Vikan - 30.05.1968, Blaðsíða 7
menn og mjög góðir strák-
ar, Ég er úr Kópavogi og
þeir eru vinsælir hér.
Kæri Póstur! Eg bið þig
að birta þetta bréf, svo að
Opus 4 detti ekki alveg
niður um gat ógæfunnar.
Ég bið þig ekki aðeins að
birta það fyrir mig, heldur
líka þessa góðu pilta, sem
að hljómsveitinni standa.
Gæfan fylgi þér um eilífð
Póstur minn.
Vinkona.
Við birtum hér með bréf-
ið, Vinkona góða, og von-
um, að Opus fjórum tak-
ist að sneiða hjá „gati ó-
gæfunnar".
RYKFALUN KENNSLUTÆKI
Kæri Póstur! Við erum
þrír verðandi gagnfræðing-
ar og miklir aðdáendur
þínir. Við æskjum þess, að
þetta bréf verði birt í blað-
inu þínu.
Við erum í skóla einum
hér í bæ, sem á að heita
góður. En okkur finnst
hann alls ekki nema sæmi-
legur. Það er margt, sem
okkur finnst vanta, þar á
meðal eðiis- og efnafræði-
tæki og tæki til notkunar
við kennslu í náttúrufræði.
Þó er okkur kunnugt um,
að slík tæki eru til í skói-
anum. En þau eru bara alls
ekki notuð, heldur lát! n
rykfalla inni á kennara-
stofu skólans. Það væri
vissulega mjög æskilegt, að
skólar sem slík tæki eiga
noti þau við þá fræðslu sem
fengizt er við, en láti þau
ekki grotna niður eins og
gert er. Við segjum ekki,
að þetta sé gert í öllum
skólum landsins, en við vit-
um mörg dæmi þess.
Örugglega finnst fleirum
en okkur betra að fylgjast
með, séu kennslutæki not-
uð. Kennarar, sem lesa
Póstinn! Við skorum á ykk-
ur að nota þessi tæki meira
en gert er.
Nú spyrjum við þig, hátt-
virti Póstur, hvort þú sért
ekki sammála okkur í þess-
um málum.
Með fyrirfram þökk fyr-
ir birtinguna.
Þrír verðandi
gagnfræðingar.
Jú, Pósturinn er sammála
ykkur í þessu máli. Það
hefur áður komið fram, að
ný kennslutæki séu látin
rykfalla í stað þess að nota
þau, og nær slíkt að sjálf-
sögðu engri átt, En ekki
skaðar að minnast á þetta
aftur, sérstaklega núna,
þegar umræður um skóla-
mál eru efst á baugi: lands-
prófið krufið til mergjar í
útvarpi og sjónvarpi og
geltandi langhundar á
hverri síðu Morgunblaös-
áns. '
SKÖRÐ Á MILLI TANNA
Elsku Póstur!
Mig langar mikið að
spyrja þig, hvort hægt sé
að laga tennur, þegar skörð
eru á milli sums staðar. Er
hægt að laga svoleiðis? Og
-er hægt að laga fætur á
fólki, sem er hjólbeinótt?
Svo kemur síðasta spurn-
ingin: Er hægt að mjókka
læri? Bara að framan á ég
við, því að ég er með svo
breið læri, en mjó á hlið-
Skörð á hilli tanna er
hægt að laga, og sömuleið-
is mun hafa verið rétt úr
hjólbeinóttum fótleggjum.
En að mjókka læri? Nei,
það höfum við aldrei heyrt,
og því erum við eindregið
á mótl.
SKAPVONZKA
Kæra Vika!
Sg er í dálitlum vand-
ræðum, og af því að þú
getur frætt alla um allt, þá
hlýtur þú að geta leiðbeint
mér um svolítið.
Eg hef verið í heimavist-
arskóla í vetur. Okkur her-
bergisfélögunum kom vel
saman framan af, en þegar
líða tók á veturinn fór sam-
komulagið smátt og smátt
versnandi. Og nú er það
orðið svo h’erfilegt. að það
er nánast óþolandi. Við er-
um allar orðnar svo skap-
vondar, að við erum sífellt
að rífast.
Hvernig á ég að bæta
skapið í mér? Að vísu held
ég, að ég sé ekkert verri
en þær hinar, en mér finnst
þetta samt svo leiðinlegt.
E'g hef alltaf verið að reyna
að bæta skapið, en það hef-
ur ekki tekizt.
Jæja. Sg vona, að þú
komist fram úr þessu
hrafnasparki og svarir mér
eins fljótt og þú getur. Svo
þakka ég Vikunni allt
skemmtilegt. Með fyrir-
fram þökk.
Ein skapvond.
Þáö er gamalt þjóðráð
við skapvonzku aff telja
upp aff tíu effa draga end-
ann djúpt aff sér þrisvar
sinnum og gefa sér góffan
tíma til þess. Gerðu þaff!
Nylon-
sokka-
buxurnar
vinsælu
meS mattri
áferð
gera fætur
yðar enn
fegurri
fllp
Einkaumboð:
S. ÁRMANN MAGNUSSON
heildverzlun
Hverfisgötu 76-Sími 16737
STRETCH
21. tbi. VIKAN 7