Vikan - 22.03.1968, Side 49
í þessum skattvanda sem hann
er staddur í.
— Hann hringdi til mín og
öskraði á mig fyrir smástund.
Hann er ekkert farinn að kólna,
en í fyllstu einlægni, ef þú getur
með einhverju móti kippt þessu
í lag, Jezzie, væri ég þér ákaf-
lega þakklátur. Getum við ekki
hitzt einhversstaðar?
— Leyfðu mér að hugsa mig
um. Ég verð að fara heim núna,
því mamma bíður eftir mér, en ég
get laumazt út aftur. Kannske
get ég hitt þig á Tyler Street,
eiginlega beint bak við húsið
okkar, á næstu götu. Hjá bruna-
rústum húsgagnaverzlunarinn-
ar. Þú getur lagt bílnum þar og
ég get séð til þín. Við skulum
segja að þú verðir þar rétt eftir
miðnættið.
— Ég þekki staðinn Jezzie.
Mikið er ég þér þakklátur fyrir
þetta.
— Vertu ekki of vongóður.
Kannske þetta hafi ekki tilætluð
áhrif hjá mér.
— Mér er nú þannig farið
núna að mér finnst allt þess
virði að reyna það. Við hittumst
þá á eftir.
Jezzie ók heim í htla, gamla
Renaultinum sínum, gráum,
hávaðasömum og illa förnum
fólksbíl og lagði honum á sinn
venjulega stað, á bak við húsið
og fór inn eldhúsmegin. Frú
Jackman sat í styrktum stól við
eldhúsborðið og var að líma
verzlunararðmiða inn í bæklinga.
Hún var jafn há og Jezzie og af-
skræmd af fitu. Beisklegur, lítill
munnurirm sást varla, inn á
milli slapandi kinna. Hún hafði
samskonar einkennilega falleg
augu og dóttir hennar.
Hún mældi Jezzie frá hvirfh
til ilja með ódulinni andúð. —
Að reyna að ala upp sómasamlega
stúlku á þessum tímum! Og svo
spókar hún sig um aht, eftir að
komin er nótt, í htlu og níð-
þröngu pilsi, og gerir sig til
framan í aha karlmenn.
— Mamma, ég er búin að segja
þér það hundrað sinnum að þetta
er einkennisbúningur hðsins
okkar.
— Reyndu ekki að standa uppi
í hárinu á mér. Af hverju ertu
svona sein? Hefurðu verið að
engjast í runnunum með ein-
hverjum?
— Ó, mamma! Ég fékk mér að
borða með stúlkunum og svo töl-
uðum við svolitla stund saman.
— Um stráka?
Jezzie yppti öxlum og and-
varpaði. Hún gekk til móður
sinnar og faðmaði þetta spik-
flykki og kyssti á aðra hvap-
kinnina.
— Þú veizt að ég myndi aldrei
á ævinni gera neitt sem gæti
valdið þér hneisu.
— Fyrirgefðu elskan. Þú ert
stór stúlka. En þú skilur ekki hið
illa og freistingar heimsins. Karl-
menn hafa aðeins eitt í huga og
því skaltu aldrei gleyma.
— Ég veit það. Hafðu ekki
áhyggjur. Ég myndi fyrr láta
drepa mig.
Jezzie fór í bað, síðan í nátt-
föt og gerði svo sínar erfiðu leik-
fimisæfingar, beygði sig, sneri
upp á sig, hneigði sig og teygði,
þar til hún var lafmóð af áreynsl-
unni. Hún gekk til hvílu og lá í
myrkrinu með galopin augu og
hlustaði á hljóðin í húsinu og
nóttinni. Þegar tími var til kom-
inn reis hún á fætur og laumað-
ist hljóðlaust að herbergisdyr-
um móður sinnar og hlustaði
utan við lokaðar dyrnar á bylgj-
andi hroturnar. Hún hlustaði líka
við dyr föður síns og heyrði ekk-
ert. En þegar hún var komin
inn í sitt eigið herbergi í myrkr-
inu, hafði hún í flýti fataskipti
og fór í gráan samfesting og bláa
inniskó. Hún batt dökkgrænan
trefil um hárið. í vasana á sam-
festingnum stakk hún bómullar-
vettlingum, lokaði herbergisdyr-
um sínum að innanverðu, gekk
að glugganum og lét sig síga
niður á vott grasið. Til að kom-
ast yfir að Tyler Street, varð
hún að fara yfir hlaðið á East-
side skólanum. Hún hélt sig í
skugganum. Um leið og hún fór
framhjá rólunum fyrir litlu börn-
in, datt henni allt í einu nokk-
uð í hug, hún sneri sér við, stökk
og greip um kalt pípujárnið, sem
hélt rólunum uppi, lyfti sér hægt
upp, þar til hakan nam við járn-
ið, lét sig síðan síga jafn hægt
og hoppaði léttilega niður. Hún
stóð stundarkorn og andaði djúpt
að sér næturloftinu. Henni leið
nákvæmlega eins og hún vildi
að henni liði. Henni fannst hún
vera stór, sterk og snör.
Gus hafði lagt bílnum rétt hjá
brunarústum verzlunarinnar.
Beggja megin við rústirnar voru
óbyggðar lóðir. Hann var að
reykja vindil. Hún laumaðist
hljóðlaust upp að honum, þang-
að sem hann stóð og hallaði sér
upp að bílnum og lagði höndina
á öxl hans. Hann hrökk ofsa-
lega við.
— Jesús! másaði hann.
— Þetta er guðlast, Gus.
— Ég hafði nærri fengið
hjartaslag.
— Við skulum koma hérna á
bak við. Þar getum við talað
saman.
Hann fylgdi henni á bak við
húsið og það gnast í sótröftunum
undan fótum hans. Upp við bák-
vegginn á sviðnum húshjallin-
um, hafði verið staflað timbri,
um sex feta hátt. Utan um timb-
urstaflann var segldúkur. Hún
lagði hendurnar upp á staflann
og stökk léttilega upp, svo rétti
hún Gus höndina. Hann varð
móður af áreynslunni að komast
upp á og setjast við hlið hennar.
Hún fann til fyrirlitningar í gárð
þessa feita, litla manns. Yfir ó-
byggt landsvæðið í kring sá hún
strjál ljósin á þjóðveginum.
— Jezzie, ég tók þetta ákaf-
lega nærri mér sem gerðist í
dag. Hann meðhöndlaði mig eins
og skepnu.
— Hvað ætlarðu að gera Gus,
ef við getum ekki lappað upp á
þetta?
— Ég veit það ekki Jezzie. Ég
verð að vernda mig. Ég verð að
vernda mig gagnvart skattinum.
Ég myndi ekki vilja gera það
til að skaða Skip, en hann gæti
skaðazt, það er nokkuð sem hann
ætti að gera sér ljóst.
— Kannske ég geti gert gott
úr þessu, en ég verð að vita
hvað þið rifust um, Gus.
Gus beit endann af nýjum
vindli og skyrpti honum út í
myrkrið. — Þetta var honum
sjálfum að kenna. Hann hefði
átt að segja mér allt. Ég gæti
betur verndað hann ef ég vissi
allt. Og þegar hann dylur mig
einhvers verð ég að komast að
því eftir mínum leiðum.
— En sárnaði honum ekki
vegna þess að þú hafðir sagt
einhverjum frá því sem þú komst
að?
— Ég gerði það ekki! Ég sver
að ég hef aldrei....
Hann þagnaði og pírði á hana
í myrkrinu. — Svo þú veizt þetta
þá allt saman, ha?
— Þú kemst að hlutunum eft-
ir þínum aðferðum, ég eftir mín-
um. í hvert skipti sem hann fór
út úr borginni, Gus, fórst þú
yfir öll hans skjöl, langt aftur á
bak. Þú hefðir átt að fara með
þau niður á þína skrifstofu og
vinna í þeim þar. Það kom mér
einkennilega fyrir sjónir að þú
gerðir það ekki. Ég hugsaði mikið
um þetta. Ég hafði áhyggjur af
því. Mér fannst eitthvað grugg-
ugt við það, Gus. Þú skrifaðir
niður tölur og lagðir saman og
kastaðir þeim í ruslakörfuna
hans. Þegar þú varst farinn gróf
ég þetta upp og reyndi að gera
mér grein fyrir, hvað átti við
hvað. Loks varð mér ljóst hvað
þú varst að gera. Þú varst að
reikna saman allt sem komið
hafði inn svo árum skipti, og
allt sem hafði farið út, til þess
að komast að því hvort ein-
hversstaðar væri eitthvað, sem
þú vissir ekki um.
— Ja, hérna! Þú ert ekki öll
þar sem þú ert séð, Jezzie!
— Þú hjálpaðir mér, óbeint.
Það var fyrir um það bil mán-
uði. Þú sagðir það eins og brand-
ara og horfðir svo fast á mig að
ég vissi að það var ekki fyndni.
— Hvað sagði ég?
— Þú varst að tala um það
að ég ætti að fá mér bankabók
og spurðir hvort ég legði fyrir.
Þá rann upp fyrir mér ljós. Þú
hafðir komizt að því að einhvers-
staðar voru peningar. Þér datt í
hug að ég kynni að geyma þá
fyrir hann. Ég hefði verið stolt
af því að geyma þá fyrir hann,
Gus. Ég leitaði að þeim heima
hjá honum, þegar hann var
burtu. Ég fann nokkuð einkenni-
legt.
— Hvað?
— Tösku með öllu sem með
þarf til að fara í ferðalag. Vega-
bréf með mynd af honum, en
öðru nafni. Þrjátíu og fimm þús-
und dollarar í reiðufé og snjáða,
græna bankabók með engu nafni,
bara númeri og franskri áletrun
frá banka í Zúrich. Innstæðan
var tólf þúsund pund. Og næsta
dag spurði ég þig hvað myndi
verða inn hann ef hann yrði
kærður fyrir skattsvik. Þú sagð-
ir að það væru helmings líkur
að hann yrði sekur fundinn og
dæmdur til fangavistar, en það
lítur út fyrir að þeir ætli þess
í stað að láta sér nægja að gera
samkomulag.
— Svo það voru um hundrað
sjötíu og fimm í allt, sagði Gus,
annarshugar.
— Skip hefði fremur flúið en
taka helmings áhættu á fanga-
vist. Það myndi ríða honum að
fullu, Gus. Ef þú segir þeim að
hann hafi stungið undan og fal-
ið sjóð myndu þeir dæma hann
harðar en ella.
— Hann ætti að hugsa út í
það.
— En ég fann enga peninga,
þótt þú álitir að þeir hlytu
að vera til. Þeim mun
meira sem ég velti þessu fyrir
mér, þeim mun vissari var ég
um að hann hefði látið þessa
konu hafa þá. Herra Skip er
ekki beinlínis óráðvandur. Hann
hefur bara neyðzt til þess. Það
eru allir að reyna að féfletta
hann. Hann hefði getað látið
mig hafa þetta. Ég hefði fært
honum það, þegar hann hefði
þurft á að halda. Þess í stað lét
hann hana hafa það. Ég fór eina
nóttina að hitta hana.
— Talaðirðu við hana?
— Hún hafði peningana. Hún
reyndi að ljúga, en það hreif
ekki. Ég sagði henni að herra
Skip væri í alvarlegum vanda
staddur. Hún hélt að þú hefðir
sagt mér frá peningunum. Þú
hafðir leikið á hana, sagði hún.
Ég sagði henni að minnast ekki
á heimsókn mína við herra Skip,
því þá gæti hann gert eitthvað
ofsafengið í bráðræði. Ég sagði
henni að ég væri að reyna að
vernda hann fyrir þér. Ég sagði
henni að þú værir að hugsa um
að koma upp um hann, til að
njóta verðlaunanna. Ég sagði
henni að hún kynni að geta
hjálpað mér að hindra þig í því,
Gus. Ég sagði henni að ég skyldi
láta hana vita, hvað hún gæti
gert til að hjálpa mér.
Hún horfði á Gus. Hann starði
á móti: — Ég.... ég held að
þú hefðir ekki átt að tala svona
við hana, Jezzie.
— Ég elska þennan mann af
öllu mínu hjarta og af allri minni
sál. Ég ætla ekki að láta hann
flýja einan. Ég vildi ekki að
Framhald á bls. 37.
u. tbi. VTKAN 49