Vikan - 30.05.1968, Blaðsíða 50
fótmál sökk annar fóturinn of-
an í svörðinn. Og allar and-
styggilegar sögur, sem hún hafði
heyrt um fólk sem jörðin hafði
gleypt í þessari fenjamýri, þutu
gegnum höfuð hennar.
Hún losaði fótinn og hörfaði
nokkur skref aftur á hak og
stóð grafkyrr, þegar hún fann
fastara land undir fótum sér.
__ Ég verð að reyna að ná
stjórn á mér, ég má ekki sleppa
mér, hugsaði hún og fór að
kjökra. En hún hafði ekki tök á
að róa sig, hún hafði tapað allri
sjálfsstjórn og í æðisgenginni
hræðslu barðist hún áfram; hún
gat einfaldlega ekki staðið kyrr,
jafnvel þótt hún vissi að það
var í raun og veru hennar eina
bjargarvon. Heilinn var eins og
deyfður, líkaminn stjarfiu- af
kulda og hræðslu. Á fótum sem
skulfu svo að hún átti fullt í
fangi með að fá þá til að hlýða
sér. Einn klukkutíma? Tvo
klukkutíma? Hún hafði tapað
öllu tímaskyni og þokan var ekki
lengur ljósgrá, hún var orðin
myrk. Og hræðslan við nóttina
kom henni til að byrja að
hlaupa á ný.
Og allt í einu gerðist það.
Jörðin opnaðist undir fótum
hennar og hún sökk upp að
hnjám í mjúkt dý og fannst
eins og það sogaði hana hægt og
óumflýjanlega ofan í djúpið.
Við þetta áfall hvarf henni
heilalömunin og hún kastaði sér
eldsnöggt aftur á bak og hún
kom bakinu á fast land. Kjökr-
andi og stynjandi af áreynslu
heppnaðist henni að rífa fæturna
upp úr, sentmeter eftir senti-
meter, þar til allt í einu að fen-
ið sleppti þeim lausum með
slokandi smelli.
Nú vogaði hún ekki að hreyfa
sig heldur sat kyrr á þessum
sæmilega örugga stað og lagði
handleggina um ískalda fæturna
og hvíldi höfuðið á hnjánum
meðan myrkrið féll og luktist
allt í kringum hana.
í fyrsta skipti sem hún heyrði
kallað lyfti hún ekki einu sinni
höfðinu. Hún sat eins og í leiðslu
og hélt að hana hefði verið að
dreyma ,en í næsta skipti varð
það greinilegra. Hún komst með
erfiðismunum á fætur og hróp-
aði: — Hér! Hér! Ég er hér!
En röddin var svo mjó og veik
að hún óttaðist að ekki heyrðist
til hennar.
— Ég er hér! hrópaði hún
aftur.
— Vertu kyrr þar sem þú ert!
Hreyfðu þig ekki! Hrópaðu aftur
svo ég geti fundið þig.
Nú þekkti hún röddina, þetta
var rödd Ricks Frasers.
— Rick! Ég er hér! Við fenið!
Farðu varlega! Frh. í næsta bl.
Eftir eyranu
Framhald af bls. 15
ur og komum fram á hljómleikum.
Allir áttu að sjá okkur og heyra.
Nú þykir mér rétt að segja frá
nokkru, sem skyggði á alla sæluna
hjá mér. Þegar við bræðurnir komum
til Englands frá Ástralíu, var kona
mín, Maureen, með mér. Við vorum
mjög ung og mjög ástfangin. En Ro-
bert Stigwood, sem var umboðsmaður
okkar, krafðist þess, að konu minni
yrði haldið leyndri. Enginn mátti vita
af tilvist hennar eða að ég væri kvænt-
ur. Þetta gat Maureen ekki sætt sig
við — og hún gat heldur ekki sætt sig
við að þurfa að vera svo mikið ein,
eins og raun varð á. Þess vegna var
fyrirsjáanlegt að hjónaband okkar
færi út um þúfur. Mér þótti það mjög
sárt. Nú sem stendur búum við allir
við „hið ljúfa piparsveinalíf". Þegar
við erum ekki að spila höldum við
okkur heima við. Við fengum meira
en nóg af næturklúbbarápinu, þegar
við vorum 1 Ástralíu!
XX
xx
HK
XX
mu
XX
XX
XX
XX
XX
XX
xx
XX
XX
xa
xS
xS
XXlXXXXXXMXttXXXXXXttXXXXBXXXXXXXX
ttXIXttXXttXttXttttttKXISXttXttXXKXXKKttKXK
tttt
XX
tttt
Ktt
XX
XX
XX
tttt
tt«
tttt
XX
XX
tttt
ttK
XX
XX
Ktt
XX
KX
KK
KK
XX
HONIG VÖRUR
VÖRUR
50 VIKAN 21-tw-