Vikan - 22.03.1968, Side 24
00 /
HJÁLMUR ER SETTUR YFIR KVIÐ KONUNNAR OG PLASTBELGUR ÞAR YFIR. SÍÐAN ER PLASTB
KVIÐARHOLINU TIL MUNA OG ÞAR MEÐ ÞRÝSTINGURINN Á FÓSTRIÐ.
Fölt og tekið andlit ungu kon-
unnar kipraðist af kvölum, hún
virtist ekki taka eftir læknum og
hjúkrunarkonum, sem viðstödd
voru, en beindi athygli sinni að
manni, sem stóð í miðju herberg-
inu og var að hagræða einkenni-
legum stól. A honum var eins konar
poka úr plasti komið fyrir. Læknir
kom til konunnar og leiddi hana
yfir að stólnum. Þótt hún hefði
ekki séð þennan stól fyrr, vissi hún
til hvers hann var ætlaður, og hafði
fengið nákvæmar lýsingar af þessu
tæki áður og hafði með glöðu geði
samþykkt að láta prófa þetta við
sig.
Onnur sársaukahríðin kom og
fór. Hún losaði takið um bólstr-
aða höfuðhvílu stólsins og starði
kvíðafull á hópinn í kringum sig.
Þetta átti sér stað á stóru sjúkra-
húsi í Cardiff, einni beztu heilsu-
verndunarstöð Bretlands.
Rennilásinn á plastpokanum var
opnaður, konan settist í stólinn og
hagræddi sér innan í pokanum.
Svo var lásnum rennt upp að mitti
og sterkum plasthjálmi rennt yfir
kvið konunnar undir plastpokanum,
og hliðar hjálmsins látnar hvíla f
þar til gerðum grópum sitt hvorum
megin við mjaðmir konunnar.
Hjálmurinn huldi alveg kvið henn-
ar og var svo aftur hulinn plast-
pokanum, sem var vandlega lokað
með rennilás og náði konunni und-
ir hendur. Barkaslöngu, sem var
ein og kvart tomma á vídd var
komið fyrir efst á hjálminum og
þrýstingsmælir settur í rörbút við
hliðina á slöngunni. Hinn endi
slöngunnar hvarf ofan í kassa, sem
myndaði neðri hluta stólsins. Hendi
konunnar var hagrætt á lítilli vog-
arstöng, sem var staðsett við hægri
arm stólsins. Þessa vogarstöng
hreyfði hún, hálf hræðslulega fram
á við, þegar hún fann fyrir hríðar-
verkjunum. Andlit hennar afmynd-
aðist og hún reyndi að hreyfa sig
til innan í þessum hjúp, eins og til
að lina kvalirnaar. Suðið í vélinni
jókst og hjúpurinn lagðist fast að
fótleggjum hennar, það glansaði á
hann eins og silkiormshýði. Hún
andaði djúpt að sér, hélt niðri í
sér andanum, eins og lungu hennar
vildu ekki skila loftinu aftur. Kvala-
svipurinn hvarf og hún brosti ósjálf-
rátt, slakaði á og kinnarnar fengu
litarvott.
Maðurinn sem sá um að koma
þessu tæki í gang, fulltrúi frá Elec-
trolux fyrirtækinu, athugaði þrýst-
ingsmælinn og sneri sér svo við til
að svara spurningahríð, sem dundi
á honum frá þessum lækningafróða
hóp, sem stóð andspænis honum.
Nokkrum mínútum síðar var stóll-
inn tekinn úr sambandi og konunni
hjálpað á fætur.
Það var greinilegt að hún var
ófús að yfirgefa tækið, það sýndi
að hún hafði fengið hvíid frá kvöl-
um. Hjúkrunarkona fylgdi henni og
einn læknirinn fylgdi henni að dyr-
unum, lofaði henni setu ! stólnum
síðar um daginn. Hann þurfti ekki
að efna það loforð, vegna þess að
barn hennar fæddist klukkutíma
síðar. Þessi sýniaðgerð hafði heppn-
azt vel og var áhrifarík sönnun um
ágæti þessarar aðferðar, sem er
nefnd Decompression. (Afþrýsting-
ur).
Þótt kynning þessi hafi átt sér
stað fyrir tæpu ári síðan, á þetta
lengri aðdraganda. Árið 1959 kom
prófessor Robert Keller frá Edin-
borg fram með þessa hugmynd,
eftir að hafa verið í Jóhannesar-
borg. Þegar hann kom heim til
Skotlands, var búið til tæki eftir
hans fyrirsögn, og tilraunir hófust;
það voru þeir dr. John Loudon og
dr. Donald Scott sem framkvæmdu
þær. Árangur af þessum tilraunum
var birtur í maí 1960 og ritið köll-
uðu þeir ,,A Method of Abdominal
Decompression in Labor". (Aðferð
til að létta á þrýstingi f kviðarholi
við fæðingu).
Burtséð frá nokkrum slíkum grein-
um og stuttri frásögn f sjónvarpi,
var ekkert gert til að kynna þessa
nýjung, hvorki meðal læknastéttar-
innar eða leikfólks, þangað til El-
ectrolux verksmiðjan komst í sam-
band við þekktan fæðingalækni í
London. Þessi læknir hafði heyrt að
upphafsmenn þessarar aðferðar til
að létta á þrýstingi í kviðarholi
barnshafandi kvenna hefðu notað
til þess áhald eða vél, sem hann
langaði til að prófa, og líkja eftir
eins nákvæmlega og mögulegt
væri, svo hann fór fram á það við
fyrirtækið að fá lánaðar tvær ryk-
sugur til þessara rannsókna. Fyrir-
tækið fór þá að afla sér upplýs-
inga. og komst að þvf að læknir-
inn hafði hug á að koma sér upp
afþrýstingstæki (Decompressor). —
Þetta skeði árið 1963, og síðan hef-
ur Electrolux fyrirtækið komið fram
á sjónarsviðið með þetta tæki, sem
vakið hefur bæði áhuga og vantrú,
eins og venja er um tilraunir braut-
ryðjenda á flestum sviðum.
Afþrýstingskenningin á upphaf
sitt árið 1954, þegar dr. O. S.
Heyns, deildarformaður lækna-
deildarinnar við háskólasjúkrahús-
ið f Witwatersrand f Suður-Afríku,
reyndi að finna einhver vélræn ráð
til að létta barnshafandi konu
óþægindi af þrýsting sem orsakast
24 VIKAN “• tbl-