Vikan - 30.05.1968, Blaðsíða 18
Jackie Kennedy: Ekkert hjónaband við Harlech lávarði, ekki fyrir
kosningar....
Jacksc getur
ráðið úpslltum.
Fijúgancfll
biö
V___________>_______/
í haust geta farþegar, sem panta
farmiða með SAS til New York
eða Chicago í fyrsta sinni spurt:
Hvaða kvikmyndir verðið þið
með um borð?
SAS hefur lengi hikað við að
taka upp kvikmyndasýningar í
flugvélum sínum. Forustumenn
þess hafa lengi verið á móti flug-
bíóum og talið þau bera vott um
bruðl og flottræfilshátt. En þeir
hafa orðið að endurskoða fyrri
ákvarðanir í því efni og nú
ákveðið að hefja myndasj'ning-
ar á flugleiðunum yfir Atlants-
hafið, þar sem samkeppnin er
hörðust. Byrjað verður með
þetta í tveimur flugvélum af
gerðinni DC 8 63, sem Douglas-
verksmiðjurnar afhenda í haust.
Báðar þessar flugvélar verða út-
búnar með sýningartækjum og
heyrnartólum. Hið sama gildir
um flugvélar þær tvær er af-
hentar verða næsta vor.
Loftbíóið — eða bíó í bláloft-
unum, eins og Bandaríkjamenn
segja, — er þegar nokkurra ára
gamalt. 1961 tók bandaríska
flugfélagið Trans World Airlin-
es (TWA) það í notkun á innan-
landsleiðum, Tilraunin tókst svo
vel að önnur félög öpuðu hana
fljótlega eftir. Nú eru flugbíó
einkum höfð á lengri leiðum
milli landa. Þannig hafa nú til
dæmis Pan American og Air
France farið að nota þessa nýj-
ung í áróðursskyni. Helzt eru
sýndar bandarískar myndir, nýj-
ar, sem ekki hafa ennþá verið
frumsýndar á jörðu niðri. Og nú
þykir orðið fínt að segja: „Kg sá
myndina yfir Atlantshafi."
'----------------------
Þrjú hundruð þúsund
hafa flúlð Kúbu
v_______________________/
Kúbanskir flóttamenn í biðröð eftir nýju lífi í Bandaríkjunum.
Vinnur Jacqueline Kennedy for-
setakosningarnar fyrir mág sinn
Robert Kennedy? Margir fróð-
leiksmenn um bandarísk stjórn-
mál líta svo á að hún sé sterk-
asta trompið á hendi hans í kosn-
ingabaráttunni.
Jackie Kennedy er nú þrjátíu
og átta ára og ennþá „drottning“
Bandaríkjanna. Vinsældir henn-
ar hafa vaxið stöðugt, nema
hvað lítið eitt dró úr þeim í sam-
bandi við útgáfu bókar Willi-
ams Manchesters: Dauði forseta.
Upp á síðkastið hefur því verið
fleygt að Jackie hyggðist giftast
Harlech lávarði, fyrrum am-
bassador Breta í Washington, en
kona lávarðarins dó í bílslysi í
maí í fyrra. Fóru þau Jackie
saman til Laos í haust leið í eins
konar opinbera heimsókn, að
undirlagi Johnsons forseta.
En nú þegar Robert er kom-
inn með annan fótinn í dyra-
gætt Hvíta hússins er talið
óhugsandi að Jackie gangi í
hjónaband í bráð. Slíkt hjóna-
band, er sagt í Washington,
mundi draga verulega úr ljóm-
anum af „helgisögninni um
Kennedy". Bandaríkjamenn vilja
helzt sjá Jackie fyrir sér sem
hina „hugprúðu ekkju“. Hún
getur orðið Kennedyættbálknum
betri en engin í tilraun hans til
að endurvinna Hvíta húsið, en
því aðeins að hún sé ógift áfram.
Sá möguleiki að börn Jackiear,
Caroline og John, kunni að eign-
ast nýjan pabba, hefur þegar
vakið hrylling meðal lesenda
bandarískra kvennablaða, ef
dæma má af þeim dálkum þeirra
er birta bréf frá lesendum. Sé
Jackie í giftingarhugleiðingum,
verður hún að slá öllu slíku á
frest þangað til eftir forseta-
kosningarnar.
•fr
Síðan 1965, þegar Fidel Castro
sýndi það öðlingsbragð að gefa
öllum Kúbönum, sem það vildu,
leyfi til að flytja til Bandaríkj-
anna, hafa níutíu þúsund flótta-
menn farið þá leið með loft-
brúnni til Florída,
Tvisvar á dag fimm daga vik-
unnar lyfta bandarískar far-
þegaflugvélar sér af Varadero-
flugvelli á Kúbu og taka stefnu
á Miami með flóttamenn innan-
borðs. Hver flugvél tekur átta-
tíu til eitt hundrað flóttamenn
í ferð. Loftbrúnni var komið á
laggirnar í desember 1965 og hún
er enn starfrækt. Enn er talið að
Kúbanar bíði þess svo skipti
hundruðum þúsunda að fá að
byrja nýtt líf í Bandaríkjunum.
Kúbu fá þeir þó ekki að yfir-
gefa með annað en fötin sem þeir
standa í.
Upphaflega sagði Castro að
allir mættu fara sem vildu. En
síðar sló hann nokkra varnagla:
ungir menn á herskyldualdri
mættu ekki fara, ekki heldur
fólk með hæfileika og menntun,
sem skipti máli fyrir kúbanska
ríkið, né heldur pólitískir flótta-
menn.
Síðan Castro kom til valda
1959 hafa yfir þrjú hundruð þús-
und manns yfirgefið ríki hans.
Bandarísk yfirvöld voru fyrst í
stað miðlungi hrifin af þessum
innflutningi (flestir flóttamenn
komu til Bandaríkjanna); höfðu
þá í huga Púertóríkana og aðra
innflytjendur frá Rómönsku-
Ameríku, sem gjarnan eru litn-
ir hornauga. En kvíði þeirra hef-
ur reynzt ástæðulaus. Kúbönun-
um hefur verið tekið opnum
örmum og þeir hafa samlagazt
hinu nýja umhverfi fljótt og vel.
Um síðustu áramót störfuðu tvö
þúsund og fimm hundruð kúb-
anskir kennarar við bandaríska
háskóla, tvö þúsund kúbanskir
læknar unnu á sjúkrahúsum
landsins, og auk þess höfðu
fengið þar atvinnu í samræmi
við menntun sína fjögur hundr-
uð kúbanskir lyfjafræðingar,
þrjú hundruð verkfræðingar, tvö
hundruð tannlæknar og um
hundrað skurðlæknar.
SÍDAN SÍBAST
V.
18 VIKAN