Vikan


Vikan - 22.03.1968, Qupperneq 44

Vikan - 22.03.1968, Qupperneq 44
f- ^nsdiijue , gjórœninginu Framhald af bls. 15 Stundum velti ég því fyrir mér, hvað ég veit eiginlega um hann, hugsaði hún. — Ég þekki hann ékki heldur. Alltof mörg ár liggja milli mannsins sem ég hélt að ég þekkti og þessa manns, sem við höfurn nú trúað fyrir okkur. — Hvaða orð fór af honum á Miðjarðarhafinu? Það var ek,ki sem bezt. Konungurinn sendi galeiður sínar honum til höfuðs. Hver veit nema hann hafi orðið miskunnarlaus glæpamaður. En hún sagði ekkert. — Hversvegna vill hann ekki hafa nein samskipti við okkur? hélt Berne áfram. — Og hversvegna hefur henn sýnt öllum okkar mótmæl- um og fyrirspurnum slika fyrirlitningu? Treystir þú honum? Og jafnvel þótt þú gerir það geturðu ekki svarað fyrir þá hegðun hans. — Er ekki sú staðreynd að hann samþykkti að taka okkur öll um borð, þegar líf okkar voru í sem mestri hættu, nægileg sönnun íyrir velvild hans? — Þú tekur alltaf svari hans, það leynir sér ekki, sagði hann. — Jafnvel þótt hann seldi okkur öll sem þræla. En hvaða göldrum hef- ur hann beitt til að breyta þér þannig. Hvaða bönd tengja þig við hann? Hvaða samband hafið þið átt, endur fyrir löngu, sem gera þig að undirlægju hans núna; þig sem var svo hreinlynd að ekkert gat snortið þig, þegar við vorum . í La Rochelle? Nafnið reis milli þeirra og rifjaði upp fyrir þeim þá ljúfu tíma í friði og ró á heimili Berne, þegar Angelique sleikti sár sín eins og særð úlfynja. Fyrir Maitre Berne höfðu þessar minningar átakanlegan og ógleymanlegan keim. Angelique hafði búið undir þaki hans og Þá hafði hann ekki gert sér ljósan þann sannleika að allur unaður jarðarinnar var fólginn í Ijómandi brosi hennar. Hann hafði ekkert vitað um þann heim — eða öllu fremur, sagði hann við sjálfan sig, hafði hann vísað honum á bug — lokað liann inni í hjarta, sem var of visst u,m sjálft sig, hjarta sem taldi sér trú um að í snörum konunnar væri ekkert nema hætta, ekkert annað en syndum spilltur freistari, Eva. Viðbrögð hans við konum höfðu verið varkárni og siðvendni, ásamt oíurlítilli fyrirlitningu. En nú höfðu augu hans opnazt, vegna þess að annar hafði gripið dýr- gripinn frá honum. þennan dýrgrip sem var svo margfalt verðmætari en allur hans efnisauður, sem hann hafði nú glatað. Hver dagur í þessari djöfullegu sjóferð dýpkaði sár hans. Því hann hataði þennan dularfulla mann, með sínum meðfædda þokka, sem þurfti ekki annað en sýna sig til þess að athygli allra kvennanna beindist að honum, eins og járn að stáli. Engin þessara kvenna hefur sál, sagði hann við sjálfan sig með fyrirlitningu. — Jafnvel ekki sú bezta meðal þeirra . jafnvel ekki þessi. Og hann þrýsti Angelique að sér, þrátt fyrir mótspyrnu hennar. Allur þróttur hans var óbeizlaður í reiðinni, og þráin þyrmdi svo yfir hann að hann heyrði ekki einu sinni hvað hún var að segja, þegar hún árangurslaust var að reyna að slíta sig af honum. Loks skynjaði hann að hún hafði notað orðið hneyksli. — Er ekki eitt hneyksli nóg i dag, sagði Angelique. — Ó, Borne, þú mátt ekki sleppa þér, vertu sterkur. Hagaðu Þér eins og forystu- maður og fjölskyldufaðir. Hann skynjaði eitt og aðeins eitt; hún vék sér undan og neitaði honum um varir sinar, sem hún hefði sem bezt getað Iát'ð eftir hon- um, þarna í myrkrinu. — Af hverju verstu af svona mikilli ákefð? spurði hann. — Erum við ekki trúlofuð? — Nei, nei, nei. Það er misskilningur. Það kemur ekki til greina. Það er óhugsandi. Eg heyri honum einum til, núna, aðeins honum .... Handleggir hans féllu niður með hliðunum eins og hún hefði greitt honum banvænt högg. — Einhverntíman skal ég skýra það allt fyrir þér . hélt hún áfram til að draga úr þunganum af yfirlýsingu sinni. Þá skilur þú að böndin sem tengja okkur saman eru ekki þesskonar að þú getir svipt þeim í sundur . — Þú auma vera! Hann átti erfitt um andardrátt. Þau töluðu i hvíslingum, þau þorðu ekki að hækka raddirnar. — Hversvegna hefurðu vogað þér út í þessi ósköp? Hversvegna hefurðu gert þetta? — Hvaða ósköp? sagði hún og snökti. Ég hætti mlnu eigin lifi til að bjarga lífum ykkar allra. — Það gerir þetta jafnvel ennþá verra. Hann tvinnaði saman for- mælingum. Hann vissi ekki lengur hvað hann var að segja, en það átti eitthvað skylt við þau rangindi, sem hún hafði beitt hann með því að vera svona dásamleg, með því að vera hún sjálf, með því að vera sú kona að fórna sér fyrir aðra og með þvi að snúa baki við hon- um, þegar hann hafði séð himnaríki i svip, það himnaríki að hún væri konan hans. Angelique lá í fleti sínu með bæði augun galopin. Allar samræður i kringum hana voru loks dánar út. Aðeins eitt kerti logaði undir lágu þakinu með breiðum röftunum, alsettu hringjum og krókum. 44 VIKAN u-tbL

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.