Vikan - 30.05.1968, Blaðsíða 11
„ - - ■
I DAGFARI
NÚTÍMANS
HELGI
SfEMUNBSSON
SKRIFAR
ef von er á fögrum leik og
snjöllum. Gaman var að fylgj-
ast með [slandsmótinu dag-
stund um páskana. Keppend-
ur voru nógu jafnir til þess
að úrslit yrðu tvísýn, og þá
er baráttan forvitnilegust að
mínum dómi. Þarna var íþrótt
hugkvæmni og ályktunar
þreytt af kappi og dirfsku,
nákvæmni og framsýni.
Hvað sér maður á slíku
móti?
Ég rek ekki keppendatal
eða einstaka leiki. Ég met
ekki tafl af smámunasemi,
sem þykir vísindum líkust.
Það er huga mínum eins
konar sjónleikur. Andi manns
er allt í einu kominn í lang-
ferð burt frá stund og stað.
Leiðinlegast, hvað þessir
kappar gera mörg jafntefli.
Slíkt hendir sjaldan, þegar
við Vilmundur Jónsson tefl-
um, enda ekki í samræmi við
skapgerð og geðsmuni
manna, sem hafa nautn og
yndi af æsandi áhættu.
Einu sinni bjargaði ég mér
úr klípu með því að svara
fyrir mig. Á skákþingi Norð-
urlanda ( Reykjavík fyrir
nokkrum árum kom ég ( á-
horfendahópi með tillögu um
leik ( tafli Jóns Þorsteinsson-
ar við danskan meistara.
Kunnáttumenn töldu það
hæpna tillögu, og einhver
spurði mig, hvort ég gæti
nokkuð í skák. Ég svaraði því
til, að leikir stæðu jafnt að
hálfnaðri viðureign ( tuttugu
skáka einvtgi okkar Vilmund-
ar. Hinn lét sér fátt um finn-
ast og spurði, hvort Vilmund-
ur kynni eitthvað fyrir sér.
Mér fannst halla á mig í
þessum samræðum og brá á
þetta ráð:
— Veiztu ekki, að Vil-
mundur Jónsson er einn mesti
vitmaður landsins og þótt
víðar væri leitað?
Talið féll þar með niður,
enda lék Jón minn Þorsteins-
son leiknum, sem ég hafði
lagt til, og það gafst honum
ágætlega.
Nú vík ég aftur að (slands-
mótinu á páskunum og
hermi það, sem ég þótt-
ist sjá.
Viðureignin þarna líkist
heimilisástandi, ef hjónin eru
hrædd hvort við annað. Allt
einkennist af kurteisum var-
úðarráðstöfunum, hófstilltri
tillitssemi og gagnkvæmum
sparnaði. Hér skal allt mið-
ast við það að gefa ekki
höggstað á sér, en greypa
viðhorf og athafnir ( fastar
skorður. Svona var víst lífið
í gamla daga, þegar ekkert
nýtt bar við, sérhver dagur
leið ( sömu skyldu og önn
árið um kring og nóttln I
djúpum svefni, enginn munur
gleði og sorgar, brúðkaups
og jarðarfarar, allt utanað-
lært, nékvæmt og hnitmiðað.
Svo gerist allt í einu undrið:
Hvítur leikur af sér, og ann-
að hjónanna nær yfirráðum
og hyggst neyta þess hinu til
falls, en gagnaðilinn leggur
sig allan fram um að ná
fyrri aðstöðu, unz það tekst
að lokum, en þá eru hjónin
aðframkomin af þreytu eftir
baráttuna að hreppa þennan
hjákátlega árangur langra
samskipta. Jafnteflið minnir
á vanmegna og mállausar
hjónabcndserjur, þar sem um
ekkert var deilt, en látbragðs-
leikur ( frammi hafður. Þó er
af slíku ærin saga, ímyndun
varð veruleiki, tilhlökkun
nautn og hæverska framtak,
en öll þessi sýndarmennska
svaraði ekki kostnaði af því
að dauðinn tíndi upp aurana,
sem gátu orðið sjóður í banka
lífsins, en komust aldrei
þangað.
Jafnteflið virðist í fljótu
bragði eins og atburðasnauð
mannsævi, en samt hefur það
sitthvað til síns ágætis. Þau
úrslit eru farsælli en tap-
hætlan, eins og hæglætið yfir-
leitt, og krefjast sannarlega
þroska og áreynslu. Kunn-
áttusamir skákmeistarar tefla
mjög af vísindalegri ná-
kvæmni og venjast gjarnan
þeim hófsama hugsunarhætti,
að næstbezti kosturinn sé
harla góður. En ef út af ber
fyrir keppinautinum, þá seg-
ir grimmt eðli einstaklings-
framtaksins löngum til sín.
Ottinn við taphættuna heldur
þv( helzt niðri.
■ a
Onnur skák er sem hern-
aður nútímans. Báðir að-
ilar draga saman mikið
lið og voldugt og hyggja á
stórræði. Peðin þokast fram
eins og fótgönguliðar á breið-
um vlgvelli, en þau munu
ekki ráða úrslitum. Brskup-
arnir og riddararnir fara með
hlutverk skriðdrekanna og
geysast til atlögu, en mest
munar um hrókana og drottn-
inguna. Þeim má líkja við
hraðskreiðar þotur, sem gera
harðar og tíðar árásir gegn
stöðum og mannvirkjum langt
inni í óvinalandi. Kannski er
drottningin Kkust eldflaug eft-
ir að geimferðirnar komu til
sögunnar, og vafalaust fara
mennirnir senn að berjast um
hnettina. Þá verða óravíddir
geimsins svipaðar skákborði
eins og jörðin nú.
Hugmyndaflug mitt er
komið út ( öfgar. Þetta Kkist
engan veginn fjarstýrðum
hernaði nút(mans, en miklu
fremur einhverri orrustunni,
sem ég las um í æsku. Kænsk-
an og stjórnsnillin minnir á
Hannibal eða Napóleon, en
þá ætla ég snjöllustu herfor-
ingja mannkynssögunnar. Hér
lýstur fylkingum saman í ná-
vígi, peð drepur peð, biskup ridd-
ara og riddari biskup, en hrókur
hrók. Brátt fer að muna um peðin.
Tvær drottningar kljást grimmilega
um reiti taflborðsins og hafa hvor
um sig þrjú peð á framfæri. Þetta
hefur reynzt gereyðingarstríð, og
þó veit enginn enn, hversu þv( muni
lykta. Nú falla drottningarnar, en
peð fylgir annarri úr viðureigninni,
og það gerir muninn. Þá hefst elt-
ingarleikur, sem krefst furðulegrar
þolinmæði og verður ekki orðum
lýst, en loks kemst eitt peðið upp
í borð og breytist f drottningu. And-
stæðingurinn Ktur upp, fer brosandi
hjá sér eins og hann vilji biðjast
afsökunar á frammistöðu sinni —
og gefur skákina.
Þriðja skákin verður mér hvað
minnisstæðust. Hún er telfd af
frábæru öryggi og sver sig í
ætt við vandlega skipulagða fræði-
mennsku. Engu er líkara en skák-
maðurinn álíti sig í sporum land-
könnuðar, sem leggi í huganum
í leið sína um framandi og torfærar
|gslóðir, en eigi sér þó takmark, er
hann viti bíða sín að ferðalokum.
Sérhver leikur er sem gerhugsað-
. skref, á öllu von, hugað að raun-
verulegum og ímynduðum hættum,
skyggnzt um og því aldrei gleymt
andartak, hver vandi er á höndum.
iOg áfram miðar, þó að hægt virð-
ist þokast. Þetta ætlar að verða
torveldur sigur, en samt vekur ör-
yggi og sjálfstraust skákmannsins
þann grun, að hann muni sigur
vinna. Taflið færist ofurhægt hon-
um ( vil, en samt á þann veg. Hér
er ekki einn maður á brattri göngu,
þetta er hópferð, samhent einhuga
sveit, sem stjórnast af sterkum vilja,
alvöru og festu skákmannsins, kunn-
áttu hans, jafnvægi, framsýni og
hugkvæmni. Svona sk:ák er eins og
margslungin leynilögreglusaga, þar
sem saman fer spennandi efni,
snjallt málfar og samræmdur stdl.
Manntaflið er íþrótt vrtsmuna, en
einnig listrænn leikur. Nú dregur
að leiðarlokum. Torfærurnar eru að
baki, hætturnar úr sögu, framund-
an blasir við mjúk og græn slétta,
fyrirheitna landið, sigurinn, sem
skákmeistarinn trúði á, vissi af,
keppti að. Þvílík firn, að þetta skuli
( eðli sínu vera sama barátta og
kostar mannslíf, ef háð er með
vopnum til landvinninga eða ríkis.
Enn kemur mér í hug, að skákin
muni stríði lík, en þau átök stjórn-
ast af viti og dómgreind, en eru
ekki dýrslegur aflsmunur.
Og þó. Skákmaðurinn verður að
beita ýmsum brögðum. Hann legg-
ur hverja gildruna af annarri fyrir
andstæðinginn. Honum er ískalt
matsatriði að skipta upp mönnum,
ekki áhorfsmál, ef hann hagnast á
þv(, og oft sjálfsagður hlutur, þó
að býti reynist jöfn. Hann fórnar
miskunnarlaust og drepur vélrænt.
Afstaða hans til mannanna á skák-
Framhald á bls. 40.
zt.tw. vikAN 11