Vikan


Vikan - 22.03.1968, Síða 41

Vikan - 22.03.1968, Síða 41
mai'tini svo vatnsglösum skipti og varð fullur á engri stund, svo dó hann og hinir mennirnir báru hann út og settu haxín í bólið. Ég spjallaði svolítið við hann, áður en hann varð allt of fullur. Svo króaði ég Bonny Yates af, inni í litla herberginu með eld- stæðinu, inn af forstofunni, hún var alveg mátulega full. Ég leit á hana með mínum mesta sak- leysissvip og sagði að það hefði líklega verið afar heppilegt að hún hefði verið hjá Kelsey, þeg- ar hann fékk fréttirnar um Lucille. Hún viðurkenndi það, en svo varð hún afar æst og tauga- óstyrk. Hún neitaði því, en ég sagði að Kelsey hefði sagt mér að hún hefði verið hjá honum. Þá bölvaði hún honum í sand og ösku og sagði hann hann væri svívirðilegur kjaftaskur og svo fór hún að gráta. Hún talaði um fallegu börnin sín og eiginmann- inn, sem væri of önnum kafinn til að sinna henni og hvað Kelsey þarfnaðist einhvers nauðsynlega. Ég býst við að henni hafi fund- izt hún vera að leggja sál sína fram. Þau hafa staðið í þessu í allt sumar. Hún ók út að báta- húsinu fyrir hádegi þennan dag, hún var með Kelsey hverja stund, frá því hún kom og þar til síminn hringdi. — Vel gert, Barbara. Hún andvarpaði. — Ég hefði átt að láta þetta nægja, en eftir matinn fór ég að koma með dul- arfullar athugasemdir og gefa morð í skyn. Þau létu eins og ég væri að stofna til voðalegs hneykslis. Ég hélt að ég myndi kannske komast að einhverju, ég var víst orðin svolítið full þá. Einn mannanna virtist taka mig alvarlega, hann lét í það skína að hann vissi kannske eitthvað. Svo tók hann mig af- síðis til að tala um það. Allt ákaflega dularfullt. Hann vildi endilega kyssa mig meðan við vorum að tala um það. Eins og komið var fyrir mér fannst mér það ekki nema sanngjarnt. Eftir um það bil tuttugu mínútur varð mér það ljóst að það var ekki einasta að hann vissi ekkert um morð, heldur hafði honum tek- izt að koma mér í fast að því ósæmilegt ástand. Ég varð að berjast til þess að losna og þá hló hann að mér og sagði að ég væri alveg jafn tepruleg og Lucee hefði verið. Þá hringdi ég til þín, Bart. Hann hafði gert mig að bjána. — Ekki að eins miklu marki og hann vildi. Tók nokkur al- varlega hugmyndina um morð? — Það held ég ekki. Skip Kimberton tekur það alvarlega. Hún beindi allri sinni athygli að honum meðan hann gaf henni nákvæma skýrslu um hvað gerzt hafði og það hverju hann hafði komizt. Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði hún lágt: — Þá ...... er það sennilega allt rétt. DANISH GOLF Nýr stór! gódur smávinaill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! Smávindill,sem ánægja er ad kynnast.DANISH GOLF erframleiddur af stærstu tób aksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kaupid í dag DANISH GOLF í þœgilega 3stk.pakkamm. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK u- tbl VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.