Vikan


Vikan - 30.05.1968, Blaðsíða 15

Vikan - 30.05.1968, Blaðsíða 15
Bee Gees, — þeir heita, talið frá vinstri: Robin Gibb, Colin Petcrson, Maurice Gibb, Vince Melouncy og Barry Gibb. Hljómsvcitarstjórinn — Barry Gibb. Allt í einii OÉtUI Vii SUI9ÍÍ Barry Gibb, einn af bræðrunum í hljómsveit- inni Bee Gees, segir sjálfur frá. Sagan hefst í rauninni 1. september árið 1947 í bænum Douglas á eynni Isle of Man, sem er rómuð fyrir náttúrufegurð. í>á fæddist semsé lítill hnokki, dökkur á brún og brá, sem síðar var skírður Barry. Það var nú ég. Tveimur árum síðar litu tvíburarnir Robin og Maurice dagsins ljós. Bræður mínir. Maurice heldur því fram, að hann muni atburð þennan gjörla, en ég dreg það mjög í efa. Gibb fjölskyldan fluttist síðan búferlum til Manchester. Og þar stigum við bræðurnir fyrstu skrefin á þeirri velgengisbraut, sem við enn örkum eftir. Þetta byrjaði allt árið 1956 — fyrir tólf árum — og þær eru ekki margar hljóm- sveitirnar, sem hafa staöið svo lengi í sviðsljós- inu. Við vorum vanir að hreyfa varirnar eftir plötum með vinsælustu lögunum á sunnudags- skemmtunum í skemmtihúsi einu í Manchester. Svo gerðist það eitt sinn, að við týndum plöt- unni, sem við áttum að nota í þessu skyni — og þá neyddumst við til að syngja sjálfir. Það var hræðilegur söngur! En áheyrendum þótti þetta harla gott. Við höfðum satt að segja ekki hugmynd um að við gætum sungið. En nú komumst við að raun um það, að okkur veittist ákaflega auðvelt að syngja saman raddað. Næstu tvö árin sungum við bræðurnir þrír á ýmsum stöðum í Manc- hester og nærliggjandi sveitum. Við sömdum meira að segja okkar eigin lög þá. Fyrsta lag- ið, sem við sömdum, hét ,.Turtle Dove“ og var í rauninni furðugott, þegar þess er gætt, að við vorum ekki nema tíu ára. í árslok 1958 ákváðu foreldrar okkar að flytj- ast búferlum til Ástralíu. Við kvöddum því Manchester og alla vini okkar þar með hrærð- um hug. Þegar við höfðum komið okkur fyrir í Brisbane á Ástralíu, byrjuðum við að syngja á torgum og götuhornum í borginni. Einn þekkt- asti útvarpsmaður í Ástralíu, Bill Gates, heyrði til okkar og bað okkur að leika á hljómplötu til reynslu. Á þessari plötu var lagið „Let me love you“. Hann spilaði síðan lagið í þætti sín- um í útvarpinu, en það leið ekki á löngu þar til hann fór að fá bréf í stórum stíl, þar sem spurt var, hvar kaupa mætti þessa plötu. Þegar hér var komið sögu, ákváðum við að skíra hljómsveitina The Bee Gees eftir upphafs- stöfum mínum, B. G. Samt sem áður höfðum við í ekkert ákveðið hús að venda, þar sem við gátum spilað — og allt var í óvissu með fram- tíðina. En svo brosti hamingjusólin viö okkur einn góðan veðurdag. þegar okkur var boðið að hafa með höndum vikulegan þátt 1 sjónvarpinu. Þess- ir þættir voru í sama dúr og þættir The Mon- kees, þeir byggðust á glensi og fjöri og mikilli tnúsik. Við sáum um þessa þætti í eitt ár en hættum því, þegar barnavernd skarst 1 leikinn og krafðist þess að þættirnir yrðu fluttir einu sinni í mánuði í stað vikulega. Rökin voru þau, að við værum of ungir til að starfa í sjónvarp- inu að' þáttunum alla daga. Skömmu síðar fluttum við á yndislegan stað, sem heitir Surfer's Paradise. Það er Honolulu Ástralíu, þar eru baðstrendur og sól allan árs- ins hring. Við sungum þar 1 næturklúbbum í rúmlega ár. Þá var ég fjórtán ára og tvíbur- arnir tólf! Um þetta leyti kom fyrsta platan okkar út. Það var tveggja laga plata með lögun- um ,,The Battle of blue and grey“ og „Three kisses of love“. Síðarnefnda lagið komst 1 þriðja sæti vinsældalistans í Ástralíu. Þegar byrlegast blés fyrir okkur skaut nýtt nafn upp kollinum á vinsældalistunum: The Beatles. Menn hlustuðu á plötur þeirra og á plötur okkar og komust að raun um það, að okkar lög hljómuðu eins. Því var það, að við vorum kallaðir „Áströlsku bítlarnir". Þetta þótti okkur heldur betur súrt í broti, því að við þótt- umst vera búnir að finna okkar eigin stíl! Upp úr þessu kom vont tímabil í sögu hljómsveitar- inriar. í hvert skipti sem við komum fram var hrópað: Burt með bítlahermikrákurnar! Þetta hafði þau áhrif á okkur, að við ákváðum að pakka saman pjönkum okkar og halda af stað eitthvað í burtu Og við héldum til Englands. Þótt furðulegt megi virðast, komst eitt af lög- unum okkar, „Spicks, and Specks" í efsta sæti vinsældalistans daginn sem við fórum frá Ástra- líu! Þegar til Englands kom, tók Robert Stig- wood á móti okkur, en hann var í þjónustu Brian Epstein. Robert skipaði svo fyrir, að við skyldum fá tvo menn til viðbótar 1 hljómsveit- ina — og það varð til þess. að tveir ástralskir vinir okkar, Vince Melouney og Colin Peterson bættust í hópinn. Þegar við vorum orðnir fimm hófst mikið annatímabil. Við vorum auglýstir rækilega, og Robert Stigwood sá til þess, að við lékum á plöt- Framhald á bls. 50. iDiinai kikir faraiitríliili Þótt fremur hafi verið hljótt um Donovan hérlendis í langan tíma, er liann síSur en svo hættur að syngja. Hann hefur sjaldan hai't jafn mörg járn í eldinum og einmitt nú. Nýjasta tveggja laga platan hans hefur náð talsverðum vinsæSdum i Bretlaiýdi, en á henni er lagið „Hurdy Gurdy Man“. Þá lief- ur hann sent frá sér hæggenga hljómplötu og er hún mikil að vöxtum. Hér er um að ræða tvær plötur í einu umslagi, og að sögn Donovans er önnur platan ætluð kynslóð vorra tíma, en hin platan er ætluð bömum hennar! Á plötuumslaginu er mynd af Dono- van og „hans heilagleika“, jóganum Mahar- ishi Mahesh. Platan nefnist „Gift from a flovvers to a garden“, og á lienni eru 9 lög eftir Donovan, sem ekki hafa heyrzt áður, svo og sonnetta eftir Shakespeare og barna- lög. Sem aðrar stjörnur hefur Donovan tekið ást- fóstri við jógann. Er ráðgert, að Donovan semji tónlist og tal við kvikmynd, sem ver- ið er að gera um spekinginn. Sem aðrar stjörnur hefur Donovan einnig fengið áhuga á kvikmyndagerð, og hefur hann að undan- förnu sýslað við að semja kvikmyndahand- rit og tónlist fyrir kYÚkmynd, sem hann ætl- ar sjálfum sér að leika aðalhlutverkið í. — Hér er um að ræða söngleik í ævintýrastíl. Ef af gerð myndarinnar verður, mun Dono- van leika farandtrúboða, en ýmsir aðrir þekktir söngvarar og hljómsveitannenn munu verða í minni hlutverkum sem læri- meistarar trúboðans. Paul McCartney hefur verið boðið eitt slíkt hlutverk, og er sagt, að hann hafi þegið það með þökkum. Donovan gerir sér vonir um, að Ingmar Bergmann, sá þekkti, sænski leikstjóri. muni taka að sér að stjórna myndinni. n. ttu. viICAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.