Vikan - 30.05.1968, Blaðsíða 33
Tennur hennar eiga kost á vemd, sem yðar tennur áttu ekki
GIBBS TANNKREM INNIHELDUR STANNOUS FLUORIDE
— efniö erveitir margfalt meiri vörn en I nokkru öðru
venjulegu tannkremi. STANNOUS FLUORIDE sam-
einast raunverulega glerungi tannanna og ver hann
skemmdum. Jessi verndun Gibbs tannkremsins
fjarlaegist ekki vi& munnskolun.
Jietta er sannaí meí rannsóknum. Gibbs Fluoride
hefur verið prófað undir ströngu, vísindalegu
eftirliti i samanburði við önnur vel þekkt tannkrem.
Árangurinn er undraverður. Gibbs gerir tanngler-
unginn mörgum- sinnum —já, mörgum sinnum —
öflugri gagnvart tannskemmandi sýrum en nokkurt
annað tannkrem. Og Gibbs, með Stannous Fluoride
er einmitt það, er varðar fjölskyldu yðar.
Látið tannlaekni hafa gát á heilbrigði tanna yðar.
Neytið hollrar faeðu. En umfram allt gleymið ekki að
bursta tennurnar reglulega með Gibbs. |>að er nú
engum vafa undirorpið að Gibbs veitir fjölskyldu
yðar meiri möguleika á fullkominni vernd góðra
tanna en nokkurt annað venjulegt tannkrem. Öllum
geðjast vel að piparmintubragði þess. Látiö ekki
fjölskyldu yðar vera án þess deginum lengur.
Gíbbs veítír margfalt meírí vernd
en nokkurt annað tannkrem
GIBBS-TANNVERNDIN SKOLAST EKKI BROTT
mmm
X-or
Hvers vegna gefur hann þér
lækifæri lil að sleppa, ef hann
veit allt?
— Hann elskar mig.
— Líklega, svaraði ég og
kveikti mér í sígarettu. Ég gekk
að glugganum og leit út. Það var
enn blindhríð og gnauðaði
draugalega í vindinum.
— Laura!
Hún kom strax til mín. Hún
var þegar komin í pelsinn.
— Sjáðu . . . þarna hinum
megin við götuna!
Þar stóð bíll - stationbíll. Nú
rofaði ögn til andartak, svo að
ég gat séð hann betur. Ég sá, að
maður sat við stýrið.
— Hvað áttu við? stamaði
Laura.
— Er þetta ekki bíll Benja-
mins Warner?
Nú rann allt í einu upp fyrir
mér ljós. Ég rifjaði upp í hug-
anum, það sem gerzt hafði fyrr
um kvöldið. Benjamin var kom-
inn á undan mér til Cartwells.
Ég var látinn fara á undan
Benjamin og Constance. Cart-
well hefur líklega reiknað með,
að konan hans æki mér til bæj-
arins í óveðrinu. Nú hafði Cart-
well sjálfur hringt til að spyrj-
ast fyrir um konu sína. Og
Warner sat í bílnum sínum hin-
um megin við götuna.
Hafði Cartwell gert Warner að
trúnaðarmanni sínum? Hafði
það ekki verið nýgerður auglýs-
ingasamningur, sem hafði glatt
hann svo mjög, heldur gildra,
sem þau höfðu í sameiningu
ákveðið að leggja fyrir okkur?
Warner og Constance hafa verið
óðfús að taka þátt í slíkri ráða-
gerð. Ef hún heppnaðist yrðu
þau nánustu starfsmenn Cart-
wells, en mér væri rutt úr vegi.
Annað atriði vakti athygli
mína. Cartwell hafði sagt í sím-
ann:
— Líttu út um gluggann!
— Hvað á ég að gera? stam-
aði Laura. Ertu viss um, að
þetta sé bíll Warners?
— Já, og hann er að njósna
um okkur fyrir Cartwel).
Laura gekk að dívaninum og
settist. Loks sagði hún:
— Getur ekki verið, að þetta
sé bara ímyndun hjá okkur,
Matt? Var hann ekki grunlaus
og hreinskilinn í símanum áð-
an? Getur ekki verið að okkur
skjátlist. Ég þekki manninn
minn, Matt. Ég hef búið með
honum í tuttugu ár. Hann mundi
aldrei gera Warner að trúnaðar-
manni sínum. Hann mundi held-
ur hafa samband við lögfræðing
sinn eða leigja sér leynilögreglu-
mann... .
Heldurðu, að Warner sitji
þarna úti í hríðinni og njósni
um okkur fyrir sjálfan sig?
— Því ekki það?
— En hvers vegna?
— Bæði honum og Constance
er í nöp við þig. Og henni er
ekkert sérlega vel við mig held-
ur, eins og þú veizt. Hún er svo
hrifin af manninum mínum.
Ég var sammála henni hvað
þetta snerti.
Þau eru ennfremur bæði
mikilvægir starfsmenn í augum
Cartwells. En ekki eins mikil-
væg og þú. Reyndu að hugsa
málið frá þeirra sjónarhóli. Ef
þau komast að sambandinu milli
okkar, fá þau óneitanlega sterkt
vopn í hendur.
Ég stóð á fætur.
— Hvert ætlarðu? spurði
Laura.
-—• Það er hægt að komast út
úr húsinu bakdyramegin. Ég
fylgi þér til gistihússins. Ég vona
bara, að við komumst þangað,
áður en Cartwell hringir aftur.
— Ég vil heldur fara ein,
sagði hún ákveðin. — Við skul-
um ekki gera fleiri glappaskot
en við höfum gert. Ef það sæist
til okkar, þar sem við værum
bæði saman að berjast í hríð-
inni?
Þetta virtist skynsamlega at-
hugað hjá henni, en samt gat ég
ekki sætt mig við, að hún færi
ein út í- hríðina. Ég tók hana í
fang mér og horfði beint í augu
henni:
— Við verðum að taka ein-
hverja ákvörðun og það fyrr en
seinna, sagði ég. Annaðhvort
slítum við sambandi okkar eða
þú yfirgefur Cartwell.
— Ég veit það, sagði hún. —
En það er bezt að ég fari núna
á hótelið og síðan heim til hans
á morgun. Ég ætla að vera hjá
honum enn um sinn. Mig langar
til að komast að, hvort hann hef-
ur skipulagt það sem gerðist í
kvöld eða ekki. Síðan getum
við gert okkar ráðstafanir.
— Ráðstafanir?
— Já, auðvitað. Eitthvað verð-
um við að gera. Við látum ekki
Cartwell eða neinn annan kross-
21. tbi. VTKAN 33