Vikan


Vikan - 30.05.1968, Blaðsíða 31

Vikan - 30.05.1968, Blaðsíða 31
Spor í snjó Framhald af bls. 13 an ég hellti í tvö glös. Við höfð- um stanzað við hótel á leiðinni, hún hafði leigt sér þar herbergi og sett bílinn inn í bílskúr. Síð- an höfðum við læðzt út bakdyra- megin, staðið um stund úti í hríðinni, unz mér tókst að fá leigubíl. Hún stóð nú í hálf- rökkri í íbúð minni og talaði við manninn sinn. Að símtalinu loknu fleygði hún sér í fang mér. Síminn ónáðaði okkur. Ég lét hann hringja aftur og aftur. Loks tók ég tólið upp og svaraði með rödd, sem átti að gefa til kynna, að ég hefði vaknað við símhring- inguna. — Er konan mín hjá þér? Þetta var rödd Cartwells. Ég fékk ákafan hjartslátt og lagði höndina á munn Lauru. Ég reyndi að vera rólegur og láta ekki á neinu bera: — Ég held, að hún hafi tekið herbergi á leigu á Hótel Cham- berlain. —- Já, hún gerði það, sagði Cartwell. — Ég hringdi þangað áðan. En hún var ekki í herberg- inu sínu. Hún svaraði að minnsta kosti ekki. Mér datt í hug, að þið hefðuð ákveðið að bíða sam- an, þar til óveðrinu slotaði. —- Ég get farið á hótelið. Það er ekki langt héðan. Ég skal hafa upp á henni og biðja hana að hringja til þín. ■— Hefurðu litið út um glugg- ann, Matt? Það er blindhríð. — Ég get samt farið þangað. — Nei, það er óþarfi. Laura hefur sennilega hitt einhverja vinkonu sína og situr með henni á barnum. Ég hringi til hennar seinna. — En. . . . -— Nei, vertu ekki að ómaka þig mín vegna. Líttu bara út um gluggann. Viltu svo hringja í mig seinna frá skrifstofunni. Ég býst ekki við, að við getum hald- ið fund næstu daga. Það er orð- ið með öllu ófært hingað. Fyrir- gefðu, að ég skyldi vekja þig. - - Það var ekkert.... Ég lagði tólið á og andvarpaði. Síðan sneri ég mér að Lauru. Hún var með samanherptar var- ir og titraði eilítið. — Hann hringdi á hótelið, sagði ég. — Þú varst ekki í her- berginu þínu. — Hann veit allt, er það ekki, hvíslaði hún. — Ég býst við því, svaraði ég dræmt. — En hann benli þér einnig á leið til undankomu. Ég sagði henni frá ágizkun hans varðandi vinkonuna og bar- inn. — Þú ættir að vera á hótelinu og svara, þegar hann hringir næst. ’ — Hvers vegna? spurði ég. — * RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hvar sem er án þess að valda hávaða. * Öruggari en nokkur önnur gagnvart forvitnum börnum og unglingum. Hurðina er ekki hægt að opna fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og dælan búin að tæma Jvélina. RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full- komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi, þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar. Þvottakerfin eru: 1. Ullarþvottur 30°. 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°. 2. Viðkvæmur þvottur 40®. 8. Heitþvottur 90°. 3. Nylon, Non-Iron 90°. 9. Litaður hör 60°. 4. Non-Iron 90°. 10. Stífþvottur 40°. 5. Suðuþvottur 100°. 11. Bleiuþvottur 100°. 6. Heitþvottur 60°. 12. Gerviefnaþvottur 40°. Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu. HtfllB tl DB8IN UflWS MÍA? ÞaS er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið orkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Guðmunda Kristinsdóttir, Framnesveg 12, Kefiavík. Vinnitiganna má vitia í skrifstofu Vikunnar. 4 Naín ______________ __________ __ _____ Hetolll Örkin er á bls. 21. tbi. VIICAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.