Vikan


Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 36

Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 36
verndarlögin og er ekki fáanlegt á opinberum markaði. Fulltrúar Elec- trolux segja, að heilbrigðismála- ráðuneytið hafi viðurkennt nýjustu tækin, sem fyrirtækið hefur fram- leitt. Það er aðeins fyrsta hindrun- in, sem hefur verið yfirunnin, áður en tækin verða boðin fram á frjáls- um markaði, með ábyrgð yfirvalda heilbrigðismálanna. — Þótt sjúklingurinn geti sjálfur stjórnað tækinu, segir dr. Faulkes, — er þetta ennþá meðferð sem þarf oð vera undir umsjá læknis. Dr. Faulkes varð nokkuð hissa, beqar hann heyrði hver áhrif ■:.,rsla hans um flogaveikina hafði á sjúklinga hans. Hann segist hafa verið grunlaus um þau áhrif. — Þetta hljóta að vera byrjunaráhrif, síðar eiga þær eftir að komast að því, hve þessi meðferð léttir fæð- inguna. Ég hef heyrt því haldið 36 VIKAN n- tbl- fram, að þetta séu sálfræðileg áhrif, en ég hef ekki trú á því. Það er ekki hægt að flýta fyrir fæðingu með hugsunum einum. Ég hef tvær Ijósmæður mér til aðstoðar, og þær eru báðar mjög hrifnar af þessari tækni. Já, þær eru jafnvel ennþá sannfærðari en ég um ágæti þess- arar meðferðar. Þetta er mjög áhrifaríkt, þar sem þær eru yfir- leitt lengur hjá sjúklingnum en ég. Sinnuleysi gagnvart afþrýstings- aðferðinni, eins og á sér stað með- al brezkra lækna, er líka að finna í Bandaríkjunum, þótt nokkrar sjúkradeildir hafi haft hana til at- hugunar í nokkur ár. Nokkrir lækn- ar, eins og t. d. Meeker við Uni- versity of Minnesota, hafa notað hana við raunhæfar rannsóknir síð- an 1964, en yfirleitt eru meðlimir læknastéttarinnar í Ameríku mjög fáfróðir um þetta. Þótt nú séu liðin sjö ár síðan byrjað var að prófa þessa aðferð í Bretlandi, er það fyrst nú sem fréttir um þetta koma fyrir almenning. Þrátt fyrir mjög góðan árangur í Suður-Afríku á síð- ustu tólf árum, þurfti hóp vfsinda- manna, nokkra framsýna lækna og djarfar mæður, áður en hægt var að Ijúka við þennan útbúnað. Skyldu læknar í Ameríku verða eins daufir fyrir þessari nýjung og starfsbræður þeirra í Evrópu? Einn viðurkenndur læknir í New York, sem spurður var um álit sitt á af- þrýstingsaðferðinni svaraði: -- Við höfum vitað um þessar tilraunir um nokkra hríð, en eng- inn getur sagt með vissu, hvort þessi meðhöndlun eykur súrefnis- birgðir fóstursins, — hvort þessi súr- efnisaukning kemst f blóð fósturs- ins. Þetta virðist furðuleg skoðun læknisfróðs manns, ófullnægjandi ástæða til að kæfa spurningar við- víkjandi afþrýstingsaðferðinni, og neita því að þetta geti orðið til hjálpar fyrir milljónir mæðra. Það er varla hægt að finna meiri aðdáendur afþrýstingsaðferðarinnar og skoðana dr. Heyns en Coombs- hjónin í Dulvich, sem er útborg í London. Þegar talað var við frú Coombs var hún á áttunda mán- uði, og hefur alls notað afþrýstings- aðferðina í 14 vikur, þegar barn hennar fæðist. Þau hjón keyptu af- þrýstingstæki hjá Electrolux f apríl, og hafa í huga (þegar þetta er skrifað), að leigja tækið út eftir fæðinguna. Ljósmóðir frúarinnar þekkti ekkert til þessa tækis fyrr en hún sá það á heimili hjónanna, en hún hefur nú fengið konur, sem eru á hennar vegum til að tala við frú Coombs og jafnvel að prófa tækið. Frú Coombs segir: — Það er at- hyglisvert, að barnið sparkar yfir- leitt þegar ég stöðva mótorinn f nokkrar sekúndur. Og þegar ég hef verið tilsettan tfma í tækinu dag- lega, þá sparkar það mikið. Ég finn greinilega hvernig vöðvarnir f kvið- arholinu lyftast, og mér finnst eins og mjaðmagrindin víkki. . . . Electrolux vill helzt gera lítið úr því, að börn sem fæðast við þessar aðstæður, séu gáfaðri en gengur og gerist. Flestir foreldrar, aðspurðir á þessum vettvangi, eru greinilega frekar skefldir yfir tilhugsuninni um að búa með slíkum börnum. Flestir foreldrar vilja helzt vera f samræmi við börn sfn. Við og við heyrist get- ið um undratórn, sem geta ráðið flóknar, stæroFræðilegar gátur um fimm ára aldur, læra að lesa tveggja ára, skrifa þriggja ára, og hafa jafnvel kunnað að telja fjögra mánaða. Tilkoma slíkrar kynslóðar hlýtur að rugla okkur í rfminu. — Menn geta huggað sig við það að gáfnaljós á borð við þetta eru enn- þá fjarlæg hugmynd, jafnvel þótt kenningar dr. Heyns reynist réttar. Takmark prófessorsins er miklu hógværara. Hann óskar eftir full- komlega heilbrigðum börnum og trúir því að ,,tvö af fimm börnum verði mitt á milli greindra og mjög greindra barna. Við erum að reyna að stuðla að því að börn- in verði yfirburðabörn líkamlega. En Ifklega er það ákjósanlegast, að barnið fái traust og jafnvægi, og hafi sem minnst af þeim göllum, sem gætu orðið hættulegir hæfi- leikum þess." Dr. Heyns furðar sig á þvf hve mörg af stórmennum sögunnar hafi eignazt miðlungsgefin börn. — Hvað verður af frumuspírunum? spyr hann. — Hvernig má það vera, að erfðayfirburðir þurrkast út? Brautryðjendastarf dr. Heyns, ásamt rannsóknum stéttarbræðra hans, hefur að minnsta kosti kom- ið fram með læknisfræðilega hug- mynd, sem lofar góðu um að auð- velda mæðrum framtfðarinnar hlut- skipti sitt. Ef við tökum mestu möguleika, sem þessar tilraunir gætu haft í för með sér, gæti svo farið að fbúar jarðarinnar yrðu það

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.