaka 50% i hverju sliku tjóni. ELDSVOÐA, eldingar eða sprengingar. ÞJÓFNAÐAR eða tilraunar til sliks Og auk þess RÚÐUBROT af hvað orsökum, sem þau verða. IÐGJÖLD fyrir þessa nýju tryggingu eru sérlega lág, og um verulega iðgjaldalækkun á brunatryggingum bifreiða er t.d. að ræða. Ársiðgjald nokkurra bifreiðagerða eru sem hér segir: EINKABIFREIÐIR FÓLKSBIREIÐIR, gegn borgun JEPPABIFREIÐIR VÖRUBIFREIÐIR, einka VÖRUBIFREIÐIR, atvinnu VÖRUBIFREIÐIR, gegn borgun SENDIFERÐABIFREIÐIR REIÐHJÓL m/hjálparvél DRÁTTARVÉLAR ársiðgjald Kr. 850.00 1.200.00 850.00 850.00 1.000.00 1.050.00 950.00 150.00 450.00 Við undirbúning þessarar tryggingar hefur verið leitazt við að koma til móts við þá mörgu bifreiða eigendur, sem ekki telja sér hag i þvi að hafa bifreiðir sinar í fullri kasko tryggingu. Allar nánari upplýsingar veitir Aðalskrifstofan, Armúla 3, svo og umboðsmenn vorir um allt land. SAIVfVIlXrVUTRYGGirVGAR ARMULA 3 SIMI38S00 r Vegastafrófið Nýlega stóð í einu dagblað- anna, að hægiumferðin væri víst jafn óumflýjanleg og sjálf örlögin og dauðinn. Þetta má til sanns vegar færa, þótt hressilega sé til orða tekið. Hópur manna vinnur nú að því daginn út og daginn inn, að öllum landslýðs verði kunnugt hvað gerist 26. maí 1968. Þá verður enginn venjulegur vor. dagur. Þá verður Hádagur. Á- róðurinn glymur í eyrum okk- ar, og ekki er augunum hlíft heldur: sjónvarpið og blöðin brýna sjónminnið eftir beztu getu. Allt er þetta gott og blessað. Ekki veitir af að und- irbúa svo róttæka breytingu vel og rækilega. Með það í huga hefur lík- lega fleiri en undirritaðan rek- ið í rogastanz, er hann fékk í hendur nýja útgáfu af Vega- stafrófinu, sem er kennslubók í umferðarreglum fyrir börn. Þetta er hið ágætasta kver; skemmtileg teikning og ljóð- lína fylgir hverjum staf. Gall- inn er hins vegar sá, að það er gefið út í marzmánuði „í samvinnu við Framkvæmda- nefnd hægriumferðar 1968“, en samt er eins og aðstandend- ur þess hafi ekki hugmynd um hvað gerist 26. maí! í kver- inu stendur meðal annars þetta: Okkur ber að vægja og víkja eftir nótum, fyrir umferð frá VINSTRI á vegamótum. Þessar umferðarreglur eru sem sagt miðaðar við vinstri- akstur, þótt þær séu gefnar út örskömmu áður en hægri- akstur gengur í gildi. Það er kannski illgirni að minnast á hænsnin, er gleyma öllum reglum í heimsku sinni, en umræddu kveri lýkur ein- mitt á vísu í þeim dúr. Hvað sem því iíður er mjög baga- legt, þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir. G.Gr. u

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.